Fréttablaðið - 08.11.2012, Side 52
8. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR40 40
popp@frettabladid.is
7.500 kr.
Verð áður 10.900 kr.
Little fat
3.000 kr.
Verð áður 4.800 kr.
Cable Box
2.500 kr.
Verð áður 5.000 kr.
Eyeleds
7.990 kr.
Verð áður 11.500 kr.
Lux W1
78.800 kr.
Verð áður 125.000 kr.
Sera
3.000 kr.
Verð áður 4.800 kr.
Cable Nest
1.000 kr.
Verð áður 2.400 kr.
Cable clip
Skipholti 37
Sími 568 8388
Opið laugardaga frá 11-16
Láttu drauminn rætast!
Til að rýma fyrir nýjum og glæsilegum
vörum bjóðum við úrval ljósa og fylgihluta
á frábæru verði í nokkra daga.
5.000 kr.
Verð áður 7.900 kr.
Junior
Bíó ★★★★ ★
Berberian Sound Studio
Leikstjórn: Peter Strickland.
Leikarar: Toby Jones, Cosimo
Fusco, Tonia Sotiropoulou,
Susanna Cappellaro, Antonio
Mancino
Þessi óvenjulega hrollvekja segir
frá Gilderoy, miðaldra breskum
hljóðmanni sem ferðast til Ítalíu
til að hljóðsetja kvikmynd. Starfs-
menn Berberian-hljóðversins
eru stórfurðulegir og eigandinn
sjálfur er sérstaklega óvinsam-
legur. En Gilderoy er fagmaður
og ákveður því að staldra við og
klára verkið.
Það er nærri ómögulegt að
segja nánar frá söguþræðinum, en
mörk alvöru og ímyndunar verða
óskýrari eftir því sem líða tekur
á myndina. Er Gilderoy geðveik-
ur eða er hann ef til vill staddur í
helvíti? Toby Jones fer með hlut-
verk hans og heldur uppi mest-
um þunga myndarinnar á eigin
spýtur. Frábær leikari sem ég hef
aldrei fyrr séð í aðalhlutverki.
Sjónrænar og hljóðrænar til-
vísanir í ítalskar hrollvekjur 8.
áratugarins eru óteljandi og við
fáum meira að segja að heyra í
öldruðu giallo-drottningunni Suzy
Kendall í nokkrum stuttum atrið-
um. Tónlistin er samin af ensku
indie-sveitinni Broadcast og tekst
henni að skapa magnaðan hljóð-
heim sem byggir að miklu leyti á
gamalli kvikmyndatónlist, en er
þó miklu meira en bara eitthvað
retró-hjakk.
Það er nær ómögulegt að
afgreiða Berberian Sound Stud-
io með stjörnugjöf. Hún fer með
áhorfandann í ferðalag en keyrir
svo til Krýsuvíkur og skilur hann
eftir. Hún er sérhæfð, óræð og
artí. En hún mun finna sinn mark-
hóp. Ég er handviss um það.
Haukur Viðar Alfreðsson
Niðurstaða: Ein forvitnilegasta
mynd ársins.
Keyrt til Krýsuvíkur
BERBERIAN SOUND STUDIO Mynd Peters Strickland er sérhæfð, óræð og artí en
mun finna sinn markhóp, að mati gagnrýnanda Fréttablaðsins.
„Þetta byrjaði með því að við Val-
gerður fórum í líkamsræktarátak
okkar á milli,“ segir Sesselja Vil-
hjálmsdóttir, sem ásamt Valgerði
Halldórsdóttur hefur hannað
snjallsímaforritið Kinwins.
Kinwins er hvatningarleikur
sem gengur út á að gera notendur
sína að betri mönnum og stuðla að
heilbrigðu líferni. Notandinn skrá-
ir inn dagleg verkefni og safnar
stigum. Hægt er svo að deila verk-
efnunum með vinum og fjölskyldu
og hvetja hver annan áfram.
„Þetta er á sama tíma sam-
félagsmiðill þar sem hægt er að
tengjast fjölskyldu og vinum en
einnig er hægt að hafa þessar
upplýsingar fyrir sig og keppast
um að ná betri árangri,“ segir
Sesselja en rúmt ár hefur tekið að
þróa leikinn sem iPhone-notendur
geta núna hlaðið frítt niður í sím-
ana sína.
Í framtíðinni er svo markmið
Kinwins að notendur þess geti
nálgast ýmsar tölfræðilegar upp-
lýsingar um sínar hverdagslegu
athafnir og séð hvað má betur fara
í átt að heilbrigðara lífi og aukinni
vellíðan.
Sesselja og Valgerður gerðu
fyrir nokkru síðan frumkvöðla-
heimildarmyndina The Startup
Kids og hönnuðu borðspilið Heila-
spuna. Þær voru langt komnar
með Facebook-leik byggðan á
Heilaspuna þegar hugmyndin að
Kinwins kom upp. En þarf maður
ekki að búa yfir mikilli tölvufærni
til að búa til smáforrit? „Við erum
báðar mjög tölvuvænar og getum
bjargað okkur en í þessu verk-
efni fengum við forritunarteymi
til liðs við okkur,“ segir Sesselja,
en verkefnið er styrkt af Tækni-
þróunarsjóði.
Sesselja og Valgerður stefna svo
á að markaðssetja leikinn á heims-
vísu á næstunni enda telja þær að
leikurinn eigi erindi við alla. „Við
erum tilbúnar með markaðsefni
á heimsvísu og bíðum bara eftir
grænu ljósi að utan. Kinwins snýst
um að fá yfirsýn og kortleggja líf
sitt og á sama tíma auka hæfileika
sína. Það hlýtur að eiga erindi við
alla.“ Hægt er að nálgast frekari
upplýsingar á Kinwins.com.
alfrun@frettabladid.is
Líkamsræktarátakið varð
að nýju snjallsímaforriti
KINWINS Hugmyndin að snjallsímaforriti Sesselju og Valgerðar kviknaði í líkamsræktarátaki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
1. Notandi skráir inn hvað hann er að gera,
til dæmis lesa, hlaupa, vinna eða borða.
Svo getur hann deilt því með vinum á
Kinwins eða á öðrum samfélagsmiðlum,
til dæmis á Facebook. Leikurinn snýst
um að safna stigum með því að nýta
hæfileika sína til hins ýtrasta.
2. Sem dæmi má taka að ef notandi skráir
inn að hann sé að elda eykur hann hæfi-
leika sína í eldamennsku. Á sama tíma
safnar hann fleiri stigum fyrir sömu
athöfn eins og að auka skapandi hugsun
og andlega vellíðan. Ef notandi skráir vini
sína með sér og staðsetningu fær hann
vinastig og stig fyrir að vera á nýjum stað.
3. Notandinn getur færst á milli borða
með stigasöfnun í mismunandi flokkum.
Flokkarnir eru heilsa, líkamlegt atgervi, skapandi hugsun, hve góður
maður er í höndunum, fróðleiksfýsn, félagslyndi, ferðalög og reynsla.
4. Heildarleikurinn gengur út að reyna að færast upp um borð og eignast
betra hús í leiknum. Notendur geta síðan keppt við vini sína og borið
saman árangur sinn.
HVERNIG VIRKAR KINWINS
FRANK LAWRENCE hefur skuldbundið sig til að leikstýra þriðju
myndinni í Hunger Games-þríleiknum. Tökur á annarri myndinni standa yfir
um þessar mundir með Lawrence við stjórnvölinn.
Franska leikkonan Marion Cotillard segist elska
breska menningu og vera mikill aðdáandi Radio-
head.
„Ég ímynda mér England sem blöndu af tísku
og tónlist. Þar finnst rokk og ról í öllu; konungs-
fjölskyldunni, pönkinu og borgarastéttinni. Bretar
eru bestir í tónlist og ég held upp á David Bowie, The
Rolling Stones, Radiohead, Bítlana og fleiri,“
sagði leikkonan í viðtali við Harper‘s Bazaar.
Cotillard segist einnig kunna að meta breska
sjónvarpsþáttagerð og í algjöru uppáhaldi
hjá henni er gamanþátturinn Absolutely
Fabulous. „Ég er mikill aðdáandi.“
Elskar breska menningu
ELSKAR BRETA Marion
Cotillard er mikill
aðdáandi breskrar
menningar.
3