Fréttablaðið - 23.11.2012, Side 26
FÓLK|HELGIN
Undanfarna daga hafa börn úr leik-
skólum bæjarins skreytt jólatrén í
þorpinu með fallegum hlutum sem
þau hafa sjálf búið til. Leikskólabörn
hafa alltaf haft það hlutverk að skreyta
jólaþorpið.
Fjölbreytt dagskrá verður á sviðinu
í jólaþorpinu á morgun. Meðal annars
sýnir Leikfélag Hafnarfjarðar atriði
úr Jólasveinavísum eftir Jóhannes
úr Kötlum og sýningarhópur úr List-
dansskóla Hafnarfjarðar sýnir verkið
Jólaknús. Kveikt verður á jólatrénu kl.
16.45 en þá verða jólasveinar á sveimi
ásamt móður sinni, Grýlu.
Jólaþorpið er á Thorsplani, í miðbæ
Hafnarfjarðar, og er ómissandi þáttur
í jólahátíð Hafnfirðinga og annarra
landsmanna.
Þorpið samanstendur af fagurlega
skreyttum jólahúsum þar sem boðið
er upp á handverk, hönnun, heima-
bakaðar kökur, heimagerð jólakort,
konfekt, sultur og annað góðgæti, hand-
máluð kerti, jólakúlur, myndlist, skart-
gripi og að sjálfsögðu kakó og bakkelsi.
Jólaþorpið er opið allar helgar til
jóla frá 13-18, auk þess verður opið til
22.00 á Þorláksmessu en þá verða hug-
ljúfir jólatónleikar um kvöldið.
JÓLIN NÁLGAST
Jólasveinar og Grýla
koma í jólaþorpið á
morgun þegar ljósin á
jólatrénu verða tendruð.
JÓLAÞORPIÐ TÍU ÁRA
Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar í tíunda sinn á morgun kl. 14.00 en það var
sett upp í fyrsta skiptið fyrir jólin 2003.
Á sýningunni verður úrval muna til sýnis og sölu eftir 24 trérenni-smiði, sem allir eru meðlimir í
Félagi trérennismiða. „Smiðirnir eru með
mismunandi reynslu og bakgrunn og
þar af leiðandi eru gripirnir flestir mjög
ólíkir; skúlptúrar, skálar, kertastjakar
og fleira. Það er tilvalið fyrir fólk að
renna við í Ráðhúsinu um helgina og líta
munina augum,“ segir Karl Helgi Gísla-
son, sýningarstjóri og meðlimur í Félagi
trérennismiða á Íslandi.
Karl Helgi var dreginn inn í rennismíð-
ina fyrir algjöra tilviljun. „Félagi minn
ætlaði að hefja nám í trérennismíði hjá
kennara sem sagðist ekki taka nema að
minnsta kosti tvo nemendur í einu. Ég
sló til og varð nemandi númer tvö, og er
enn að baksa við þetta.“
Seinna stofnaði Karl Félag trérenni-
smiða á Íslandi. „Við vorum nokkrir
sem stofnuðum félagið fyrir átján árum
sem hefur undið töluvert upp á sig og
meðlimir orðnir um 250. Yfir vetrarmán-
uðina hittumst við einu sinni í mánuði í
smíðadeild Fjölbrautaskóla Breiðholts.
Þá er vanalega einhver sem flytur erindi
og smá sýnikennslu. Einnig er skipst á
ráðum og kunnáttunni miðlað meðal
manna. Þar sem þetta er áhugafélag eru
allir velkomnir, vilji þeir spreyta sig á tré-
rennismíðinni.“
Í Hafnarfirði er félagið með húsnæði,
tæki og tól fyrir félagsmenn. „Við leigjum
aðstöðu í Dalshrauni með einum renni-
bekk. Þangað geta meðlimir leitað séu
þeir ekki með aðstöðu heima hjá sér.“
Sýningin í Ráðhúsinu verður opnuð
í dag klukkan 16. Guðmundur Oddur
Magnússon, prófessor í grafískri hönnun
við Listaháskóla Íslands, betur þekktur
sem Goddur, mun sjá um að opna sýn-
inguna. Hún mun standa yfir til sunnu-
dagsins 2. desember. „Sé fólk áhuga-
samt um það hvað sé hægt að smíða
í rennibekk ætti það að líta við. Þarna
verður margt fallegt að sjá. Einnig er
hægt að fara á heimasíðu félagsins www.
trerennismidi.is og kynna sér starfsemi
þess nánar.“ ■ vidir@365.is
RENNT Í RÁÐHÚSINU
Einstök sýning á munum sem meðlimir Félags trérennismiða á Íslandi hafa smíð-
að verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Karl Helgi Gíslason segir marga
fallega muni verða þar til sýnis og því tilvalið að „renna“ við í Ráðhúsinu.
• Kjólar
• Mussur
• Skokkar
• Peysur
• Litaðar gallabuxur
• Pils
Og margt margt fleira
Rýmum fyrir jólavörunni
sem kemur eftir helgi
Við erum á Facebook
5.000 kr dagur föstud og laugard.
Við berum út sögur af frægu fólki
Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
Birtingur treystir okkur fyrir
öruggri dreifingu á Séð og heyrt
B
ra
n
de
n
bu
rg
NOSTRAÐ Karl Helgi
Gíslason segir margt
fallegra muna verða í
Ráðhúsinu um helgina.
MYND/STEFAN
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir