Fréttablaðið - 08.11.2012, Blaðsíða 56
8. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR44
sport@frettabladid.is
GUÐMUNDUR ÞÓRARINSSON er á leiðinni til Sarpsborg 08 sem vann sér sæti í norsku úrvalsdeildinni
á dögunum. Hann var lykilmaður í liði ÍBV í sumar en hann hóf ferilinn með Selfossi. ÍBV hefur samþykkt tilboð
norska liðsins og Guðmundur sjálfur náð samkomulagi um kaup og kjör. Það eina sem vantar er undirskriftin.
Ég benti á
þann leik-
mann sem
mér fannst
alltaf erfiðast
að spila
við. Það var
Gummi.
MATTHÍAS
VILHJÁLMSSON
LEIKMAÐUR
FH OG IK START
FÓTBOLTI IK Start frá Kristjáns-
sandi varð um helgina meistari í
norsku B-deildinni í knattspyrnu.
Þar lögðu tveir íslenskir knatt-
spyrnumenn hönd á plóg, þeir
Matthías Vilhjálmsson og Guð-
mundur Kristjánsson. Báðir komu
sem lánsmenn frá sínum félögum
(FH og Breiðabliki) en þeir hafa
fullan hug á því að spila með lið-
inu í úrvalsdeildinni á næsta ári.
Start samdi við FH um forkaups-
rétt á Matthíasi en hann gildir til
1. desember. Sams konar samn-
ingur á milli Starts og Breiða-
bliks rann hins vegar út þann 15.
október.
„Það eina sem ég veit er að
félögin eru að tala saman,“ sagði
Guðmundur við Fréttablaðið. „Ég
er sjálfur búinn að ná samkomu-
lagi við Start og nú er þetta í hönd-
um félaganna. Menn segja mér hér
úti að hafa engar áhyggjur – en það
er aldrei hægt að slá neinu föstu í
knattspyrnunni.“
Matthías tekur í svipaðan streng
en vonast til þess að þetta gangi í
gegn án vandkvæða. „Mér finnst
að ég eigi það skilið frá Start og
FH enda hef ég verið hliðhollur
báðum félögum,“ segir Matthías.
Tróð upp í þjálfarann
Matthías hefur spilað sem sóknar-
maður allt tímabilið og gengið vel.
Hann hefur skorað átján mörk á
tímabilinu og er markahæsti leik-
maður deildarinnar ásamt einum
öðrum fyrir lokaumferðina sem
fer fram um helgina. „Það hefur
gengið rosalega vel,“ segir hann.
„Ég var heppinn að mér tókst að
byrja vel og það létti á pressunni.
Síðan hefur liðið allt lagt mikið á
sig og staðið sig vel eftir því.“
Við komuna til Noregs sagði
þjálfari Starts við Matthías að
hann vildi fá tíu mörk frá honum
þetta tímabilið. „Mér fannst það
móðgandi og viðeigandi að troða
upp í hann með þessum hætti,“
sagði hann og hló.
Matthías spilaði sem fremsti
miðjumaður hjá FH í leikkerfinu
4-3-3. Nú spilar hann í tveggja
manna sóknarlínu, líkt og íslenska
landsliðið gerir undir stjórn Lars
Lagerbäck.
„Þetta er ólíkt því sem
ég gerði hjá FH en það
hefur samt gengið vel. Ég
hef þó spilað með nýjum
sóknarmanni í nánast
hverjum leik enda búið að
vera mikið um meiðsli í
hópnum í sumar.“
Erfitt að finna taktinn í
flakkinu
Það kom meira að segja
til þess að þeir Guðmund-
ur og Matthías spiluðu
saman í sókninni í tveim-
ur leikjum í sumar. Guð-
mundur hefur reyndar
spilað í flestum stöðum á
vellinum hjá Start í sumar
– öllum nema markinu.
„Við erum með lítinn
hóp og þegar menn
meiddust var ég settur
á flakk. Mér fannst ég
leysa það ágætlega en
það var engu að síður
nokkuð erfitt að finna
taktinn almennilega,“
segir Guðmundur, sem
hefur fengið að halda
sig á miðjunni á seinni
hluta tímabilsins.
„Þá hef ég átt mína
bestu leiki og mér
fannst okkur ganga
betur á seinni hluta
tímabilsins,“ segir
Guðmundur. „Heilt yfir
er ég mjög sáttur við sumarið enda
er þetta búið að vera mjög gaman.“
Þess má geta að Guðmundur
var fenginn til Start eftir ábend-
ingu Matthíasar. „Hópurinn var
enn í mótun þegar ég kom fyrst
út og þjálfarinn spurði mig um
fleiri íslenska leikmenn. Ég benti
á þann leikmann sem mér fannst
alltaf erfiðast að spila við. Það var
Gummi,“ segir Matthías.
Stefni á landsliðið
Matthías var valinn í íslenska
landsliðið sem mætir Andorra
í vináttulandsleik síðar í
mánuðinum. Guðmundur þarf þó
að bíða enn eftir sínu tækifæri.
„Það hefði auðvitað verið gaman
að fá tækifærið nú en ég var ekki
endilega að gera mér miklar vonir
um það. Við eigum marga góða
miðjumenn og þjálfarinn skoðar
kannski ekki leikmenn í norsku B-
deildinni allra fyrst. Ég á kannski
betri möguleika á næsta ári ef ég
spila í efstu deild hér úti en mark-
miðið hjá mér er auðvitað að verða
betri og komast í landsliðið.“
Gef bara á Matta
Sem fyrr segir er Matthías nú
markahæstur í norsku B-deildinni
ásamt einum öðrum leikmanni
með átján mörk. Guðmundur
segir að liðið hafi í raun ekki upp
á mikið að spila í loka umferðinni
nema að hjálpa Matthíasi að vinna
markakóngstitilinn.
„Ég hugsa að ég gefi á hann eins
mikið og ég mögulega get,“ segir
Guðmundur í léttum tóni.
eirikur@frettabladid.is
Markahrókur og þúsundþjalasmiður
Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson áttu báðir frábært tímabil með IK Start í norsku B-
deildinni. Liðið varð meistari um síðustu helgi en báðir vilja spila með liðinu í úrvalsdeildinni á næsta ári.
FAGNAÐ Guðmundur Kristjánsson hefur skorað sex mörk fyrir Start á tímabilinu. Hér
er honum fagnað af liðsfélögum sínum. Matthías Vilhjálmsson er lengst til hægri.
MYND/FÆDRELANDSVENNEN
Matthías Vilhjálmsson
Fæddur: 30. janúar 1987 (25 ára)
Tímabilið hjá Start: 31 leikur / 19 mörk
Fyrri félög: FH, Colchester (lán), BÍ.
Leikir/mörk á Íslandi: 151/52
A-landsleikir: 9 (1 mark)
Guðmundur Kristjánsson
Fæddur: 1. mars 1989 (23 ára)
Tímabilið hjá Start: 30 leikir /8 mörk
Fyrri félög: Breiðablik, Haukar (lán)
Leikir/mörk á Íslandi: 99/18
A-landsleikir: 5
Dominos-deild kvenna
Njarðvík - Valur 66-71
Njarðvík: Lele Hardy 25, Guðlaug Björt Júlíusdóttir
14, Eyrún Sigurðardóttir 13, Salbjörg Sævarsd. 10.
Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 16, Alberta Auguste
14, Unnur Ásgeirsdóttir 13, Hallveig Jónsdóttir 8,
Ragnheiður Benónísdóttir 6, Þórunn Bjarnad. 5.
N1-deild kvenna
ÍBV - Haukar 28-24 (14-11)
Mörk ÍBV: Simone Vintale 7, Grigore Gorgata 5,
Ivana Mladenovic 5, Drífa Þorvaldsdóttir 4.
Mörk Hauka: Marija Gedroit 9, Karen Sigurjóns-
dóttir 4, Elsa Árnadóttir 4, Viktoría Valdimarsd. 2.
Meistaradeild Evrópu
E-RIÐILL
Chelsea - Shakhtar Donetsk 3-2
1-0 Fernando Torres (6.), 1-1 Willian (9.), 2-1
Oscar (40.), 2-2 Willian (46.), 3-2 Victor Moses
(90.+3)
Juventus - Nordsjælland 4-0
1-0 Claudio Marchisio (6.), 2-0 Arturo Vidal (23.),
3-0 Sebastian Giovinco (37.), 4-0 Fabio Quaglirella
(75.)
Staðan: Chelsea 7, Shakhtar 7, Juve 6, Nord sjæ. 1.
F-RIÐILL
FC Bayern - Lille 6-1
1-0 Bastian Schweinsteiger (5.), 2-0 Claudio
Pizarro (18.), 3-0 Arjen Robben (23.), 4-0 Claudio
Pizarro (28.), 5-0 Claudio Pizarro (33.), 5-1 Sal-
omon Kalou (56.), 6-1 Toni Kroos (65.)
Valencia - Bate 4-2
1-0 Jonas (26.), 2-0 Roberto Soldado, víti (29.),
3-0 Sofiane Feghouli (51.), 3-1 Renan Bressani
(52), 3-2 Dmitri Mozolevski (83.) (83.), 4-2
Sofiane Feghouli (86.).
Staðan: Valencia 9, Bayern 9, BATE 6, Lille 0.
G-RIÐILL
Celtic - Barcelona 2-1
1-0 Victor Wanyama (21.), 2-0 Tony Watt (82.), 2-1
Lionel Messi (90.+1)
Benfica - Spartak Moskva 2-0
1-0 Oscar Cardozo (54.), 2-0 Oscar Cardozo (69.)
Staðan: Barcelona 9, Celtic 7, Benfica 4, Sparta 3.
H-RIÐILL
Braga - Man. Utd 1-3
1-0 Alan, víti (48.), 1-1 Robin van Persie (90.+2)
1-2 Wayne Rooney, víti (90.+6), 1-3 Javier
Hernandez (90.+14)
CFR Cluj - Galatasaray 1-3
0-1 Burak Yilmaz (18.), 1-1 Moudou Sougou (53.),
1-2 Burak Yilmaz (60.), 1-3 Burak Yilmaz (73.)
Staðan: Man. Utd. 12, Galat. 4, Cluj 4, Braga 3.
Þýska úrvalsdeildin
Hamburg - Rhein-Neckar Löwen 23-30
Alexander Petersson skoraði 5 mörk fyrir Löwen.
Kiel - Flensburg 34-27
Aron Pálmarsson skoraði 5 mörk fyrir Kiel og
Guðjón Valur Sigurðsson 2. Arnór Atlason skoraði
2 fyrir Flensburg.
Meistaradeild Evrópu
Bardolino Verona - LdB FC Malmö 0-2
Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrir Malmö, sem
er komið í 8-liða úrslit keppninnar.
ÚRSLIT
SKAPANDI AUÐLINDASÝN
ALDARMINNING KRISTJÁNS FRIÐRIKSSONAR
MÁLÞING Í FYRIRLESTRASAL ÞJÓÐMINJASAFNSINS
FÖSTUDAGINN 9. NÓVEMBER 2012 KLUKKAN 14.00
Haraldur Ólafsson mannfræðingur rifjar upp hugmyndir
Kristjáns um farsældarríki og manngildisstefnu;
Daði Már Kristófersson auðlindahagfræðingur fjallar um
hugmyndir Kristjáns um fiskveiðistjórnun, auðlindaskatt,
líf- og hagkeðju sem kallast á við sjálfbærnihugsjón samtímans;
Ingibjörg Jóhannsdóttir skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík
ræðir skapandi skólahugmyndir Kristjáns, lífrænt skólastarf og
samþættingu hugar og handar;
Friðrik Daníelsson efnaverkfræðingur segir sögu af iðnaðar-
áformum Kristjáns;
Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur gluggar í Útvarpstíðindin og
uppeldisbækurnar í tengslum við hugsjónina um virkan opin-
beran vettvang.
Jón Sigurðsson, fyrrverandi rektor á Bifröst, vinur og samstarfs-
maður Kristjáns setur hugmyndir og æviatriði hans í samhengi
og stýrir fundi.
Aðgangur frír og kaffiveitingar í lokin. Allir hjartanlega velkomnir!
HANDBOLTI Patrekur Jóhannes-
son, landsliðsþjálfari Austurríkis,
fer ágætlega af stað með austur-
ríska liðið í undankeppni EM 2014.
Austur ríki valtaði yfir Bosníu,
35-24, í fyrsta leiknum og tapaði
svo fyrir Rússum á útivelli, 38-31.
Þetta er mjög erfiður riðill enda er
Serbía fjórða liðið í riðlinum.
„Það var mjög langt og erfitt
ferðalag til Rússlands. Samt var
gaman þegar við komum þang-
að því fyrsti maður sem ég hitti
var Alexander Tutschkin, en við
lékum saman hjá Essen í gamla
daga,“ sagði Patrekur, en Tutschk-
in er framkvæmdastjóri liðsins í
bænum þar sem leikurinn fór fram
og sá um að skipuleggja leikinn.
„Bosníuleikurinn var frábær hjá
okkur og fyrri hálfleikurinn þar
er einn sá besti sem ég hef komið
nálægt. Í stöðunni 3-3 skorum við
tíu mörk í röð og göngum frá leikn-
um. Þetta er það sem maður óskar
sér í hverjum leik en upplifir sjald-
an. Það gekk allt upp,“ sagði Pat-
rekur kátur.
„Gegn Rússunum var jafnt
fyrstu tíu en síðan tóku þeir yfir
og keyrðu yfir okkur. Þeir voru
bara sterkari.“
Patrekur er með mjög ungt lið í
höndunum og hans hlutverk er að
byggja upp nýtt lið hjá Austurríki.
„Við erum með nýjan línumann.
Hægri skyttan er tvítug, vinstri
hornamaðurinn 19 ára en ákaf-
lega efnilegur. Ég er því sáttur
við þessa byrjun hjá okkur,“ sagði
Patrekur en hann veit sem er að
róðurinn verður erfiður í undan-
keppninni.
Forkólfar austurríska hand-
knattleikssambandsins gera sér
grein fyrir því að riðillinn er
erfiður og að liðið standi á ákveðn-
um tímamótum.
„Ég er að breyta liðinu. Það eru
nokkrir hættir síðan ég byrjaði.
Ég reyni samt að halda í þessa
eldri eins og Victor Szilagyi og
Marinovic markvörð eins lengi
og ég get. Það er gott að hafa þá
með ungu mönnunum. Ég heyri
ekki annað en að þeir séu ánægð-
ir með mig og vilji gera langtíma-
samning. Ég er samt ekkert að
flýta mér og er ánægður hjá þeim
og sé að það er efniviður til staðar
að búa til gott lið.“
Patrekur segir að helsti höfuð-
verkurinn í austurríski boltanum
væri aftur á móti sá að allt of fáir
ungir leikmenn fengju tækifæri
með félagsliðunum.
Í stað þess að treysta á unga
menn, eins og gert er á Íslandi
til að mynda, sækja Austurríkis-
menn eldri leikmenn til nágranna-
landanna.
„Ég hef verið að ræða þetta
vandamál við þá en geri mér grein
fyrir því að það er ekkert auðvelt
verk að ætla að breyta menning-
unni sem er þar til staðar. Ég verð
því að vinna með þá menn sem eru
þó að koma upp í deildinni en það
er svona 5-6 lofandi leikmenn þar
núna.” - hbg
Ánægja með störf Patreks Jóhannessonar hjá austurríska handboltasambandinu:
Patrekur fær líklega langtímasamning
SÁTTUR Patreki gengur vel í Austurríki og
verður líklega áfram með landsliðið þar í
landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM