Fréttablaðið - 08.11.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 08.11.2012, Blaðsíða 44
8. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR32 Tónlistardögum Dómkirkjunnar er nýlokið og meðal þess sem þar bar hæst var dagskrá helguð Pétri Guðjohnsen, fyrsta organista Dóm- kirkjunnar, en í ár eru 200 ár síðan hann fæddist. Meðal annars var frumflutt lag eftir Pétur sem talið er elsta íslenska tónsmíð fyrir gítar sem varðveist hefur og hugsanlega elsta íslenska einsöngslagið. „Una Margrét Jónsdóttir hjá Útvarpinu hafði nasasjón af því að ég væri að undir- búa þessa dagskrá, hafði samband við mig og sagðist hafa þessar handskrifuðu nótur Péturs í fórum sínum,“ segir Kári Þormar dómorganisti. „Hún er þess fullviss að lagið hafi aldrei verið flutt opinberlega og okkur fannst að það gæfist tæpast betri tími til þess að frumflytja það en á þessum tíma- mótum.“ Það var Svanur Vilbergsson sem lék lagið, sem nefnist Andvakan, á gítar og Hallveig Rúnarsdóttir söng. En eftir hvern er text- inn? „Það kemur hvergi í ljós,“ segir Kári. „Flest bendir til að þetta sé texti eftir Pétur sjálfan. Yfirskriftin er „Andvakan, söngs- ett ásamt meðspili fyrir guitar og til einkað andvökuskáldinu E.Y.E.“ Þetta eru einu upplýsingarnar og engin skýring gefin á því hvert andvökuskáldið er.“ Kári segir enga ákvörðun hafa verið tekna um framhaldið en þó hafi komið til tals að hljóðrita lagið. „Það kemur mjög vel til greina. Þetta lag hefur ekki komið fyrir sjónir manna og yfirleitt hefur verið talið að Pétur hafi einungis samið lag við einn sálm í sálmabókinni, þannig að það er full ástæða til að halda þessu á lofti í minningu hans.“ fridrikab@frettabladid.is Frumfluttu fyrsta íslenska gítarlagið ORGANISTI HEIÐRAÐUR Kári Þormar og Hallveig Rúnarsdóttir við fyrsta orgel Dómkirkjunnar, sem Pétur Guðjohnsen stóð fyrir að fá til landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS | VERSLANIR VODAFONE | VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 ÞAÐ ER GOTT AÐ GETA VALIÐ FIMMTUDAGUR ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS 254 KR. Á DAG FIMM FRÁBÆRAR STÖÐVAR Í EINNI ÁSKRIFT 21.45 Gossip Girl 20.10 Neyðarlínan 20.40 Person of Interest 21.25 Revolution 09.10 Stubbarnir 08.50 Doddi litli og Eyrnastór 08.25 Áfram Diego, áfram! 08.00 Dóra landkönnuður 09.00 UKI 09.35 Strumparnir 09.55 Mörgæsirnar frá Madagaskar 20.35 Suburgatory 21.00 Pretty Little Liars 22.00 Bridesmaids 20.00 Four Weddings and a Funeral 18.20 Run Fatboy Run 20.10 Stelpurnar 19.40 Strákarnir 20.30 Ríkið 19.00 Ellen 18.20 Doctors 20.10 Game Tíví 19.45 How I Met Your Mother 20.55 Friends 22.15 Fringe STÖÐ 2 KRAKKAR, STÖÐ 2 GULL, STÖÐ 2 BÍÓ OG POPPTÍVÍ FYLGJA FRÍTT MEÐ ÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 8. nóvember ➜ Félagsvist 20.00 Félagsvist Rangæinga og Skaft- fellinga verður haldin í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178. Allir velkomnir og gott með kaffinu. ➜ Sýningar 20.00 Nemendur myndlistardeildar Listaháskóla Íslands sýna í Tjarnarbíói. Sýningin ber heitið White cube mætir black box. ➜ Bókmenntir 17.00 Í tilefni af útgáfu skáldsögu Lýðs Árnasonar er efnt til útgáfuhófs í bóka- versluninni Iðu, Lækjargötu 2a. ➜ Tónlist 20.00 Stórtónleikar verða haldnir í Grafarvogskirkju til styrktar BUGL og Líknarsjóði Lkl Fjörgynar. Meðal þeirra sem fram koma eru Jón Jónsson, Védís Hervör, Stefán Hilmarsson, Eyjólfur Kristjánsson, Garðar Cortes og Greta Salóme. Miðaverð er kr. 3.500. 20.00 Útgáfutónleikar Friðriks Ómars verða haldnir í Hörpu í tilefni nýrrar sólóplötu hans. 21.00 Styrktartónleikar fyrir Sólskins- börn verða haldnir á Mánabar. Sólskins- börn eru samtök sem berjast gegn einelti og hjálpa eineltisþolendum og eru þau starfandi um allt land. Meðal þeirra sem fram koma á tónleikunum er Kiriyama Family, Eyþór Ingi, Hjalti úr Múgsefjun og Svavar Knútur. Miðaverð er kr. 1.500 og rennur ágóðinn óskertur til samtakana. 21.00 Hljómsveitin Kyrr leikur á Café Rosenberg. 21.00 Færeyska söngkonan Guðrið Hansdóttir heldur tónleika á Græna hattinum á Akureyri. Miðaverð er kr. 1.500. 21.30 Trúbadorarnir Bergur Thorberg, Oddur Albertsson, Magnús Einarsson og hr. Halli halda tónleika á Ob-La-Dí- Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Jessica Guse, aðjúnkt í þýsku við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur um slam-ljóðlist í stofu 106 í Odda Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og ber yfirskriftina Poetry Slam in Class for Foreign Languages. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.