Fréttablaðið - 08.11.2012, Qupperneq 46
8. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR34 34tónlist
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Í SPILARANUM
tonlist@frettabladid.is
Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds-
son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Skýringar:
TÓNLISTINN
Vikuna 31. október - 7. nóvember 2012
LAGALISTINN
Vikuna 31. október - 7. nóvember 2012
Sæti Flytjandi Lag
1 Ásgeir Trausti .....................................Dýrð í dauðaþögn
2 Retro Stefson ..............................................................Glow
3 Valdimar ......................................................................... Sýn
4 Ragnar Bjarnason / Jón Jónsson ...................... Froðan
5 Mumford & Sons ............................................. I Will Wait
6 Muse .....................................................................Madness
7 Rihanna ..............................................................Diamonds
8 Philip Philips .............................................................Home
9 Jónas Sigurðsson ...................................... Hafið er svart
10 Magni ..................................................................Augnablik
Sæti Flytjandi Plata
1 Ásgeir Trausti .....................................Dýrð í dauðaþögn
2 Skálmöld ............................................................Börn Loka
3 Retro Stefson ..............................................Retro Stefson
4 Valdimar ..............................................................Um stund
5 Of Monsters and Men ............My Head Is an Animal
6 Jóhann Jóhannsson ..................Copenhagen Dreams
7 Jónas Sigurðsson .............. Þar sem himin ber við haf
8 Steind. Anders. & Hilmar Ö. Hilmars. ...........Stafnbúi
9 Samaris.....................................................Stofnar falla EP
10 Mugison ........................................................... 5 CD Pakki
Rokkararnir í Soundgarden
hafa snúið aftur með nýja
plötu eftir fimmtán ára hlé.
Fyrsta smáskífulagið heitir
Been Away Too Long.
Eftir fimmtán ára hlé eru Seattle-
rokkararnir í Soundgarden mættir
aftur með nýja plötu, King Animal.
Síðan þeir komu aftur saman
fyrir tveimur árum hafa þeir verið
að taka upp ný lög og afrakstur-
inn er King Animal sem kemur
út eftir helgi. Upptökustjóri var
Adam Kasper sem hefur starfað
með Foo Fighters, Queens of the
Stone Age og Pearl Jam. Í nýlegu
viðtali við NME segir söngvarinn
Chris Cornell að á plötunni haldi
þeir áfram þar sem frá var horfið
á þeirri síðustu. „Allir meðlimirnir
semja lögin og þess vegna er þetta
mjög fjölbreytt plata,“ sagði hann.
Fyrsta smáskífulagið heitir Been
Away Too Long og þar er að sjálf-
sögðu vísað í hina löngu fjarveru
Soundgarden frá sviðsljósinu.
Hljómsveitin hætti störfum árið
1997, skömmu eftir að Down on
the Upside kom út. Sú plata fékk
fínar viðtökur. Hún náði öðru sæt-
inu á bandaríska Billboard-listan-
Soundgarden snýr aftur
ROKK OG RÓL! Chris Cornell og Kim Thayil á tónleikum með Soundgarden fyrir skömmu. Hljómsveitin gefur eftir helgi út plötuna
King Animal. NORDICPHOTOS/GETTY
um og tvö smáskífulög, Burden in
My Hand og Blow Up the Outside
World, fóru á toppinn.
Skömmu síðar, eða 1997, hætti
Soundgarden. Menn voru orðnir
þreyttir á stöðugu tónleikahaldi
og einnig hver á öðrum. Að auki
höfðu þeir deilt um framtíðarhljóm
sveitar innar. Söngvarinn Chris
Cornell vildi draga úr þungum gít-
arriffunum og prófa nýjar og létt-
ari slóðir, við litla hrifningu gítar-
leikarans Kim Thayil.
Cornell hafði í nógu að snúast í
„fríinu“. Hann hóf sólóferil og gaf
út Euphoria Morning árið 1999.
Tveimur árum síðar stofnaði hann
rokksveitina Audioslave með fyrr-
verandi meðlimum Rage Against
the Machine. Eftir gott gengi henn-
ar hætti Cornell og hún leystist
upp. Söngvarinn gaf út tvær sóló-
plötur til viðbótar, sem fengu held-
ur dræm viðbrögð.
Thayil spilaði inn á plötu Pro-
bot, hliðarverkefnis Dave Grohl,
en hafði sig annars lítið í frammi.
Trommarinn Matt Cameron hafði
meira að gera því hann spilaði með
The Smashing Pumpkins á plötunni
Adore en gekk svo til liðs við Pearl
Jam og hefur spilað inn á fjór-
ar plötur með þeirri sveit. Bassa-
leikarinn Ben Sheperd spilaði með
Mark Lanegan, fyrrverandi söngv-
ara Screaming Trees.
Soundgarden hefur verið á tón-
leikaferð á þessu ári og nýlega var
tilkynnt um spilamennsku á tón-
leikunum Hard Rock Calling sem
verða í Hyde Park í London næsta
sumar. Iggy & The Stooges og Cold
Chisel koma þar einnig fram.
freyr@frettabladid.is
Soundgarden var ein vinsælasta grugghljómsveitin á tíunda áratugnum. Hún
var ein margra slíkra sem voru á mála hjá útgáfunni Sub Pop. Soundgarden
varð fyrsta gruggsveitin til að semja við stórt útgáfufyrirtæki, A&M, en sló
ekki í gegn fyrr en Nirvana, Pearl Jam og Alice in Chains höfðu komið grugg-
inu á kortið. Vinsælasta plata hljómsveitarinnar var Superunknown. Hún
náði efsta sæti Billboard-listans og á henni voru smáskífulögin Black Hole
Sun og Spoonman.
EIN VINSÆLASTA GRUGGROKKSVEITIN
Fyrir þrjátíu árum þegar geisladiskurinn var nýr kostaði hann
töluvert meira út úr búð heldur en vínylplatan. Verðmunurinn var
útskýrður með háum framleiðslukostnaði og meiri gæðum. Þessi
nýja tækni var svo fullkomin, hljómurinn miklu betri og hlustand-
inn yrði laus við snarkið í þessum rispum sem alltaf kæmu á vínyl-
plöturnar með notkun.
Í dag er búið að snúa þessu alveg við. Nú er vínyllinn miklu
dýrari en geisladiskurinn.
Ástæðurnar eru hærri
framleiðslu kostnaður og
meiri gæði. Geisladiskur-
inn getur aldrei náð þess-
um hlýja og náttúrulega
hljómi sem vínyl platan
býður upp á. Og svo er
snarkið svo notalegt.
Verðmunurinn er augljós
þegar við berum saman
stóra og flotta pakka. Blur-boxið margrómaða sem kom út í sumar
er bæði fáanlegt á vínyl og CD. Í fyrrnefnda boxinu eru sjö vínyl-
plötur. Í því síðarnefnda er átján hljómdiskar og þrír mynddiskar.
Vínylboxið er samt dýrara. Annað dæmi er Bítla-boxið. Fyrir þrem-
ur árum komu allar Bítlaplöturnar út á CD. Steríó-útgáfan inniheld-
ur 16 diska og kostar um 35 þúsund krónur. Á mánudaginn koma
sömu plötur út í forláta vínylplötuboxi. Verðið á því slagar hátt í 60
þúsund …
Það þarf ekki að efast um að framleiðslukostnaður sé hærri á
vínyl, en framleiðslukostnaður er samt bara hluti af verðmynd-
uninni. Hann einn nægir ekki til að réttlæta þennan mikla mun.
Verðið fer líka eftir því hvað kaupandinn er tilbúinn að borga og í
dag eru kaupendur til í að borga miklu meira fyrir vínylinn. Hann
þykir eigulegri gripur og stofustáss á meðan geisladiskurinn er
ódýrt dót fyrir fjöldann. Það verður gaman að fylgjast með þróun-
inni í framtíðinni. Persónulega hef ég bara eitt mottó í sambandi við
þessi mál: Það er tónlistin sem skiptir mestu máli, ekki miðillinn …
Sagan endurtekur sig
BORN TO BE FREE með Borko er plata vikunnar ★★★★ ★
„Borko snýr aftur fjórum árum seinna með fína plötu.“ - TJ
Jónas Sigurðsson og Lúðra-
sveit Þorlákshafnar - Þar
sem himin ber við haf
Elíza Newman - Heimþrá Magni - Í huganum heim
Ráðstefna um eflingu lýðræðis á Íslandi í Ráðhúsi Reykjavíkur
laugardaginn 10. nóvember 2012 klukkan 10 til 15.
09.30 til 10:00:
Stúlknakórinn Graduale Nobili syngur nokkur lög
10.00 til 12.00:
Ráðstefnustjórar: Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri
innanríkisráðuneytis og Kristinn Már Ársælsson, stjórnarmaður í Öldu:
Ráðstefna og dagskrá kynnt
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra: Lýðræði á nýrri öld: Valdið til fólksins
Melissa Mark-Viverito, borgarfulltrúi í New York, og Donata Secondo,
verkefnisstjóri The Participatory Budgeting Project: Fjárhagsáætlunargerð með
þátttöku íbúa í New York
12:00 til 12.30 Matarhlé
12.30 til 13.15:
Ellý Katrín Guðmundsdóttir, borgarritari: Íbúalýðræði í Reykjavík
Jón Gnarr, borgarstjóri: Betri Reykjavík og beint lýðræði
13.15 til 14.50:
Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna: Börn mega
gagnrýna skólann!
Unnur Helgadóttir og Ásta Margrét Helgadóttir, ungmenni frá Ráðgjafarhópi
umboðsmanns barna: Maður þarf ekki að vera orðinn 18 til að hafa skoðun!
Martin Østerdal, framkvæmdarstjóri LNU, Landsrådet for norske barne- og
ungdomsorganisasjoner: Þátttaka barna og kosningar – kosningaaldur og leiðir
ungmenna til þátttöku í lýðræðislegu samfélagi
14.50 til 15.00
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra: Lokaorð
Ráðstefnan er öllum opin, ókeypis og aðgengileg.
Rit og táknmalstúlkun og túlkun erlendra fyrirlesara.
Bein útsending: Fjölmiðladeild Flensborgarskólans tekur upp og sendir út
dagskrá ráðstefnunnar frá vefsvæði sínu: www.gaflari.is
Nánari upplýsingar á vefsíðum Innanríkisráðuneytisins: irr.is, umboðsmanns
barna: barn.is, Reykjavíkurborgar: reykjavik.is og Öldu: alda.is.