Fréttablaðið - 08.11.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.11.2012, Blaðsíða 16
8. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR16 Umsjón: nánar á visir.is 15,75 Höldum hagkerfinu gangandi og veljum verslun og þjónustu á Íslandi. Samtök verslunar og þjónustu Héraðsdómur Reykjavíkur rifti í gær 4,3 milljarða króna tilfærslu frá VBS fjárfestingarbanka til þrotabús Landsbankans haustið 2009. Landsbankinn þarf að skila eignunum, sem hafa fallið töluvert í verði, til þrotabús VBS. Forsaga málsins er sú að við bankahrunið varð VBS í raun gjaldþrota. Fjármálaráðuneytið ákvað hins vegar að veita bank- anum 26,4 milljarða króna lán í mars 2009 til sjö ára með tveggja prósenta vöxtum, sem var langt undir markaðsvöxtum sem þá voru 12 prósent. Þetta lán gerði VBS kleift að færa 9,4 milljarða króna vaxtaáhrif ríkislánsins aftur virkt í ársreikning sinn fyrir árið 2008. Við það varð eigið fé bankans jákvætt og hann gat hald- ið áfram starfsemi. VBS gat hins vegar aldrei greitt neitt af láninu og snemma árs 2010 var skipuð slitastjórn yfir bankann. Þann aukna líftíma sem íslenska ríkið og Fjármálaeftirlitið (FME) veittu VBS með veitingu ríkisláns- ins nýttu stjórnendur hans hins vegar til að færa eignir með verð- gildi til valdra kröfuhafa. Á meðal þeirra sem högnuðust á þessu var þrotabú Landsbanka Íslands, sem er einnig langstærsti kröfuhafi VBS. Viðræður um einhvers konar uppgjör milli VBS og þrota- bús Landsbankans höfðu hafist skömmu eftir bankahrun. Sam- komulag var síðan undirritað 11. ágúst 2009. Í því fólst að tiltekn- ar eignir VBS skyldu settar í nýtt eignarhaldsfélag, sem fékk nafnið Vingþór ehf., og eignarhald þess félags var framselt til þrotabús Landsbankans. Það framsal átti sér stað 13. nóvember 2009. Virði þeirra eigna sem settar voru inn í Vingþór var rúmir 4,3 milljarð- ar króna. Í staðinn gaf þrotabú Landsbankans eftir kröfur upp á sjö milljarða króna. Eignirnar sem um var að ræða voru tveir lánasamningar um Grjótháls ehf., metnir á um 1,1 milljarð króna, lánasamningur við Framtíð ehf., metinn á 698 milljónir króna, jörðin Krókur og Gagnheiði 76 á Selfossi, metið á 350 milljónir króna, lánasamn- ingur við BM Vallá, metinn á 441 milljón króna og lánasamningur og ábyrgðarkrafa á Kcaj LLp sem metin var á tæpa 1,8 milljarða króna. Um var að ræða helstu tekjuberandi eignir VBS. Slita- stjórn VBS fór fram á riftun á þessum gjörningi og sagði hann mismuna kröfuhöfum. Lands- bankinn hefði fengið eignir upp í þorra sinna krafna á kostnað þess að aðrir kröfuhafar myndu fá mun minna en ella upp í sínar kröfur. Slitastjórnin vildi fá 4,3 milljarða króna kröfu í bú Landsbankans viðurkennda sem forgangskröfu og þar af leiðandi fá alla upphæð- ina greidda út í reiðufé. Héraðsdómur staðfesti riftun VBS en hafnaði því að hann myndi eignast forgangskröfu í bú Lands- bankans. Þess í stað var þrotabúi Landsbankans gert að skila öllu hlutafé í Vingþóri, og þar af leið- andi eignunum, til VBS. Virði eigna Vingþórs hafa minnkað umtalsvert síðan gjörn- ingurinn átti sér stað, meðal ann- ars vegna gjaldþrots BM Vallár. Um síðustu áramót voru eignir félagsins metnar á 3,2 milljarða króna, eða 1,1 milljarði króna minna en þegar samkomulagið var gert. Handbært fé Vingþórs er þó um 710 milljónir króna. thordur@frettabladid.is VBS fær milljarða til baka frá Landsbanka Héraðsdómur hefur staðfest riftun á 4,3 milljarða tilfærslu frá VBS til þrotabús Landsbankans árið 2009. Færslan átti sér stað eftir að íslenska ríkið ákvað að framlengja líftíma VBS. Virði eignanna hefur rýrnað frá gjörningnum. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað fyrir ári síðan að hefja formlega rannsókn á lánveitingum íslenska ríkisins til fjárfestingabankanna VBS, Sögu og Aska Capital. Bankarnir þrír fengu samtals 52 milljarða króna lánaða frá ríkinu í mars 2009. Saga og VBS fengu samtals 46 milljarða króna lánaða. Lánin voru til sjö ára með 2% vöxtum. Markaðsvextir á þeim tíma voru um 12%. Báðir bankarnir tekjufærðu vaxtaáhrif lánsins afturvirkt í ársreikningum sínum fyrir árið 2008. Við það varð eiginfjárstaða bankanna jákvæð og þeir keyptu sér aukinn líftíma. Leiði skoðun ESA í ljós að ríkisaðstoðin sem bönkunum þremur var veitt brjóti bága við ákvæði EES-samningsins verður óskað eftir því að íslensk stjórnvöld krefji viðtakendurna um endurgreiðslu hennar. Þeir eru allir gjald- þrota. ESA rannsakar lán til VBS VBS Gögn slitastjórnar bankans benda til þess að hann hafi verið ógjaldfær í byrjun árs 2008. Í ágúst 2009 þurfti Seðlabanki Íslands að lána VBS 53 milljónir til að geta greitt starfsmönnum laun. FME tók ekki bankann yfir fyrr en í mars 2010. Hróbjartur Jónatansson er formaður slitastjórnar VBS. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bakkavör Group var með hæstu veltu allra fyrirtækja sem skráð voru hér á landi á árinu 2011, með veltu upp á ríflega 312 milljarða króna. Þar á eftir kom Actavis Group með tæplega 292 milljarða veltu. Þetta er niðurstaða Frjálsrar verslunar, sem tekur á ári hverju saman tekjur stærstu fyrirtækja landsins. Ljóst er að ný fyrirtæki munu tróna á toppi listans fyrir árið 2012 þar sem bæði Bakkavör og Actavis hafa flust úr landi. Á hluthafafundi Bakkavarar Group í lok september var samþykkt að slíta hinu íslenska félagi en á móti eignuðust kröfuhaf- ar þess hlut í nýju bresku móður- félagi Bakkavararsamsteypunnar. Þá hefur bandaríska samheitalyfja- fyrirtæki Watson keypt Actavis. Þau fyrirtæki sem næst koma á lista Frjálsrar verslunar eru Marel, Promens hf. og Icelandair Group. Tekjur Marels á árinu 2011 námu tæplega 108 milljörðum króna en tekjur Promens og Icelandair voru um 99 milljarðar annars vegar og um 97 milljarðar hins vegar. Pro- mens og Icelandair Group komu ný inn á lista fimm stærstu fyrirtækja landsins. Alls 300 fyrirtæki eru á lista Frjálsrar verslunar. Fyrirtækjun- um er raðað eftir veltu á árinu 2011 en einnig eftir hagnaði og nokkrum fleiri mælikvörðum. Það íslenska fyrirtæki sem hagn- aðist mest á árinu 2011 var Norður- ál Grundartangi ehf. með um 11,5 milljarða króna hagnað. Þar á eftir komu Samherji, með 11,1 milljarðs hagnað, Landsbankinn, með 10,1 milljarðs hagnað, Arion banki, með 8,3 milljarða hagnað, og Marel með 7,1 milljarðs hagnað. - mþl Frjáls verslun birtir árlegan lista sinn yfir stærstu fyrirtæki landsins: Stærstu fyrirtækin farin úr landi MILLJARÐAR KRÓNA var heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri í október. Héraðsdómur Reykjavíkur stað- festi á þriðjudag úrskurð Fjár- málaeftirlitsins (FME) um vaxtakjör á um 73 milljarða króna skuldabréfi sem gefið var út vegna yfirtöku Arion banka á innlánum Spron. Arion banki og Drómi stefndu bæði FME og hvort öðru vegna ákvörðunar FME um vaxtakjör á skuldabréfinu. Kvað Héraðsdóm- ur upp úrskurð í báðum málum á þriðjudag. Forsaga málsins er sú að í mars 2009 ákvað FME að færa innlán Spron yfir til Arion en útlán bankans urðu eftir í félagi sem í dag heitir Drómi. Til að mæta innlánunum, sem eru skuld í efnahagsreikningi Arion, var gefið út skuldabréf sem fært er á eignarhlið Arion. Virði þess er um 8% af heildar- eignum Arion banka en í árs- reikningi Dróma fyrir árið 2011 er umrædd skuld bókfærð á 73,1 milljarð króna. Í þeim skilmálum sem sett- ir voru þegar skuldabréfið var gefið út var FME gefið vald til að ákvarða vexti þess. Varð niður- staðan sú að það skyldi bera fasta árlega Reibor-vexti (vexti á milli- bankamarkaði með krónur) auk 175 punkta vaxtaálags þar til skuldin væri að fullu greidd. Drómi fór síðar fram á endur- skoðun á þeirri ákvörðun og var vaxtaálagið í kjölfarið fellt niður. Við það sætti Arion sig ekki og höfðaði mál sem Drómi gerði einnig í kjölfarið og krafðist þess að öllum vaxta ákvörðunum varð- andi skuldabréfið yrði hnekkt. Nú hefur héraðsdómur hins vegar staðfest úrskurð FME, sem dómurinn taldi byggja á lögmæt- um grundvelli. Ekki liggur fyrir hvort dómum héraðsdóms verður áfrýjað. - mþl Héraðsdómur tók fyrir ágreiningsmál Dróma og Arion: Vextirnir af tugmillj- arða skuld standa SPRON Í kjölfar falls Spron í mars 2009 voru innlán sjóðsins færð til Arion banka en eignir hans skildar eftir í félagi sem heitir nú Drómi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÁLVERIÐ Á GRUNDARTANGA Ekkert íslenskt félag hagnaðist meira en Norðurál Grundartangi ehf. á árinu 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.