Fréttablaðið - 23.11.2012, Qupperneq 10
23. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
SLYS Drengir á aldrinum fimm til fjórtán ára eru líklegastir til
að slasast í reiðhjólaslysum. Þetta er meðal þess sem kom fram í
erindi Sævars Helga Lárussonar, sérfræðings hjá Rannsóknarnefnd
umferðarslysa (RNU) á Umferðarþingi fyrr í vikunni. Sævar kynnti
þar niðurstöður rannsókna sem nefndin hefur gert á hjólreiða-
slysum.
Í erindi sínu sagði Sævar meðal annars að grunur hefði leikið
á að hluti reiðhjólaslysa væri ekki tilkynntur sem slíkur og fjöldi
slasaðra hjólreiðamanna væri því enn meiri en tölur Umferðarstofu
gæfu til kynna. Því hefði RNU lagt út í að rannsaka gögn frá Land-
spítalanum til að fá greinarbetri tölur.
Þar kom í ljós, við fyrstu yfirferð, að tæplega 1.200 slasaðir hjól-
reiðamenn hefðu leitað aðhlynningar á árunum 2000 til 2011, eða um
100 á ári að meðaltali.
Um fjórðungur þeirra voru drengir á aldrinum fimm til fjórtán ára,
en alls eru 70 prósent þeirra sem slasast í reiðhjólaslysum karlar.
Reiðhjólaslys eru þó jafnan ekki alvarleg þar sem um átta prósent
af 1.200 þörfnuðust innlagnar og aðeins fjögur til átta prósent eru
talin hafa slasast alvarlega.
Enginn hefur þó látist í reiðhjólaslysi á Íslandi frá árinu 1997.
Enn ítarlegri greining á gögnum Landspítala stendur nú yfir og er
búist við að lokaniðurstaða liggi fyrir í janúar. - þj
Tölfræði yfir reiðhjólaslys á Íslandi:
5 til 14 ára drengir
slasast oftast allra
REIÐHJÓLASLYS Á ÍSLANDI
0-14 ára
421 slys
15-39 ára
427 slys
40-59 ára
290 slys
60 ára
og eldri
55 slys
■ Karlar
■ Konur
296
300
188
102
15
40
125
127
Tæplega 1.200 reiðhjóla-
slys urðu á Íslandi á ára-
bilinu 2000 til 2011, að
því er frumniðurstöður
Rannsóknarnefndar um-
ferðarslysa gefa til kynna.
Karlmenn og drengir eru
mun líklegri til að lenda
í reiðhjólaslysum en
stúlkur og konur.
➜ Sprengjur á Gasa
Ísraelsher varpaði meira en 2.000
sprengjum á meira en 1.500
skotmörk á Gasasvæðinu.
Þær kostuðu meira en 160 Palest-
ínumenn lífið, þar af að minnsta
kosti 37 börn og yfir 10 konur. Að
sögn heilbrigðisstarfsfólks á Gasa var
um helmingur hinna látnu almennir
borgarar.
Ísraelsher fullyrðir að meðal hinna
drepnu hafi verið 30 háttsettir
Hamas-liðar.
Átta daga hernaður í tölum
ALLIR HRÓSA SIGRI Ísraelarnir Benjamín Netanjahú forsætisráðherra, Ehud Barak varnarmálaráðherra og
Avigdor Lieberman utanríkisráðherra sögðust ánægðir með samkomulagið. Mikil fögnuður ríkti ekki síður þegar
Ismail Haníjeh, leiðtogi Hamas-samtakanna, boðaði til tveggja daga hátíðarhalda á Gasa. NORDICPHOTOS/AFP
➜ Sprengjur frá Gasa
Palestínumenn skutu meira en 1.400 sprengju flaugum
frá Gasasvæðinu. Þær kostuðu 6 Ísraela lífið, þar af tvo
ísraelska hermenn en fjóra almenna borgara.
Að sögn Ísraelshers lentu yfir 800 þessara sprengju-
flauga á ísraelsku landsvæði, sumar í byggð og nokkrar
í borgunum Tel Avív og Jerúsalem. Meira en 150 komu
niður innan landamæra Gasasvæðisins.
Ísraelsher segir að með eldflaugavarnarkerfinu, sem
nefnt er Járnhvelfing, hafi tekist að sprengja á lofti
meira en 400 þeirra sprengjuflauga sem skotið var frá
Gasa.
SVEITARSTJÓRNARMÁL Borgar-
ráð samþykkti í gær að borgar-
yfirvöld gangi til samninga við
Orkuveitu Reykjavíkur um kaup
á Perlunni í Öskjuhlíð. Þá mun
borgin ganga til samninga við
ríkið um að það leigi húsið í allt
að 15 ár og komi þar upp náttúru-
minjasýningu.
Ef samningar takast við OR um
kaupin og ríkið leigir húsið mun
Reykjavíkurborg gera breytingar
á Perlunni fyrir allt að 100 millj-
ónir króna vegna sýningarhalds.
Heimild borgarráðs er bundin við
það að viðunandi leigusamningur
um sýningu Náttúruminjasafns
Íslands náist við ríkið. - shá
Viðræður við ríkið hefjast:
Grænt ljós á
kaup á Perlunni
KJARAMÁL Gylfi Arnbjörnsson,
formaður Alþýðusambands
Íslands (ASÍ), var kjörinn vara-
formaður Norrænu verkalýðs-
hreyfingarinnar (NFS) á
stjórnar fundi samtakanna í
Helsinki á þriðjudag.
ASÍ gerði fyrir nokkrum árum
kröfu um að lögfesta skipti-
reglur hvað varðar formennsku
og varaformennsku í samtök-
unum. Á fundinum voru slíkar
reglur samþykktar og taka þær
gildi með kjöri Gylfa sem tekur
við embættinu 1. janúar næst-
komandi. ASÍ mun síðan taka við
formennsku í NFS árið 2014 og
BSRB árið 2019. - mþl
Norræn verkalýðshreyfing:
Gylfi nýr vara-
formaður NFS
11-18
MÁN.-MIÐ.
FÖS. 11-19
LAU. 11-18
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
55
36
7
Vínbúðinni á Akureyri var nýverið
breytt til hins betra. Við erum stolt af
meira vöruúrvali en tegundum okkar
hefur fjölgað um þriðjung.
Við bjóðum ykkur innilega velkomin í
glæsilega verslun.
vinbudin.is
Breytt og bætt
Vínbúð á Akureyri
ÍSRAEL Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra
Ísraels, og Ismaíl Haníjeh, leiðtogi Hamas-
samtakanna á Gasa, lýstu báðir yfir sigri eftir
að samið hafði verið um vopnahlé á miðviku-
dag.
Ísraelar fengu því framgengt, sem þeir
sögðu frá upphafi vera aðalmarkmið sitt með
loftárásunum á Gasa, að Palestínumenn hafa
lofað því að skjóta ekki fleiri sprengjuflaugum
yfir landamærin til Ísraels.
Margir Ísraelar eru hins vegar á nálum af
ótta við að Gasa-búar standi ekki við þetta lof-
orð og ísraelskir fjölmiðlar tóku dræmlega
undir sigurtal Netanjahús.
Ekki er öruggt að Haníjeh, leiðtogi Hamas,
geti tryggt að engir herskáir Palestínumenn
taki upp á því að skjóta fleiri sprengjuflaug-
um yfir landamærin. Í sigur ræðu sinni höfðaði
hann til samvisku Hamas-liða um að láta slíkt
eiga sig, en sagði jafnframt að geri Ísraelar
fleiri árásir muni Palestínumenn bregðast við.
Hamas-liðar fengu því hins vegar fram-
gengt, sem þeir hafa barist fyrir árum saman,
að Ísraelar opni landamærahliðin og liðki tölu-
vert fyrir bæði ferðalögum fólks og vöruflutn-
ingum. Standi Ísraelar við þetta hafa þeir, að
minnsta kosti að hluta til, létt þeirri einangrun
af Gasasvæðinu sem herskáir Palestínumenn
hafa barist gegn, meðal annars með því að
skjóta sprengjuflaugum yfir landamærin.
Þá hafa Ísraelar lofað því að fremja ekki
fleiri „hnitmiðuð mannvíg“, eins og þeir nefna
það þegar leiðtogar herskárra Palestínumanna
eru drepnir án dóms og laga.
Það var hins vegar Mohammed Morsi, forseti
Egyptalands, sem stóð uppi sem óvæntur sigur-
vegari, því bæði Bandaríkjastjórn og Ísraelar
töldu ástæðu til að hrósa honum fyrir hans hlut
í því að samningar um vopnahlé tókust.
Hann fær jafnframt nokkuð stórt hlutverk
við að fylgja því eftir að vopnahléið haldi.
gudsteinn@frettabladid.is
Binda vonir við vopnahléið
Jafnt Ísraelar sem Hamas-samtökin á Gasa líta á vopnahléssamkomulagið sem mikinn sigur eftir vikulangan
lofthernað á Gasaströnd. Mohammed Morsi Egyptalandsforseti fær stórt hlutverk við að fylgja því eftir.