Fréttablaðið - 08.11.2012, Qupperneq 20
20 8. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Ofsóknir, þrálát áreitni, stríðni og ofbeldi. Allt
eru þetta orð sem koma upp
í tengslum við skilgreiningu
orðabókar á hugtakinu einelti.
Þessi orð lýsa ekki saklausri
háttsemi, þvert á móti, alvar-
legu ofbeldi, sem í eðli sínu er
niðurbrjótandi. Í því felst að
niðurlægja, móðga, særa, mis-
muna og ógna manneskju ítrek-
að. Kynferðisleg áreitni fellur
hér undir, en einnig andlegt og
líkamlegt ofbeldi.
Einelti fær aðeins þrifist að
samfélagið leyfi það, að hinir
þöglu áhorfendur aðhafist ekki,
horfi í aðra átt, oftast fremur
vegna andvaraleysis en illsku.
Þess vegna getum við, hvert og
eitt, lagt okkar lóð á vogarskál-
arnar í að útrýma einelti. Það
gerum við með því að hafa góð
áhrif á okkar eigið umhverfi,
beita ekki valdi í samskiptum,
bera virðingu fyrir fjölbreyti-
leikanum og neita að taka þátt í
þögninni.
Í dag, 8. nóvember, gefst
okkur tækifæri til að sýna tákn-
rænan stuðning við baráttuna
gegn einelti og gegn þögninni.
Við, sem undir þetta ritum,
hvetjum alla sem vettlingi geta
valdið til að hringja bjöllum
eða þeyta flautur, um allt land,
helst um allan heim, á slaginu
13.00 í sjö mínútur, eina mínútu
fyrir hvern dag vikunnar.
Baráttan gegn einelti veltur á
okkur öllum. Við getum stöðvað
það.
Sjá nánar:
www.gegneinelti.is
Hringjum bjöllum
gegn einelti
Heimskautaísinn hopar stöðugt og veitir aðgang að svæðum
sem áður var ekki aðgangur að
sökum ísalaga árið um kring. Olía
og jarðgas eru nú sótt á staði sem
áður fyrr voru utan hagkvæmra
nýtingarsvæða og flutt á mark-
aði. Samt fyrirfinnst ógrynni olíu
og jarðgass suður í löndum sem
hægt er að ná til með mun minni
tilkostnaði en á norðurskautinu. Þá
eru öll álitaefni um afmörkun og
skiptingu landgrunnsins norður
frá enn óleyst.
Umræður um ný tækifæri á
norðurslóðum eru verulegar.
Umræðurnar virðast þó hafa farið
fram úr áþreifanlegum aðgerðum
sem búið geta strandríki umhverf-
is norðurskautið undir að samnýta
ný tækifæri á norðurslóðum. Þessi
umræða er orðin að skrumiðnaði
þar sem sægur manna keppist við
að segja aftur og aftur sama hlut-
inn en með ólíkum orðum þó.
Nýframkvæmdir og hönnun
samgöngumannvirkja, mann-
virkjagerð og lagning járnbrauta
og gerð hafna og flugvalla eru í
engu samræmi við umræður og
umfang þeirra væntinga sem vakt-
ar hafa verið. Þetta er vísbending
um að umræðurnar séu kænsku-
bragð manna sem ekki leggja sjálf-
ir fullan trúnað á það sem þeir
eru að segja og að það séu fyrst
og fremst pólitískar brellur hjá
þeim að tala í síbylju um nýja þýð-
ingu norðurskautsins og ný tæki-
færi strandríkja norðurslóða til að
mynda í tengslum við byggðamál
og umhverfismál.
Orð án hugsana
Árangur ríkissjóðs –
frá vöxtum í velferð
Það eru orð að sönnu að sú tíð er liðin að vinstri stjórnir
eyði meiru en hægri stjórnir.
Hafi það nokkurn tímann verið
annað en áróðursfullyrðing að
hægri menn væru gætnari í
meðferð opinberra fjármuna en
vinstri menn. Hvarvetna austan
hafs sem vestan er hafin tiltekt
eftir óráðsíu nýfrjálshyggjunn-
ar á undanförnum áratugum.
Endurreisnin gengur best þar
sem leikurinn er jafnaður.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar-
dóttur, sem nú er á sínu fjórða
ári, hóf sína vegferð í samráði
við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og
færustu hagfræðinga Íslands.
Hún valdi í samræmi við pólit-
ískar hugsjónir jafnaðar manna
blandaða leið sem reynst hefur
farsæl. Nauðsyn legt var að
skera niður ríkisútgjöld. Við
eyddum meira en við öfluðum.
Um leið voru skattar hækkaðir
á þeim sem höfðu bak til að
bera auknar byrðar. Þeim var
hlíft eftir mætti sem höllum
fæti stóðu. Þá var reynt að
halda uppi kaupmætti lágtekju-
og millitekjufólks þannig að
heildareftirspurn í hag kerfinu
legði grunn að hagvexti. Þessi
stefna hefur gengið upp. Á
Íslandi hefur hagkerfið vaxið á
meðan víða annars staðar, þar
sem kreppan hefur verið látin
bitna á almenningi, er viðvar-
andi samdráttur.
Við erum á réttri leið með
því að lækka skuldabyrði ríkis-
sjóðs sem hlutfall af fram-
leiðslu landsins af vöru og þjón-
ustu (VLF). Það er mikilvægt.
Staða Íslands er þó enn mjög
alvarleg. Heildarskuldir munu
nema í lok árs um 1.497 millj-
örðum króna sem er um 85% af
VLF og hafa lækkað um 5% frá
fyrra ári. Kostnaður af lántöku
til þess að styrkja gjaldeyris-
forðann, gjaldið fyrir endur-
reisn fjármálakerfisins og veik-
ing skattstofna ríkisins hafa
leitt okkur í þessa stöðu. Ef litið
er hins vegar á hreina skulda-
stöðu ríkis sjóðs Íslands, en þar
er tekið mið af veittum lánum,
kröfum ríkissjóðs, handbæru
fé og gjaldeyrisvaraforða, þá er
áætlað að hún nemi 794 millj-
örðum króna í lok þessa árs sem
jafngildir um 45% af VLF.
Hvernig sem litið er á málin
verðum við að gæta ítrustu
varúðar í útgjöldum þótt rofað
hafi til. Við verðum að temja
okkur aðhaldssemi og varkárni
í ráðstöfun opinbers fjár. Nú
er okkur að takast að loka fjár-
lagagatinu sem skall á okkur
eftir hrun, svo við getum
farið að greiða niður skuldir
og breyta alltof háum vaxta-
greiðslum í velferð. Við þurfum
að sameinast um það sem er
nauðsynlegt eins og tækjakaup
til Landspítalans og fjórðungs-
sjúkrahúsa sem varðar þjóðar-
hag, en láta annað bíða betri
tíma.
Samanburður á milli ríkja
sýnir að ábyrgð er mest í fjár-
málastjórn hins opinbera þar
sem jafnaðarmenn hafa haft
langvarandi ítök. Norrænu ríkin
eru meðal stöðugustu og sam-
keppnishæfustu ríkja heims. Í
þeirra hópi eigum við að vera.
Við tökum mið af þeim og hvik-
um ekki frá norrænni velferðar-
stefnu í stjórn fjármála ríkisins.
Fjármál
Katrín
Júlíusdóttir
fjármála- og
efnahagsráðherra
Á Íslandi hefur hagkerfið vaxið á meðan
víða annars staðar, þar sem kreppan
hefur verið látin bitna á almenningi, er
viðvarandi samdráttur.
Verum góðar fyrirmyndir og
vöndum okkur í samskiptum
Reynslan og rannsóknir hafa sýnt að til þess að takast á við
einelti og annað ofbeldi í skólum
þarf að horfa á samskipti í víðu
samhengi. Með réttum viðhorf-
um hinna fullorðnu og með því
að kenna börnum að eiga sam-
skipti sem einkennast af lýðræðis-
legum gildum er hægt að byggja
upp menningu þar sem einelti er
hafnað og börn búa við öryggi.
Í tilefni dags gegn einelti þann
8. nóvember leggur skóla- og frí-
stundasvið Reykjavíkurborgar
ásamt verkefnastjórn um aðgerð-
ir gegn einelti, samstarfs verkefni
þriggja ráðuneyta, því sérstaka
áherslu á mikilvægi góðra sam-
skipta.
Flestir eru væntanlega sam-
mála um að fáir eiginleikar séu
eftirsóknarverðari en einmitt sá
hæfileiki að geta átt góð samskipti
við annað fólk. Þetta má m.a. sjá í
fjölmörgum atvinnuauglýsingum
þar sem tekið er fram að góðir
samskiptahæfileikar séu skilyrði
fyrir ráðningu í starfið. Pesta-
lozzi-stofnunin, sem framfylgir
menntastefnu Evrópuráðsins um
skóla án ofbeldis, leggur megin-
áherslu á að hvetja skóla til að
auka skipulega nám í sam skiptum
þar sem nemendur tileinka sér
lýðræðisleg gildi. Þannig læra
þeir að hlusta á ólík sjónarmið,
að leysa ágreining, sýna sam-
kennd, taka ábyrgð og bera virð-
ingu fyrir skólasystkinum sínum,
hvernig sem þau eru. Nám í sam-
skiptum þarf að samþætta öllu
námi og starfi barnanna og vefa
inn í allt skóla- og frístundastarf
en má ekki einskorða við af-
markaðar kennslustundir.
Áherslur Pestalozzi eru í góðu
samræmi við grunnþætti mennt-
unar í leik-, grunn- og framhalds-
skólunum, heilbrigði og velferð,
lýðræði og mannréttindi og jafn-
rétti. Það sama á við um niður-
stöður viðamikillar rannsóknar
sem sænsk skólayfirvöld, Skol-
verket, unnu í samstarfi við þrjá
þarlenda háskóla. Í niðurstöð-
um hennar kemur m.a. fram að
þar sem minnst einelti mælist í
skólum ríkir góður skólabragur,
áhersla er á samvinnu, skapandi
starf, samkennd og traust. Í þeim
skólum er einnig markvisst unnið
með grunngildi samskipta meðal
starfsmanna og nemenda. Auk
þess er unnið skipulega í eineltis-
málum, aðferðir eru þaulhugsaðar
og ábyrgð allra er skýr.
Nýlegar rannsóknir á einelti
sem gerðar voru í Danmörku
benda einnig til þess að fremur
ætti að líta á einelti sem félags-
legt fyrirbæri en vandamál ein-
staklinga. Með þessu er átt við
að einelti sé hluti neikvæðs sam-
skiptamynsturs sem nær að festa
rætur og því þarf að skoða einelti
í víðara félagslegu samhengi en
oft hefur verið gert.
Það voru hvorki börn né skól-
inn sem fundu upp einelti frekar
en annað ofbeldi þó svo stundum
mætti ætla annað af almennri
umræðu. Það þarf ekki annað en
að líta til þess hvernig vandamál
eru leyst í kvikmyndum sem börn
horfa á eða hvernig fólk tekst
stundum á við ágreining í fjöl-
miðlum, þ.m.t. á netinu. Ekki er
heldur víst að öll börn alist upp
við að bera virðingu fyrir fólki
óháð uppruna þess, skoðunum,
útliti eða framkomu.
Það er því ekki tilviljun að
slagorð þátttakenda í Pestalozzi-
áætluninni um skóla án ofbeldis
er „Convivencia starts with me
and ends with we“, sem má e.t.v.
útleggja: „Ef ég kýs að lifa í vin-
samlegu samfélagi þarf ég að
byrja á því að líta í eigin barm“.
Við eigum að sjálfsögðu að
gera kröfur um að aðrir virði rétt
okkar, barna okkar og nemenda
um líf án ofbeldis en við megum
heldur ekki gleyma að ígrunda
eigin viðhorf og ábyrgð og hvern-
ig við kennum börnum okkar og
nemendum að vera þátttakendur
í samfélagi án ofbeldis.
Í tilefni dags gegn einelti þann
8. nóvember hefur skóla- og frí-
stundasvið Reykjavíkur útbúið
sérstakan verkefnabanka með
tillögum sem kennarar og frí-
stundaráðgjafar geta nýtt í vinnu
með börnum til að efla færni
þeirra í samskiptum. Verkefna-
bankinn verður vistaður á heima-
síðu skóla- og frístundasviðs
www.skolarogfristund.is 1.-15.
nóvember nk. en verður eftir það
á innri vef skóla- og frístunda-
sviðs á vefsvæði verkefnisins Vin-
samlegt samfélag.
Í tengslum við daginn eru einn-
ig allir hvattir til að skrifa undir
þjóðarsáttmála gegn einelti, sem
er aðgengilegur á heimasíðunni,
www.gegneinelti.is. Með undir-
ritun sinni skuldbindur fólk sig
til að vinna gegn einelti og mark-
miðið er að fá sem allra flesta til
að skrifa undir sáttmálann.
Samfélagsmál
Nanna Kristín
Christiansen
verkefnastjóri á skóla-
og frístundasviði
Reykjavíkurborgar
Við eigum að sjálfsögðu að gera kröfur
um að aðrir virði rétt okkar, barna okkar
og nemenda um líf án ofbeldis en við
megum heldur ekki gleyma að ígrunda eigin viðhorf
og ábyrgð...
Samfélagsmál
Helga Björk
Magnúsdóttir
Grétudóttir
tónlistarkennari
og aktívisti
Ögmundur
Jónasson
innanríkis-
ráðherra
Norðurslóðir
Róbert Trausti
Árnason
Samtökum
atvinnulífsins