Fréttablaðið - 23.11.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.11.2012, Blaðsíða 4
23. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 SAMFÉLAGSMÁL Undir búningur fyrir árlega jólaúthlutun er hafin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Í jólaglaðningnum er úthlutað mat og öðrum varn- ingi sem tilheyrir jólahaldi. Sækja þarf sérstaklega um jólaglaðninginn hjá Mæðra- styrksnefnd Reykjavíkur að Hátúni 12b. Opið er fyrir umsóknir þriðjudaginn 27. nóvember klukkan 10-14, fimmtudaginn 29. nóvember klukkan 10-12, mánudaginn 3. og þriðjudaginn 4. desember klukkan 10-14 og fimmtudaginn 6. desember klukkan 10-12. Úthlutað verður í Fosshálsi 7, þar sem áður voru Bifreiðar og landbúnaðarvélar, 19., 20. og 21. desember klukkan 10-12 og 13-16. Þangað gengur Strætó, leiðir 15 og 19. Mæðrastyrksnefnd: Sækja þarf um jólaúthlutun Veðurspá Sunnudagur Strekkingur sums staðar NV-lands annars hægari. ÚRKOMA verður á víð og dreif um landið í dag og á morgun en svo léttir til sunnan lands á sunnudag. Heldur kólnar í veðri næstu daga og má búast við hálku víða um land. 2° 11 m/s 3° 0 m/s 2° 7 m/s 5° 7 m/s Á morgun Strekkingur með SA-strönd annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 1° 0° 0° 0° -1° Alicante Basel Berlín 18° 11° 7° Billund Frankfurt Friedrichshafen 7° 9° 11° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 7° 7° 24° London Mallorca New York 11° 19° 12° Orlando Ósló París 20° 7° 10° San Francisco Stokkhólmur 18° 6° 3° 3 m/s 5° 3 m/s 3° 4 m/s 3° 4 m/s 2° 4 m/s 2° 4 m/s -3° 4 m/s 1° 0° 2° 3° 1° Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður EVRÓPUMÁL Fulltrúar Bændasam- takanna gengu nýverið út af fundi starfshóps sem ætlað er að móta samningsafstöðu Íslands í landbún- aðarmálum í aðildarvið ræðunum við Evrópusambandið (ESB). Ástæðan er sú að Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri í atvinnuvegaráðuneytinu og for- maður starfshópsins, lýsti því yfir á fundinum að í samningsafstöðu Íslands yrði ekki krafist áfram- haldandi tollverndar fyrir land- búnaðarvörur frá ríkjum ESB. Bændasamtökin hafa áður kynnt svokallaðar varnarlínur sínar í tengslum við viðræðurnar, en ein þeirra er að áframhaldandi toll- vernd verði tryggð. Frá þessu var greint á vef- síðu Neytendasamtakanna sem eiga sömuleiðis fulltrúa í starfs- hópnum. Gagnrýna samtökin full- trúa bænda fyrir gjörninginn og benda á að Bændasamtökin verði að gera sér grein fyrir því að þau séu ekki einráð þegar komi að samningsafstöðu Íslands í landbúnaðarmálum. Þannig verði einnig að gæta að hagsmunum neytenda, sem og annarra hags- munaaðila. Þá segja Neytendasamtökin alveg ljóst að krafa um áframhald- andi tollvernd landbúnaðarvara sé með öllu óraunhæf. Hins vegar sé líklega hægt að koma til móts við sérstakar aðstæður íslensks landbúnaðar á annan hátt, svo sem með beinum stuðningi úr landbúnaðarsjóði ESB og ríkissjóði Íslands. - mþl Bændasamtökin sögð hafa uppi einræðistilburði við mótun samningsafstöðu í landbúnaðarmálum: Bændur mótmæla afstöðu í ESB-viðræðum LANDBÚNAÐUR Bændasamtökin vilja að Ísland krefjist þess að tollar verði áfram lagðir á landbúnaðarvörur frá ESB í aðildarviðræðum. Aðrir hags- munaaðilar telja það óraunhæft með öllu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 224,3673 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,14 126,74 201,21 202,19 162,21 163,11 21,746 21,874 22,111 22,241 18,818 18,928 1,5246 1,5336 192,57 193,71 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 22.11.2012 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Nýr sportjeppi á hrikalega góðu verði Dacia Duster Kr. 3.990 þús. GROUPE RENAULT / NISSAN BL. ehf / Sævarhöfða 2 110 Reykjavík / Sími 525 8000 www.dacia.is Dísil 5,3L/100 km HALDIÐ TIL HAGA Í fréttaskýringu um sölu- og markaðs- mál í íslenskum sjávarútvegi í Mark- aðnum, sérblaði Fréttablaðsins, á miðvikudag fórst fyrir að geta heimilda í tveimur skýringamyndum. Upp- lýsingarnar voru fengnar úr fyrirlestri Kristjáns Hjaltasonar, formanns Sjávar- útvegsráðstefnunnar, á Sjávarútvegs- ráðstefnunni 8. nóvember. Í fyrirlestr- inum gaf Kristján yfirlit yfir íslenskan sjávarútveg 2012 og heimsafla. SAMFÉLAGSMÁL Nokkur mál koma upp hér á landi á hverju ári þar sem grunur leikur á að fólk sem segist foreldrar barns sé það ekki. Útlend- ingastofnun leitar ekki sérstaklega að málum sem þessum og grunar að tilvikin séu mun fleiri. „Þau mál sem detta inn á borð til okkar án þess að við séum að leita að þeim segja okkur að við verðum að taka á þessu,“ segir Kristín Völ- undardóttir, forstjóri Útlendinga- stofnunar. „Við sendum tuttugu vottorð úr landi árið 2008 til eins ríkis og það tók tvö og hálft ár að fá niðurstöðu. Þá kom í ljós að helmingur skjal- anna var falsaður,“ segir Kristín. Verið er að leita leiða til að einfalda DNA-rannsóknir vegna vafasams ætternis erlendra barna. Kristín segir að slíkt sé nauðsyn- legt vegna mála þar sem grunur vaknar um að blóðtengsl barns og meintra foreldra þess séu ekki til staðar þrátt fyrir skilríki þar um. Eins og staðan er núna kostar blóð- rannsókn 190 þúsund krónur og fólkið sem er rannsakað þarf að borga kostnaðinn. „Við erum að skoða hvort það séu aðrar leiðir færar í þessu. Vegna þessa gífurlega kostnaðar og skorts á mannskap þá höfum við ekki gert þessa kröfu, þrátt fyrir ábendingar um að skjöl séu ekki í lagi,“ segir Kristín. Ef skjöl, sem skilað er inn til Útlendingastofnunar, eru ekki fullnægjandi er börnum sem hingað koma synjað um dvalarleyfi. Margrét Steinarsdóttir, fram- kvæmdastýra Mannréttindaskrif- stofu Íslands, segir nokkur mál hafa komið á borð stofnunarinnar þar sem komið hefur í ljós við komuna hingað til lands að gögn um ættar- tengsl erlendra barna hafa verið fölsuð. Dæmi eru um að börn hafi leitað til kerfisins vegna misnotkun- ar af hálfu forráðamanna sinna eftir að hafa dvalið hér á landi í nokkurn tíma. Í þeim tilvikum hafa barna- verndaryfirvöld eða aðrir opinberir aðilar haft afskipti af málunum og komið þeim áfram til Margrétar, bæði í tíð hennar hjá Alþjóðahúsi og svo hjá Mannréttindaskrifstofu. „Í Alþjóðahúsi höfðum við nokkrum sinnum samband við barnaverndaryfirvöld vegna barna í vafasamri stöðu,“ segir hún. „Svo leitaði fólkið stundum til okkar þegar búið var að koma upp um það, til að reyna að fá hjálp við að halda barninu.“ Margrét segir aldur barnanna sem koma hingað til lands á fölskum forsendum mismunandi. Yfirleitt séu þau ung, tveggja eða þriggja ára, en sum enn stálpaðri. Hún man eftir þremur til fjórum löndum sem börnin hafa komið frá. thorunn@frettabladid.is sunna@frettabladid.is Telur að fjöldi barna dvelji ólöglega á Íslandi í dag Útlendingastofnun leitar leiða til að auðvelda DNA-greiningar vegna vafasams ætternis erlendra barna. Leitar ekki uppi mál til skoðunar. Nokkur mál hafa ratað til Mannréttindaskrifstofu er varða misnotkun á börnum. TEKIÐ Á FÖLSKUM FORSENDUM Útlendingastofnun leitar ekki sérstaklega uppi mál þar sem talið er að fólk hafi komið með börn inn í landið á fölskum forsendum. NORDICPHOTOS/GETTY KRISTÍN VÖLUND- ARDÓTTIR MARGRÉT STEINARSDÓTTIR AKUREYRI Varpa vegum á milli Bæjarráð Akureyrar kveðst mótmæla harðlega ákvörðun Vegagerðarinnar um að hluti Borgarbrautar, Hlíðar- brautar og Hlíðarfjallsvegar og hluti Hjalteyrargötu, Silfurtanga og Laufásgötu falli ekki undir skilgreinda þjóðvegi og hyggist þar með hætta að greiða fyrir viðhald og þjónustu á þessum vegum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.