Fréttablaðið - 08.11.2012, Page 19

Fréttablaðið - 08.11.2012, Page 19
FIMMTUDAGUR 8. nóvember 2012 19 Borgarstjóri New York-borgar hefur í nógu að snúast. Dag og nótt leitar hann lausna fyrir þá sem hafa misst heim- ili sín eða eru án rafmagns eftir storminn Sandy. Eyðilegg- ingin er mikil og áríðandi að allir leggist á eitt við að byggja upp. En það liggja fleiri erfið mál á borgarstjóranum sem eru ekki eins áríðandi en ekki síður mikilvæg. Íbúar borgarinn- ar, líkt og á öðrum vestrænum slóðum, hafa nefnilega fitnað úr hófi fram og enginn sér fyrir endann á þeim fjölmörgu vandamálum sem offitan skapar. Margt bendir til þess að óhófleg sykurneysla sé ein helsta orsök offitu, sérstaklega þegar kemur að börnum. Bloomberg borgar- stjóri er meðvitaður um þetta og segir gosdrykki einn stærsta óvininn. Hann hefur nú þegar staðið fyrir birtingu á orku- innihaldi á matseðlum og tak- mörkun á transfitusýru- og salt- innihaldi matvæla. Í mars 2013 verður innleitt nýtt bann þegar veitingastöðum í borginni verð- ur óheimilt að selja gos og sæta drykki stærri en 500 ml. Börn sem mælast of þung eða of feit eru mjög líkleg til að verða of þung á fullorðinsaldri. Í Bandaríkjunum er talað um að 77% barna sem eru of feit verði of feit sem fullorðnir ein- staklingar. Offita getur valdið alvarlegum sjúkdómum á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og krabbamein og aukið áhættu á þunglyndi, kvíða og félagslegum vandamálum. Vandamálið hefur fest sig í sessi og við sjáum beinan og óbeinan kostnað stóraukast og margir tala um offitufaraldur. Rannsóknir hafa sýnt fram á að sykur sé ávanabindandi. Sumir fullyrða að um svipaða fíkn sé að ræða og þá sem leiðir til áfengis- og vímuefnavanda. Flestum er ljóst að sykur, líkt og transfitusýrur, er vara sem í flestum tilfellum er komin lang- an veg frá því að vera náttúru- leg. Saga sykurframleiðslu er í raun lyginni líkust. Okkar elstu íbúar muna eftir miklum skorti á sykri og einstökum viðburði ef hægt var að lauma kandísmola til barns. Kornsíróp leysti hefð- bundinn sykur að miklu leyti af hólmi í kringum 1980 í mat- væla- og gosframleiðslu en þetta sætuefni kostar einungis brot af því sem hefðbundinn sykur kost- ar. Það fer illa saman að sykur hafi svona slæm áhrif á líkama barna okkar, sé ávanabindandi og kosti nánast ekki neitt. Einfaldar lausnir eins og að segja fólki að borða minna eða að hætta að borða ákveðn- ar matartegundir hafa ekki virkað vel. Hellt hefur verið yfir okkur skilaboðum um að t.d. brauðát, fitumagn, trans- fitusýrur eða okkar eigin gen séu vandinn. Það sem er hins vegar bölvanlegt er að nú snýst þetta ekki um okkur fullorðna fólkið, okkur sem getum ákveðið að gera eitthvað í málinu. Þetta snýst um börnin og hvort þau haldi áfram að fitna eða ekki. Boð og bönn frá hinu opinbera geta verið óþolandi og ákvörðun Bloombergs er óvinsæl. Margar spurningar vakna þegar bönn eru sett. Hvers vegna má kaupa lítra af ís en ekki lítra af gosi? Hvernig ætla þeir að fylgja þessu eftir? Er yfir höfuð raun- hæft að setja löggjöf um sykur- neyslu? Hverjum og einum ber að taka ábyrgð á heilsu sinni og sinna nánustu. En er það að ger- ast? Eru íslensk börn hætt að fitna í kjölfar þeirrar umræðu sem sannarlega hefur farið fram af hendi fagfólks? Þurfa stjórnmála menn ekki að hefjast handa? Íslensk börn eru með þeim þyngstu í Evrópu. Þau borða mestan sykur barna á Norður- löndum og er talið að íslenskt leikskólabarn innbyrði að meðal- tali um 50 grömm af sykri á dag. Vísindin segja okkur að þetta geti skapað gífurleg vandamál til framtíðar. Einhvers staðar þarf að byrja og umræðan er tilvilj- anakennd. Stærsta sveitarfélag landsins, Reykjavíkurborg, er ekki einu sinni með þetta stóra vandamál til umræðu. Það er ekki nóg að byggja upp þjónustu fyrir þá sem þegar kljást við vandann, heldur þarf að koma í veg fyrir hann með forvörnum. Sveitarfélög eiga að vera í farar broddi með virkri lýðheilsu stefnu og mark miðum til að fylgja henni eftir sem tekur til margra þátta; mennta- kerfis, fjölskyldna, íþróttafélaga, heilsugæslu og vísindamanna. Sveitarfélög hafa beinan aðgang að fjölskyldum í gegnum skóla og heilsugæslu þar sem hægt er að veita stuðning og fræðslu með aðkomu heilbrigðis yfirvalda. Fjölskyldan getur tekið höndum saman um að minnka sykur- át, verslunareigendur geta dregið stórlega úr nammibara- menningu, framleiðendur geta upplýst um sykur innihald á vörum sínum. Fjársvelt skóla- hjúkrun verður að mæla þyngd oftar og veita foreldrum stuðning ef barn er of þungt. Heilsugæslan þarf að veita verð- andi foreldrum fræðslu. Skól- arnir eru lykillinn að börnum og foreldrum þeirra; gætum við til dæmis skipt út kökum og gosi á bekkjarsamkomum fyrir ávexti og vatn? Verum hugrökk og göngum í málið núna: annars endar þetta með boðum og bönn- um eða enn meiri ósköpum. Sykurhamfarir Í DAG Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Fjársvelt skólahjúkrun verður að mæla þyngd oftar og veita foreldrum stuðning ef barn er of þungt. Villidýrið á meðal vetrardekkjanna. Skútuvogi 8 og Smiðjuvegi 28 / Sími 567 6700 vakahf@vakahf.is / vakahf.is OPIÐ: Virka daga 8-18 og laugardaga 10-14 Í mörg ár hefur Siberian Husky verið tryggur félagi í hörðum vetrum í norðaustur Síberíu. Husky er virkur, ötull og seigur en forfeður hans komu frá mjög köldu og hörðu umhverfi á norðurslóðum. Siberian Husky er því tilvalið tákn fyrir FALKEN dekk sem eru frábær fyrir íslenskar aðstæður, örugg í gegnum ís og snjó! FALKEN dekk AF NETINU Listin að lifa í núinu Lífið gerist í núinu. En alltof oft látum við núið renna úr greipum okkar með því að hraða okkur fram hjá mikilvægum augnablikum og eyða dýrmætum sekúndum lífs okkar í áhyggjur af framtíðinni eða vangaveltur um fortíðina. Við erum alltaf að og gefum okkur lítinn tíma til að koma kyrrð á hugann. Á meðan við erum í vinnunni hugsum við um sumarfríið, í sumarfríinu höfum við áhyggjur af stöflunum á skrifborðinu. Við dveljum við neikvæðar hugsanir fortíðarinnar eða erum óróleg vegna alls þess sem gæti gerst eða ekki gerst í framtíðinni. Til að ná betri tökum á hugsunum okkar og lífi er mikilvægt að finna jafnvægi, staldra við og kyrra hugann – hætta að framkvæma og einblína einfaldlega á það að vera hér og nú. http://www.pressan.is Ingrid Kuhlman Bókhaldsvandræðin miklu Átjánda árið í röð neita endur- skoðendur Evrópusambandsins að árita reikninga þess. Halda því fram að 4% af útgjöldunum séu sóun. Kenna þó ekki kontóristum sambandsins um þetta, heldur ríkis- stjórnum aðildarríkjanna. Þær eiga að fylgjast með notkun peninganna, en gera ekki, svo sem fræg dæmi sýna frá Miðjarðarhafslöndunum. Ástandið er til mikillar skammar fyrir þetta annars ágæta samband. Styður gagnrýni á stjórnlaust bákn í Bruxelles. Viðbrögð sambandsins eru helzt þau að herða réttmæta kröfu um aukin afskipti af fjármálum ríkjanna. En sambandið verður seint vinsælt af slíkum fréttum. http://www.jonas.is/ Jónas Kristjánsson

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.