Fréttablaðið - 23.11.2012, Side 20
23. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 20
Samstarf er lykill að árangri
Dagskrá:
Friðrik Ágúst Ólafsson, forstöðumaður Meistaradeildar Samtaka iðnaðarins
Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar
Logi Már Einarsson, formaður Arkitektafélagsins
Magnús Sædal, fulltrúi Félags byggingafulltrúa
Umræður og fyrirspurnir
Opinn fundur fyrir hönnuði, tæknimenn, iðnaðarmenn og eftirlitsaðila um nýja
byggingareglugerð, samræmingu eftirlits og leiðir til aukinna samskipta innan byg-
gingageirans.
Grand Hótel Reykjavík, 23. nóvember kl. 13.00 – 17.00
Fundarstjóri, Orri Hauksson framkvæmdastjóri SI
Boðið upp á kaffiveitingar að ráðstefnu lokinni
Laugardaginn 24. nóvem-
ber nk. er prófkjör Sjálf-
stæðisflokksins vegna
komandi alþingiskosn-
inga. Þar gefst Reykvík-
ingum tækifæri til að
velja þingmannsefni til að
halda á málefnum höfuð-
borgarinnar og landsins
alls næstu ár. Það skiptir
máli að velja af kostgæfni
og yfirvegun.
Verulega hefur skort á
að hagsmunum Reykvík-
inga sé nægilega vel gætt
á Alþingi. Þeir tiltölulega
fáu þingmenn sem þétt-
býlið hefur verða að beita sér
betur fyrir sína kjósendur. Það
er eins og fulltrúar þéttbýlisins
koðni niður þegar þeir koma á
þing og allir verða vinir á kaffi-
stofunni. Meirihlutinn, þ.e. lands-
byggðin, ræður mestu. Ekki full-
trúar meirihluta þjóðarinnar á
SV-horninu.
Það heyrist helst frá þéttbýlis-
þingmönnum rétt fyrir kosningar.
Þá allt í einu dúkka þeir upp í fjöl-
miðlum á hverjum degi.
Að sjálfsögðu er landið allt ein
heild og þéttbýli og landsbyggð
þurfa að vinna vel saman. En
þegar litið er yfir síðustu áratugi
sést greinilega hvað hallað hefur
á hagsmuni skattgreiðenda og
neytenda á SV-horninu.
Hér á eftir eru nokkrir liðir þar
sem hagsmuna okkar á SV-horn-
inu hefur ekki verið nægilega vel
gætt:
Við þurfum lágt matvælaverð
og fjölbreytt matvæli.
Það eru strangar innflutnings-
hömlur á landbúnaðarafurðum
og það sem leyft er að flytja inn
er sumt ofurskattað til að vernda
íslenska framleiðslu.
Við þurfum stöðuga mynt
og lága vexti á skuldir okkar.
Heimilin berjast nú við ógnvæn-
legan skuldavanda meðal annars
vegna verðtryggðra lána. Nærri
30.000 okkar eru á vanskilaskrá
og tugir þúsunda til viðbótar hafa
glatað eigin fé í sínum fasteignum
og sjá fram á stökkbreytt
lán og afborganir næstu
áratugi.
Landinu er haldið utan
við ESB og evruna til að
vernda landbúnaðinn og
sjávarútveginn sem að
vísu er á misskilningi
byggt og á ekki að gera
með þeim hætti sem gert
hefur verið.
Við sitjum uppi með einn
dýrasta landbúnað í heimi
án þess að hafa efni á því.
Varðandi sjávarútveginn
er útlit fyrir að samning-
ar um hann verði þess eðlis að við
getum vel við unað, en það er að
sjálfsögðu úrslitaatriði. Það fel-
ast líka mikil tækifæri í því fyrir
landbúnaðinn og sjávarútveginn
að við göngum í ESB. Stóru sjáv-
arútvegsfyrirtækin munu því
ekki andvíg. Við kunnum sjávar-
útveg ágætlega og getum vaxið
erlendis ef tækifærin væru opn-
ari.
Við sitjum uppi með að vera
áhrifalaus í EES en taka samt
við regluverkinu.
Við sitjum uppi með ónýta krónu
sem er ekki gjaldgeng, en það
er meginhlutverk gjaldmiðla að
vera gjaldgengir og halda verð-
gildi sínu. Óstöðugleiki krónunn-
ar leiddi til þess að verðtrygging
var tekin upp sem núna hefur gert
tugi þúsunda Íslendinga eigna-
lausa og ofurskuldsetta. Vextir
í krónunni eru óbærilegir sem
drepur niður fyrirtæki og heim-
ili. Við þurfum evruna, trausta
alþjóðlega gjaldgenga mynt, sem
heldur verðgildi sínu sæmilega.
Með evrunni kemur stöðugleiki,
lág verðbólga og lágir vextir.
Við þurfum lægri skatta.
Skattar eru orðnir það háir að
það kemur hart niður á fólki og
fyrirtækjum. Ofurskattarnir
eru hamlandi fyrir vöxt fyrir-
tækja og minnka það sem heim-
ili og fyrirtæki hafa til ráðstöf-
unar. Hluti skattanna gengur frá
þéttbýlinu á SV-horninu út á land
til landbúnaðar, samgangna og
fleira. Það er eðlilegt að vissu
marki, en það hefur verið gengið
allt of langt í því efni. Við þurfum
að taka á óráðsíunni og lækka svo
skattana.
Við þurfum góð atvinnutækifæri
sem greiða góð laun.
Með inngöngu í ESB og tilkomu
evrunnar myndu nýju útflutn-
ingsatvinnugreinarnar, svo
sem Marel, Össur og Actavis að
ógleymdri ferðamannaþjónustu,
vaxa hraðar og dafna í stað þess
að flýja land.
Með því að taka á landbúnaðar-
óráðsíunni, ganga í ESB og taka
upp evruna myndi ráðstöfunarfé
heimila í þéttbýlinu aukast um 50
til 100 kr. á mánuði þegar fram í
sækir, en það tekur tíma að koma
fram. Það þarf raunhæfari lausn-
ir, það nægir ekki að segjast bara
vilja lækka skatta. Það þarf að
segja hvernig það á að gerast.
Kjósendur ættu að huga að
verulegri endurnýjun fulltrúa
á Alþingi og velja til starfa víð-
sýnt, frjálslynt, öflugt fólk af
báðum kynjum. Ekki láta stórar
og miklar auglýsingar glepja sig í
því efni. Ekki kjósa bara frægt og
ríkt fólk þó það geti verið ágætt.
Huga að mannkostum, menntun,
reynslu og málefnum frambjóð-
enda.
Reykvíkingar, þið eigið leikinn
á laugardag.
Reykvíkingar, gætum okkar
hagsmuna á Alþingi
Í Fréttablaðinu miðviku-daginn 10. október við-
urkenna tveir almennings-
þjónar (e. public servants)
hugsanleg mistök Fjár-
málaeftirlitsins við eftirlit
á sölu verðtryggrðra hús-
næðis-afleiða til almenn-
ings. Almenningsþjónarn-
ir komast svo að orði: „Með
hliðsjón af framangreindu
telja greinarhöfundar að
MiFID-tilskipunin og lög
um verðbréfaviðskipti hafi
ekki jafnvíðtækt gildissvið
og haldið hefur verið fram
í umræðunni. Því verður ekki séð
að hefðbundin lánastarfsemi falli
undir gildissvið tilskipunarinnar
og laganna.“ Almenningsþjónarn-
ir benda á að ýmsar stofnanir séu
undanþegnar anda MiFID-regln-
anna, en þeir segja: „MiFID-til-
skipunin var innleidd í íslenskan
rétt þann 1. nóvember 2007 með
fyrrnefndum lögum um verðbréfa-
viðskipti. Gildissvið tilskipunarinn-
ar nær til fjármálafyrirtækja sem
heimild hafa til verðbréfaviðskipta
(e. investment firms) og skipulegra
verðbréfamarkaða. Gildissviðið
nær því til dæmis ekki yfir starf-
semi stofnana eins og Íbúðalána-
sjóðs, lífeyrissjóða eða fjármála-
fyrirtækja sem ekki hafa heimild
til verðbréfaviðskipta.“ Það er
löngu kominn tími til fyrir stjórn-
sýsluna og fjármálastofnanir að
virða íslensk lög, þau eru ekki til
skrauts. Vanþekking og afneitun á
lögum leysir engan undan ábyrgð.
Verðbréfafyrirtæki ósammála
almenningsþjónunum
Verðbréfafyrirtækið AREV kemst
að þeirri niðurstöðu að verðtryggð
lán séu afleiður og þ.a.l. mjög var-
hugaverð söluvara til almenn-
ings. Niðurstaðan: „T-afleiðan er
flókinn og varhugaverður fjár-
málgerningur. Í samræmi við lög
um verðbréfaviðskipti (108/2007,
2. gr.) og reglugerð (995/2007, 35.
gr.) er líklegt að fjármálafyrir-
tækjum sé óheimilt að skuldbinda
almenna fjárfesta eða lántakendur
með honum þar sem ósennilegt er
að hann uppfylli skilyrðið um að
vera tilhlýðanlegur (e. „suitable“)
fjármálagerningur fyrir slíka
aðila. Jafnframt getur orkað tví-
mælis að skuldbinda fagfjárfesta
með afleiðunni og er nauð-
synlegt fyrir fjármála-
fyrirtæki að fara varlega
sbr. sektir sem fjármála-
fyrirtæki í Bretlandi hafa
verið að greiða að undan-
förnu vegna afleiða sem
ekki hafa uppfyllt skilyrðið
um tilhlýðanleika (sjá t.d.
grein í Financial Times 29. júní sl.
„Banks to repay SMEs for missold
swaps“). Einu gildir hvort afleiðan
er samofin lánasamningi eða ekki
og má raunar færa fyrir því rök að
í fyrra tilvikinu sé enn síður heim-
ilt að skuldbinda lántakandann þar
sem örðugra er fyrir hann að skilja
eðli hennar við þær aðstæður.“
Endalaust rugl
Ólögmæti verðtryggingarinn-
ar gæti fallið í dómsmáli eins og
gengistryggingin. Líkurnar á því
hafa aukist eftir að bann við sölu
á afleiðum til einstaklinga var lög-
fest. Ef það gerist er ríkið gjald-
þrota. Viljum við taka þá áhættu?
Það var oft talað um það áður, að
verðbólgan hefði eyðilagt ákvarð-
anir í efnahagslífinu, gert rangar
ákvarðanir að réttum fyrir þann
sem í hlut átti þótt samfélagið
tapaði. Verðtryggðu jafngreiðslu-
lánin gegna nú svipuðu hlutverki.
Fólk er afsiðað varðandi fjárhags-
lega ábyrgð, því það hefur reynt
á eigin skinni að höfuðstóll lána
hækkar og hækkar þótt það borgi
lánin. Fólk getur verið fast í mis-
gengi vegna launa sem hélt ekki í
við verðlagsþróun og skildi aldrei
útreikningsaðferðina á lánum
sínum sem verður aldrei annað en
endalaust rugl. Stjórnvöld hafa allt
of lengi lokað augunum fyrir því að
núverandi kerfi felur í sér óásætt-
anlega áhættu fyrir almenning af
atburðum sem hann hefur ekkert
yfir að segja. Almenningur hefur
verið plataður út í skuldafen sem
hann ræður ekkert við. Verðtryggð
húnæðislán eru afleiður, því er ekki
hægt að líkja þeim við hefðbundin
evrópsk húsnæðislán á föstum eða
breytilegum vöxtum.
Almenningsþjónar
FME verja kerfið
Vinstrimenn hafa notað
bankahrunið sem átyllu
til að herða tök stjórn-
valda á almennum borg-
urum í bráðum fjögur ár.
Þeir hafa meðal annars
fest gjaldeyrishöftin í
sessi sem loka Íslendinga
inni í eignafangelsi. Með
höftunum er erlendri fjár-
festingu haldið frá land-
inu og Íslendingum gert
ókleift að fjárfesta erlend-
is. Meðan svona er ástatt
geta engin alþjóðleg fyrir-
tæki vaxið hér á landi.
Útvaldir hópar hagn-
ast gríðarlega í skjóli haftanna og
Seðlabankinn veitir undanþágur
frá höftunum án þess að tilgreina
í hverju þær eru fólgnar. Almenn-
ingur hefur því engin tök á að
fylgjast með að jafnræðis sé gætt.
Leynd og pukur eru einkunnarorð
ríkisstjórnar Jóhönnu og Stein-
gríms.
Einn óhugnanlegasti fylgifiskur
haftanna er persónunjósnir Seðla-
bankans, en bankinn hefur til að
mynda aðgang að öllum kredit-
kortafærslum landsmanna. Eft-
irlitsþjóðfélagið er farið að vega
að grundvallarréttindum borgar-
anna, eins og persónufrelsi. Þá er
í hæsta máta óeðlilegt að stjórn-
endur Seðlabankans eigi að fara
með peningamálastefn-
una næstu misserin og
árin. Þar sitja sömu hag-
fræðingarnir og stýrðu
peningamálastefnunni
í þrot árið 2001 og tóku
þá upp nýja stefnu sem
þeir klúðruðu gjörsam-
lega með eftirminnilegum hætti
árið 2008. Nú ætlar vinstri ríkis-
stjórnin að gefa Má Guðmundssyni
og öðrum flokksbræðrum hans á
Kalkofnsveginum þriðja sénsinn.
Þetta er svona álíka gáfulegt og
ef að stjórnvöld fengju Sigurjón
Árnason, Hreiðar Má og Bjarna
Ármannsson til að leggja drög að
nýju bankakerfi.
Afnám gjaldeyrishaftanna og
upptaka ábyrgrar peningamála-
stefnu eiga að vera meginviðfangs-
efni stjórnmálanna nú um stundir
en ekki óþörf gæluverkefni á borð
við happdrættisstofu, stjórnlaga-
ráð og kynjaða hagstjórn. Afnema
þarf haftastefnu Samfylkingarinn-
ar og Vinstri grænna.
Haftastefna Samfylk-
ingar og Vinstri grænna
STJÓRNMÁL
Guðjón
Sigurbjartsson
frambjóðandi í
prófk jöri Sjálf-
stæðisfl okksins í
Reykjavík
➜ Það heyrist helst frá
þéttbýlisþingmönnum rétt
fyrir kosningar. Þá allt í einu
dúkka þeir upp í fjölmiðlum
á hverjum degi. Að sjálf-
sögðu er landið allt ein heild
og þéttbýli og landsbyggð
þurfa að vinna vel saman.
En þegar litið er yfi r síðustu
áratugi sést greinilega hvað
hallað hefur á hagsmuni
skattgreiðenda og neytenda
á SV-horninu.
FJÁRMÁL
Guðmundur
Franklín Jónsson
viðskiptafræðingur
og formaður Hægri
grænna, fl okks
fólksins
➜ Almenningur
hefur verið plataður út
í skuldafen sem hann
ræður ekkert við.
➜ Eftirlitsþjóðfélag-
ið er farið að vega að
grundvallarréttindum
borgaranna, eins og
persónufrelsi.
STJÓRNMÁL
Elí Úlfarsson
Frambjóðandi
í sjötta sæti í
prófk jöri sjálf-
stæðismanna í
Reykjavík