Fréttablaðið - 08.11.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.11.2012, Blaðsíða 30
FÓLK|TÍSKA Það þarf þor til að bera skartgripina mína því þeir eru stórir og vekja athygli,“ segir Hildur Ýr Jónsdóttir, skartgripahönnuður og ein fimm íslenskra hönnunarteyma á sýningunni Láði & legi í Hanasaari í Hanaholmen utan við Helsinki. „Ég lagði stund á samtíma- skartgripalist og -hönnun en ekki hefðbundna gullsmíði við listahá- skóla í Hollandi. Námið snerist meira um hugmyndafræði en verkþekk- ingu og velt upp hvaða tilgangi skart- gripir þjóna, hvað sagt er með skarti og hvaða yfirlýsingar má senda frá sér með skartgripum,“ útskýrir Hildur Ýr, sem bjó ekki yfir neinni tækniþekkingu þegar hún fór í skólann og þarf því að finna leiðir og lausnir til úrvinnslu á sköpunar verkum sínum. „Helmingur nemenda sótti sérstak- lega í námið til að brjóta múra verk- þekkingar sinnar og hugsa út fyrir rammann, svo þessu fylgja bæði kostir og gallar,“ segir hún og brosir. Hildur Ýr var lítt áhugasöm um skart áður en hún heillaðist af skartgripadeild listaháskólans. „Mér fannst smæðin vera spennandi og það að festast ekki í ákveðnu efni en einnig að samtímasaga íslenskra skart- gripa er ekki til.“ Hildur Ýr rifjar upp ástandið á Íslandi við útskrift 2006 en þá var þjóðarsálin í uppnámi vegna Kárahnjúkavirkjunar. „Í því andrúmslofti ákvað ég að mitt framlag bæri titilinn Iceland Under Attack því mér fannst álið vera að taka allt yfir og hannaði sterkan, þungan skartgrip úr áli. Í seinni tíð hef ég ekki verið eins yfirlýsingaglöð og nota aðallega blönduð efni, postulín, flotkúlur og ryðgað járn sem tengist íslenskum sjávarútvegi og heillar mig mjög. Gullið bíður mín seinna.“ Næsta verkefni Hildar Ýrar er stóra norræna samsýningin From the Coolest Corner í Ósló. „Þar var ég valin til þátttöku ásamt þremur löndum mínum og sýni með tugum norrænna listamanna. Sýningin mun standa í hálft annað ár og fer á öll fínustu listasöfn Norðurlanda, nema á Íslandi.“ ■ thordis@365.is GULLIÐ BÍÐUR MÍN NÚTÍMASKART Íslenskir skartgripir prýða nú finnsk-íslenska samsýningu í Helsinki, hönnunarborg heimsins 2012. Hildur Ýr Jónsdóttir á nokkra þeirra. LÁÐ & LÖGUR Sýningin í Hanaholmen stendur til 20. desember og kemur til Íslands í vor. Auk Hildar sýna þar Guðbjörg Ingvars- dóttir, Ástþór Helgason, Kjartan Örn Kjartans- son, Helga Mogensen og Hafsteinn Júlíusson. MYNDIR/VALLI AVIS UM ALLT LAND Avis er með starfs- stöðvar í öllum helstu þéttbýliskjörnum Íslands og því lítið mál að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. MYND/VILHELM Bílaleiga Avis leggur mikinn metnað í að vera einungis með nýja eða nýlega bíla til útleigu. Árleg endur- nýjun hluta bílaflotans er því nauðsyn- leg. „Við höfum verið með til sölu fjölda bíla á Nýbýlavegi en í dag lokum við þar. Framvegis verður hægt að skoða bílana á vefnum okkar www.avisbilasala.is,“ segir Ingigerður Einarsdóttir. Avis hefur á undanförnum árum verið einn stærsti kaupandi nýrra bifreiða á Ís- landi. „Áform stjórnvalda um breytingu á vörugjöldum gætu þó sett strik í reikn- inginn hvað framtíðarfjárfestingar Avis varðar. Hér er ég að vísa í áætlaða hækkun vörugjalda á bílaleigur í nýjum fjárlögum.“ Í Bifreiðaflota Avis eru yfir sextíu teg- undir bifreiða til útleigu, allt frá smábílum til fjórtán manna bíla. „Við erum stolt af því að 25% allra fólksbíla okkar eru vist- vænir.“ Avis bílaleiga er ein stærsta og þekkt- asta bílaleiga í heimi og rekur yfir 5.300 stöðvar í 166 löndum. „Við bjóðum upp á leigustöðvar í öllum helstu þéttbýlis- kjörnum á Íslandi og því lítið mál að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum.“ Einkunnarorð Avis hafa frá 1962 verið „Við gerum betur“. „Í þessum orðum er fólgin sannfæring um að gott samband við viðskiptavini byggir á einbeittum vilja fyrirtækisins til þess að gera betur bæði hvað varðar þjónustu og fagmennsku.“ Langtímaleiga Avis er þjónusta fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga sem sífellt nýtur meiri vinsælda. „Hægt er að leigja bílana alveg upp í þrjú ár í einu og því þægilegur, sveigjanlegur og umfram allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða.“ Sendibílaleiga er nýr valkostur hjá Avis þar sem boðið er upp á leigu á fjórum stærðum af sendibílum sem henta fyrir- tækjum jafnt sem einstaklingum. „Þetta eru litlir VW Caddy sem henta vel í skutlið, tvær stærðir af Renault-sendibílum og VW- kassabílar með lyftu. Leigutíminn er mjög sveigjanlegur eða frá fjórum tímum til 36 mánaða. Þurfir þú að leigja bíl, hérlendis eða erlendis, getur þú verið viss um að bílaleiga Avis mun ávallt veita þér bestu þjónustu sem bílaleiga býður upp á.“ VIÐ GERUM BETUR AVIS BÍLALEIGA KYNNIR Avis bílaleiga hefur frá því í september rekið bílasölu á Nýbýlaveginum en henni verður lokað í dag og salan færist á netið. Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Te og tesett ár drekans Margskonar te við: · orkuleysi · svefnleysi · hægðartregðu · grenningu · minkun kolesterols o.fl. o.fl. TILBOÐ Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is Vönduð amerísk heilsársde - stærðir 31- 44 tommur - slitsterk - neglanleg - má míkróskera - frábært veggrip Gott verð! Skjót og góð þjónusta! kk Dekkjaverkstæði á staðnum. Bjóðum alla almenna dekkjaþjónustu. JÓLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS KEMUR ÚT 27. NÓVEMBER Meðal efnis í blaðinu: Jólaljósin, kökur, sætindi, skraut, föndur, matur, borðhald, jólasiðir og venjur. Atli Bergmann atlib@365.is 512 5457 Benedikt Freyr Jónsson benni@365.is 512 5411 Elsa Jensdóttir elsaj@365.is 512 5427 Jónína María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is 512 5432 Bókið auglýsingar tímanlega: BÍLAR TIL SÖLU Avis endurnýjar hluta bílaflotans árlega og hefur því rekið bílasölu á Nýbýlavegi síðan í september. Henni verður lokað í dag en framvegis verð- ur hægt að skoða bílana á vefslóðinni avisbilasala.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.