Fréttablaðið - 08.11.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.11.2012, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGHeilsa FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 20124 Um þessar mundir stendur yfir umfangsmikil rann-sókn á vegum Embættis landlæknis undir nafninu Heilsa og líðan Íslendinga. Gögnum rannsóknarinnar er safnað með spurningalista um heilsu og líðan sem sendur er til tíu þúsund ein- staklinga um allt land. „Það er mjög mikilvægt að við sem sam- félag eigum upplýsingar um heilsu og líðan þjóðarinnar á hverjum tíma. Þannig getum við gert áætl- anir um hvernig skuli bregðast við ef einhver augljós vandi er á ferð. Vegna þess að rannsóknin er framkvæmd reglulega, fyrst 2007, svo 2009 og nú í þriðja sinn, þá er hægt að bera saman og sjá hvort einhver árangur hafi náðst af ákveðnum heilsueflingaraðgerð- um. Hún er því mikilvægt mæli- tæki þegar kemur að heilsu Íslend- inga,“ segir Sigríður Haraldsdóttir, sviðsstjóri heilbrigðisupplýsinga hjá Embætti landlæknis. Upplýsingarnar eru mikilvæg- ar til að sjá stöðu ýmissa þátta sem hafa áhrif á heilsufar þjóðarinn- ar. „Rannsóknin gerir okkur til að mynda kleift að sjá hvernig stað- an er á þáttum eins og reykingum, hreyfingu, áfengisneyslu og and- legri og líkamlegri líðan. Síðan er hægt að bera saman hvernig staðan er nú miðað við þegar fyrri rannsóknir voru framkvæmdar og bera saman margs konar hópa, til dæmis eftir aldri, kyni, menntun og búsetu. Stórt úrtak rannsóknarinnar bæði af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni gerir okkur kleift að greina niðurstöður eftir bú- setusvæðum og styðja þannig við heilsueflingarstarf sem unnið er í nærumhverfi fólks og bregðast við mismunandi þörfum íbúa. Emb- ætti landlæknis hefur meðal ann- ars nýtt fyrri rannsóknir til þess að ráðleggja velferðar ráðuneytinu við gerð heilbrigðisáætlunar sem nú stendur yfir. Þannig hafa þær bein áhrif á stefnumótun og að- gerðir yfirvalda.“ Síðan 2007 hafa ýmsar breyt- ingar orðið á okkar samfélagi og nýtist rannsóknin við að skoða hvort þær hafi haft áhrif á heilsu Íslendinga. „Háskóla samfélagið hefur til dæmis fengið að nýta gögn rannsóknarinnar til að skoða áhrif hrunsins á ýmsa þætti er varða heilsu og líðan Íslend- inga. Það hefur verið gert með því að bera saman niðurstöður rann- sóknarinnar 2007 og 2009. En fræðin segja okkur að áhrif efna- hagskreppu komi betur í ljós er frá líður og þess vegna er mikil- vægt að skoða ýmsa þætti heilsu nú fjórum árum eftir hrun.“ Rannsóknin var send út fyrir tveimur vikum og hafa nú þegar um fjögur þúsund Íslendingar svarað. „Ég hvet því þá sex þús- und sem enn hafa ekki svarað spurningunum til að taka þátt í að skapa þekkingargrundvöll til þess að efla og bæta heilsu í okkar sam- félagi með því að gefa sér tíma til að svara spurningunum og póst- senda þær.“ Mikilvægt að taka þátt Tíu þúsund Íslendingar hafa fengið senda heim rannsóknina Heilsa og líðan Íslendinga. „Mikilvægt er að sem flestir taki þátt til að skapa þekkingargrunn sem nýtist til þess að vinna að heilbrigðara samfélagi,“ segir Sigríður Haraldsdóttir hjá Embætti landlæknis. Hildur Björk Sigbjörnsdóttir, Sigríður Haraldsdóttir og Jón Óskar Guðlaugsson hjá Embætti landlæknis. Einstaklega ríkt af próteini (27g í 100g), járni, E og B1 vítamíni. Gott í múslí, jógúrt, bakstur og þeytinginn. Góðar fyrir húð, hár, heila, hjarta- og æðakerfi. Til inntöku, í þeytinginn og grautinn. Orkugefandi og einnig góð til að varna sýkingum því þau innihalda ríkulegt magn propolis. Góð út á jógúrt, í músíl, þeytinginn og til inntöku (1-2 tsk.). NATUFOOD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.