Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2012, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 08.11.2012, Qupperneq 40
8. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR28 BAKÞANKAR Sifjar Sigmars- dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég sit með fartölvuna úti í glugga og hvessi augun á óstýriláta Lundúna- unglinga sem hanga í portinu fyrir utan og leika sér með rakettur. Um alla borg ómar sprengjugnýr eins og slagverk undir stórborgarsinfóníunni. Ástæðan fyrir látunum er ekki snemmbúinn nýárs- fögnuður heldur fjögurra alda gamalt sprengjutilræði. ÞAÐ VAR Á miðnætti 4. nóvember árið 1605 sem Guy nokkur Fawkes var hand- tekinn í kjallara enska þingsins í West- minster. Ásamt Fawkes fundust þar þrjá- tíu og sex púðurtunnur. Eftir að hafa verið pyntaður samfleytt í tvo daga játaði Fawkes að hafa ætlað að sprengja upp húsið við þingsetningu næsta dag en skotmarkið var kóngurinn, Jakob I. Þótt enginn hafi orðið hvellurinn var Fawkes dæmdur til hengingar og bútaður í fernt svo senda mætti líkamsparta hans um konungs- ríkið öðrum til varnaðar. ÞANN 5. NÓVEMBER ár hvert fagna Bretar því með flugeldum og brennum að Fawkes og félögum hafi mis- tekist ætlunarverk sitt. Nú, þremur dögum síðar, fagna sprengjuóðir stórborgarbúar enn hér í London. Viðbrögð við afdrifum Guy Fawkes okkar Íslendinga hafa hins vegar verið langtum dempaðri. Í JANÚAR síðastliðnum sprakk sprengja nærri Stjórnarráðinu í Reykjavík. Tíu dögum síðar var 72 ára karlmaður hand- tekinn fyrir verknaðinn. Í viðtali við DV í mars greindi hann frá því að sprengjunni hefði verið beint gegn forsætisráðherra. „Hún átti að fara til Jóhönnu en ég fann ekki hvar hún á heima.“ Fyrir tveimur vikum var svo sagt frá því í Fréttablaðinu að ríkissaksóknari hefði fellt málið niður. „Við töldum okkur ekki geta heimfært þetta undir nein refsiákvæði,“ sagði Helgi Magn- ús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Engin réttarhöld, engar rakettur, málið dautt. GUY FAWKES tókst ekki að sprengja upp þinghúsið. Honum var samt harðlega refsað og þannig þau skilaboð send um lendur allar að það væri ekki í lagi að reyna. Á Íslandi reyndi maður að sprengja Stjórnar- ráðið en mistókst. Hvað segir vararíkis- saksóknari við því: „Það er staðreynd að þessi svokallaða sprengja sprakk við hlið- ina á honum en það sást hvorki á honum né veggnum.“ Fordæmið sem ríkissaksóknara- embættið setur er að það sé í lagi að reyna svo lengi sem það sést ekki far. Aðför að forsætisráðherra er aðför að lýð- ræðinu. Maður hefði haldið að slíkt bæri að líta alvarlegum augum. „Þessi svokallaða sprengja“LÁRÉTT2. skrifa, 6. skóli, 8. ílát, 9. kk nafn, 11. þys, 12. skipulag, 14. þinga, 16. pot, 17. eyrir, 18. óðagot, 20. tvö þúsund, 21. traðkaði. LÓÐRÉTT 1. mjög, 3. tónlistarmaður, 4. próf- uðum, 5. tímabils, 7. vilsa, 10. svelg, 13. kvk nafn, 15. handa, 16. marg- sinnis, 19. eldsneyti. LAUSN LÁRÉTT: 2. skrá, 6. fg, 8. ker, 9. ari, 11. ys, 12. röðun, 14. funda, 16. ot, 17. aur, 18. fum, 20. mm, 21. tróð. LÓÐRÉTT: 1. afar, 3. kk, 4. reyndum, 5. árs, 7. gröftur, 10. iðu, 13. una, 15. arma, 16. oft, 19. mó. Túlli Grimmi Klikkó Drápi Það er sko greinilegt að Drápi er heilinn í bandinu og gefur þeim auka karakter! Ég mundi halda það! Guð minn góður... Hvíti bangsinn minn er að breytast í ógeðslega gulan. Ég hef smurt mig með brúnkukremi, sem nuddast örugglega á bangsann þegar ég velti mér um í rúminu á næturna. Hvað finnst þér um þetta? Mjög margt, en ekkert um bangsann. FJALLAKLIFU R Við ætluðum að gera það. Ég hélt að þú og Solla ætluðuð að skipta síðustu kökusneiðinni jafnt. En Solla segir að hún eigi að fá stærri sneið af því hún er eldri, og líka af því að hún er stelpa... Rétt skal vera rétt. Jafnrétti skiptir mig mestu máli.Við berum út sögur af frægu fólki Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is Birtingur treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Séð og heyrt B ra n de n bu rg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.