Fréttablaðið - 23.11.2012, Síða 6

Fréttablaðið - 23.11.2012, Síða 6
23. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Tilboð: 1.590 þús. Chevrolet Lacetti Station - Bílalegubíll í ábyrgð árgerð 2011 - söluverð: 1.800 þús. Bílabúð Benna - Notaðir bílar Opið alla virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 12-16 25.910 kr. Afborgun á mánuði aðeins: Chevrolet Lacetti Station 1.800.000 kr. 210.000 kr. 240.000 kr. 1.590.000 kr. 25.910 kr. Söluverð: Okkar hlutur: Þín útborgun: Heildarverð til þín: Afborgun: * Auk aga ngu r 60 þú s. virð isau ki Sjálfsvígsárás kostar 23 lífið 1 Sjálfsvígsárásarmaður varð að minnsta kosti 23 að bana og særði um 60 manns þegar hann sprengdi sig í loft upp skammt frá Islamabad, höfuð- borg Pakistans. Átta börn voru meðal hinna látnu og særðu. Fórnarlömbin voru sjía-múslímar, en hópur pakistanskra talibana lýsti yfir ábyrgð á árásinni. „Við eigum í trúarstríði við sjía,“ sagði Ahsanullah Ahsan, talsmaður talibana, sem eru súnní-múslímar. „Þeir guðlasta. Við munum halda áfram árásum á þá.“ Fyrrverandi forsetafrú eftirlýst 2Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag krefst þess að Simone Gbagbo, eiginkona fyrrverandi forseta Fílabeinsstrandarinnar, verði framseld til Hollands. Þar þarf hún að svara fyrir sakir um margvíslega glæpi gegn mann- kyni, meðal annars morð, nauðganir og ofsóknir. Eiginmaður hennar, Laurent Gbagbo, var handtekinn árið 2011 og framseldur til Haag, þar sem hann sætir ákærum fyrir glæpi gegn mannkyni, fyrstur þjóðhöfðingja. Stjórnvöld á Fíla- beinsströndinni fullyrða að þau ætli ekki að framselja forsetafrúna fyrrverandi. Aðskilnaðarsinnar bjartsýnir 3 Íbúar Katalóníu á Spáni ganga til kosninga á sunnudag, þar sem helsta kosningamálið er hvort lýsa eigi yfir sjálfstæði héraðsins, jafnvel þótt stjórnarskrá Spánar geri ekki ráð fyrir þeim möguleika. Aðskilnaðarsinnar, með Arturo Mas héraðsforseta í fararbroddi, eru bjartsýnir á sigur, en skoðana- kannanir sýna að Katalóníumenn hika við að lýsa yfir sjálfstæði. Einna helst stendur í þeim að sjálfstæð Katalónía dytti út úr Evrópusambandinu og þyrfti að sækja um aðild. 1. Númer hvað notar leikkonan Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir af skóm? 2. Hvaða merkisgripi er nú hætt að framleiða í Bretlandi eftir 130 ára sögu? 3. Hvað heitir formaður Skotveiði- félags Íslands? SVÖR 1 2 3 HEIMURINN FRÉTTASKÝRING Hvernig stendur þjóðarbúið? Sýn alþingismanna á ástand efna- hagsmála fer algjörlega eftir því hvort þeir tilheyra stjórnarmeiri- hlutanum eða stjórnarandstöðunni. Staða þjóðarbúsins var rædd í sér- stakri umræðu á Alþingi í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokks- ins, var málshefjandi. Hann sagði þörfina fyrir að bregðast við vax- andi skuldavanda Íslands vera mikla. „Seðlabanki Íslands hefur á undanförnum árum hvað eftir annað stórlega vanmetið hreina erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins,“ sagði Sigmundur Davíð í gær. Hann vitnaði í álit Ragnars Árnasonar hagfræðings um að hrein erlend skuldastaða væri 100 prósent af vergri landsframleiðslu, að teknu tilliti til uppgjörs á þrota- búum bankanna. Ef ekkert yrði að gert myndi skuldastaðan fara stöð- ugt versnandi næstu 60 árin með tilheyrandi kjaraskerðingu, mögu- legum landflótta og draga myndi úr tækifærum til uppbyggingar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði stöðu þjóðar búsins hins vegar góða miðað við að- stæður. Hagvaxtarhorfur væru bjartari en annarra iðnvæddra ríkja og spáð væri 2,5 prósenta hagvexti á næsta ári. „Skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað um næstum helming frá hruni, sem hlutfall af lands- framleiðslu.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði geta stefnt í mikið óefni en ef rétt væri haldið á málum gætu Íslend ingar unnið sig hratt út úr stöðunni. Ríkis stjórnin hefði ekki sýnt lang- tímahagvexti neinn raunverulegan stuðning. „Við Íslendingar munum ekki framleiða þann gjaldeyri sem þarf til að standa í skilum við þær skuldbindingar sem þjóðar- búið hefur gengist undir. Það er staðan.“ Björn Valur Gíslason, þing maður Vinstri grænna, minnti á að fyrir örfáum árum hefði umræðan snú- ist um það hvort Ísland ætti að segja sig til sveitar og leita ásjár Parísar klúbbsins, sem er óform- legur félagsskapur ríkustu þjóða heims. Þjóðarbú sem komin eru í þrot reyna að endursemja um skuldir sínar við klúbbinn. Séu umræðurnar í gær vísir að því sem koma skal í kosningabar- áttunni er ljóst að kjósendur munu eiga í vanda með að greina raun- verulega stöðu landsins í gegnum málflutning stjórnmálaflokkanna. kolbeinn@frettabladid.is Góð staða eða slæm? Formaður Framsóknarflokksins segir að ef ekkert verði gert versni skuldastaða ríkisins með landflótta og kjaraskerðingu. Forsætisráðherra segir mikinn árangur hafa unnist. Staðan sé góð miðað við aðstæður og bjartar horfur fram undan. MÁLSHEFJANDINN Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði setningu neyðarlaganna árið 2008 hafa skapað tækifæri til endurreisnar efnahagslífsins sem ríkisstjórnin hefði ekki nýtt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég hef ítrekað úr þessum stól varað við óraunsæjum væntingum um skjótt afnám gjaldeyrishafta. Ég fullyrði, og fagna því að fleiri eru að átta sig á því, að óraunsæjar væntingar um það hamla því að við getum unnið úr vandanum. Það er nefnilega einfaldlega þannig að aflands krónueigendur og erlendir kröfuhafar þurfa að átta sig á því að þær krónur sem hér eru innlyksa eru ekki að fara neitt. Og það eina sem er til hagsbóta fyrir íslenskt þjóðarbú og þessa aðila sem hægt er að gera fyrir þær krónur er að fjárfesta, fjárfesta og fjárfesta í gjaldeyrisskapandi starfsemi á Íslandi. Því aðeins verða búin til einhver þau verðmæti sem unnt væri með tíð og tíma að flytja hér út úr landinu.“ Ekki skjótt afnám gjaldeyrishafta HELGI HJÖRVAR 1. Númer 38 á hægri fót og 40 á þann vinstri. 2. Ritvélar. 3. Elvar Árni Lund. ALÞINGI Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra út í stuðning ríkisstjórn- arinnar við fyrirhugaða kísiliðju þýska fyrirtækisins CCP á Húsa- vík. Ætlað er að hún nýti orku úr Bjarnar flagi og Þeistareykjum. Bjarni sagði Landsvirkjun reiðu- búna til að ljúka samningum um mitt næsta ár, en opinberan stuðn- ing varðandi samgöngu- og hafnar- bætur skorti. Hann spurði hvort eðli verksmiðjunnar réði einhverju um stuðning stjórnarinnar. „Hvort það skipti máli að hér er um kísilverksmiðju að ræða, þar sem kísilverksmiðjur eru jú tals- vert verri í mengunarlegu tilliti en til dæmis álver,“ spurði Bjarni, en álver væru stjórninni ekki þóknan- leg. Jóhanna sagði að stjórnin væri jákvæð gagnvart samgöngu- og hafnarbótum í tengslum við verk- efnið. „Við styðjum auðvitað öll verk- efni, innlend sem erlend, að því er varðar atvinnuuppbyggingu og fjár- festingar, svo fremi sem það rúmist innan laga og reglna og alþjóða- samninga sem við erum aðilar að.“ Bjarni taldi svör forsætisráð- herra sýna að stjórnin væri ekki til- búin og gæti ekki svarað því hvort verkefnið rúmaðist innan áætlana eða alþjóðasamninga. „Landsvirkjun er tilbúin, en ríkis- stjórnin er ekki tilbúin. Það er hin dapra staðreynd þessa máls.“ - kóp Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina ekki tilbúna fyrir stóriðju: Stjórnin jákvæð í garð kísilverksmiðju Landsvirkjun er tilbúin, en ríkisstjórnin er ekki tilbúin. Það er hin dapra staðreynd þessa máls. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.