Fréttablaðið - 08.11.2012, Síða 62

Fréttablaðið - 08.11.2012, Síða 62
8. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR50 SJÓNVARPSÞÁTTURINN „Þessa dagana er það þátturinn Dans dans dans sem við fimm ára dóttir mín horfum spenntar á saman.“ Álfrún Örnólfsdóttir, leikkona „Þetta eru mjög flott kort,“ segir Sunna Guðnadóttir hjá kvik- myndavefnum Icelandic Cinema Online. Vefurinn hefur útbúið tvö kort þar sem annars vegar eru merkt- ir inn tökustaðir sex kvikmynda á landsbyggðinni og hins vegar nítján íslenskra mynda í Reykja- vík. Þetta er upphafið á verkefni þar sem allir kvikmyndatöku- staðir íslenskra og erlendra kvik- mynda sem hafa verið teknar upp á Íslandi verða kortlagðir. Vefur- inn Kvikmyndir.is hefur áður birt umfangsmikla tökustaðaskrá á síð- unni sinni. Að sögn Sunnu notaði kanadíski leikstjórinn Brenda Davis kortið á ferð sinni um borgina á meðan á Riff-hátíðinni stóð og hefur hún núna ákveðið að taka upp mynd í Reykjavík. Vefsíðan Icelandic Cinema Online er ætluð útlendingum og hefur verið starfrækt síðan í maí í fyrra. „Við komumst á topp tíu í frumkvöðlakeppninni Gullegginu og eftir það fór boltinn að rúlla,“ segir Sunna. Á síðunni geta menn borgað um tvær til fjórar evrur, eða um þrjú til sex hundruð krónur, fyrir að horfa á íslenskt efni, þar á meðal kvikmyndir, heimildar myndir og stutt myndir. „Við erum eiginlega að vinna brautryðjendastarf í heiminum varðandi það að bjóða upp á efni sem er bara frá einu landi,“ segir hún og bætir við að Þjóðverjar ætli að fara að dæmi Icelandic Cinema Online og opna eigin vef eingöngu fyrir þýskar myndir. Að sögn Sunnu koma 85% af umferðinni inn á vefinn frá útlönd- um og hafa um 120 þúsund manns komið inn á vefinn frá stofnun hans. „Það er gríðarlegur áhugi í útlöndum á íslenskri kvikmynda- gerð og það sést svolítið vel á umferðinni.“ - fb Kvikmyndavefur gerir tökukort SUNNA GUÐNADÓTTIR Sunna er ánægð með nýju kortin sem hafa verið útbúin fyrir Icelandic Cinema Online. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ómar Guðjónsson, einn fremsti gítarleikari þjóðar- innar, hefur gefið út sína fjórðu sólóplötu, Út í geim. Um eitt ár er liðið síðan hugmyndin að plötunni kviknaði. „Þá fór þetta ferli af stað hjá mér að hafa allt í einu þörfina til að skrifa texta og syngja. Það var mjög skrítið að fá það allt í einu upp í hausinn,“ segir Ómar. „Hingað til hefur gítarinn séð um að syngja en síðan allt í einu fór ég að hoppa í þá djúpu laug að reyna að tjá mig með orðum.“ Platan var tekin upp í stofunni heima hjá Ómari. „Fjölskyldan flutti að heiman. Eitt barnaherbergið varð mixer-herbergi og eitt varð matarherbergi. Þetta var mikið ævintýri.“ Hann lýsir plötunni sem blöndu af afrótónlist, rokki, djassi og fleiri stefnum. Öll tólf lögin og textarnir eru eftir Ómar fyrir utan einn texta eftir Jónas Sigurðsson. Þeir hafa einmitt spilað saman í Ritvélum framtíðarinnar, hljómsveit Jónasar. Í næstu viku fara þeir í tónleika ferð á húsbíl þar sem þeir spila undir hvor hjá öðrum á meðan þeir kynna nýjustu plötur sínar. „Við verðum með tvö trommusett, tvo bassa, tvo gítara og tvö hljómborð. Við prófuðum þetta á Borgarfirði eystri í sumar. Það gekk svo vel að við ákváðum að þetta yrðum við að gera í vetur.“ Útgáfutónleikar Ómars verða í Iðnó í kvöld kl. 21. - fb Fer í tónleikaferð á húsbíl FJÓRÐA SÓLÓPLATAN Ómar Guðjónsson syngur í fyrsta sinn á sólóplötu sinni Út í geim. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir í tólfta sinn til árlegrar ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör. Veitt verða vegleg verðlaun og fær verðlaunaskáldið auk þess til varðveislu, í eitt ár, göngustaf áletraðan með nafni sínu. Dómnefnd velur úr þeim ljóðum sem berast. Öllum skáldum er vel komið að senda ljóð í keppn ina en skilafrestur rennur út 14. desember. Ljóðum skal skilað með dulnefni. Nafn, heimilisfang og síma númer skálds- ins skal fylgja með í lokuðu umslagi, sem auð kennt er með sama dul nefni. Ljóðin mega ekki hafa birst áður. Utanáskrift er: Ljóðstafur Jóns úr Vör, menningar- og þróunardeild Kópavogs, Fannborg 2, 200 Kópavogur Greint verður frá niðurstöðum sam keppn innar og verðlaun veitt á afmælisdegi Jóns úr Vör 21. janúar 2013. Jón úr Vör bjó nánast allan sinn starfs aldur í Kópavogi en tilgangur keppn innar er að efla og vekja áhuga á íslenskri ljóðlist. kopavogur.is LJÓÐSTAFUR Jóns úr Vör PI PA R\ TB W A - S ÍA - 12 31 54 The Clone Wars Stjörnustríð á Cartoon Network CARTOON NETWORK ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS „Mig langaði að gera eitthvað með akkerið, tákn sem við þekkj- um flest húðflúrað á upphand- leggi gamalla sjómanna,“ segir skartgripahönnuðurinn Orri Finnbogason um nýja skartgripa- línu sína, Akkeri. Orri er gullsmiður að mennt en hann var búsettur og starfaði við fagið í New York í tíu ár áður en hann ákvað að snúa aftur heim fyrir þremur árum síðan. „Fyrst eftir að ég flutti út vann ég við að flytja demanta milli staða, sem getur verið vandasamt verk. Svo fór ég alfarið í demanta- ísetningar, en það er alveg sérfag úti,“ segir Orri sem meðal annars vann við að setja demanta í skart- gripi fyrir eitt frægasta skart- gripafyrirtæki í heimi, Tiffany & Co. Enga demanta er þó að finna í nýju línu Orra, Akkeri, sem er bæði fyrir herra og dömur. Þar er að finna hálsmen, hringa, armbönd og eyrnalokka sem öll skarta tákninu fræga. Orri leit- aði eftir innblæstri í íslensku sjó- mennskuhefðina og heillaðist af akkerinu sjálfu. „Það tengist eitt- hvað ævintýraþránni sem fylgir sjómennskunni og þeim mikil- væga tilgangi sem akkerið þjón- ar í sjómannslífinu,“ segir Orri, en akkerið er landfestin og gerir sjómönnum kleift að stýra ferða- lögum sínum í réttar áttir. Orri hannaði skartgripina með þá einstaklinga í huga sem ganga yfirleitt ekki með skartgripi. „Þetta eru skartgripir fyrir töff- ara og mig langaði að höfða til þeirra sem ekki eru glysgjarnir að eðlisfari.“ Skartgripir Orra fást í Aurum í Bankastrætinu en í kvöld heldur hann sýningu ásamt Ýri Þrastar- dóttur fatahönnuði á Kex hostel þar sem hægt verður að berja nýju línuna augum. Sýningin hefst klukkan 20. alfrun@frettabladid.is ORRI FINNBOGASON: VANN VIÐ DEMANTAÍSETNINGU FYRIR TIFFANY & CO. Heiðrar sjómenn með skart- gripalínu fyrir bæði kynin VAR UMKRINGDUR DEMÖNTUM Í NEW YORK Orri Finnbogason skartgripa- hönnuður vann við demantaísetningar, meðal annars við Tiffany & Co., í New York en nú er hann fluttur heim og frumsýnir skartgripalínuna Akkeri fyrir bæði kynin í kvöld á Kex hostel. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.