Fréttablaðið - 23.11.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.11.2012, Blaðsíða 26
FÓLK|HELGIN Undanfarna daga hafa börn úr leik- skólum bæjarins skreytt jólatrén í þorpinu með fallegum hlutum sem þau hafa sjálf búið til. Leikskólabörn hafa alltaf haft það hlutverk að skreyta jólaþorpið. Fjölbreytt dagskrá verður á sviðinu í jólaþorpinu á morgun. Meðal annars sýnir Leikfélag Hafnarfjarðar atriði úr Jólasveinavísum eftir Jóhannes úr Kötlum og sýningarhópur úr List- dansskóla Hafnarfjarðar sýnir verkið Jólaknús. Kveikt verður á jólatrénu kl. 16.45 en þá verða jólasveinar á sveimi ásamt móður sinni, Grýlu. Jólaþorpið er á Thorsplani, í miðbæ Hafnarfjarðar, og er ómissandi þáttur í jólahátíð Hafnfirðinga og annarra landsmanna. Þorpið samanstendur af fagurlega skreyttum jólahúsum þar sem boðið er upp á handverk, hönnun, heima- bakaðar kökur, heimagerð jólakort, konfekt, sultur og annað góðgæti, hand- máluð kerti, jólakúlur, myndlist, skart- gripi og að sjálfsögðu kakó og bakkelsi. Jólaþorpið er opið allar helgar til jóla frá 13-18, auk þess verður opið til 22.00 á Þorláksmessu en þá verða hug- ljúfir jólatónleikar um kvöldið. JÓLIN NÁLGAST Jólasveinar og Grýla koma í jólaþorpið á morgun þegar ljósin á jólatrénu verða tendruð. JÓLAÞORPIÐ TÍU ÁRA Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar í tíunda sinn á morgun kl. 14.00 en það var sett upp í fyrsta skiptið fyrir jólin 2003. Á sýningunni verður úrval muna til sýnis og sölu eftir 24 trérenni-smiði, sem allir eru meðlimir í Félagi trérennismiða. „Smiðirnir eru með mismunandi reynslu og bakgrunn og þar af leiðandi eru gripirnir flestir mjög ólíkir; skúlptúrar, skálar, kertastjakar og fleira. Það er tilvalið fyrir fólk að renna við í Ráðhúsinu um helgina og líta munina augum,“ segir Karl Helgi Gísla- son, sýningarstjóri og meðlimur í Félagi trérennismiða á Íslandi. Karl Helgi var dreginn inn í rennismíð- ina fyrir algjöra tilviljun. „Félagi minn ætlaði að hefja nám í trérennismíði hjá kennara sem sagðist ekki taka nema að minnsta kosti tvo nemendur í einu. Ég sló til og varð nemandi númer tvö, og er enn að baksa við þetta.“ Seinna stofnaði Karl Félag trérenni- smiða á Íslandi. „Við vorum nokkrir sem stofnuðum félagið fyrir átján árum sem hefur undið töluvert upp á sig og meðlimir orðnir um 250. Yfir vetrarmán- uðina hittumst við einu sinni í mánuði í smíðadeild Fjölbrautaskóla Breiðholts. Þá er vanalega einhver sem flytur erindi og smá sýnikennslu. Einnig er skipst á ráðum og kunnáttunni miðlað meðal manna. Þar sem þetta er áhugafélag eru allir velkomnir, vilji þeir spreyta sig á tré- rennismíðinni.“ Í Hafnarfirði er félagið með húsnæði, tæki og tól fyrir félagsmenn. „Við leigjum aðstöðu í Dalshrauni með einum renni- bekk. Þangað geta meðlimir leitað séu þeir ekki með aðstöðu heima hjá sér.“ Sýningin í Ráðhúsinu verður opnuð í dag klukkan 16. Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, betur þekktur sem Goddur, mun sjá um að opna sýn- inguna. Hún mun standa yfir til sunnu- dagsins 2. desember. „Sé fólk áhuga- samt um það hvað sé hægt að smíða í rennibekk ætti það að líta við. Þarna verður margt fallegt að sjá. Einnig er hægt að fara á heimasíðu félagsins www. trerennismidi.is og kynna sér starfsemi þess nánar.“ ■ vidir@365.is RENNT Í RÁÐHÚSINU Einstök sýning á munum sem meðlimir Félags trérennismiða á Íslandi hafa smíð- að verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Karl Helgi Gíslason segir marga fallega muni verða þar til sýnis og því tilvalið að „renna“ við í Ráðhúsinu. • Kjólar • Mussur • Skokkar • Peysur • Litaðar gallabuxur • Pils Og margt margt fleira Rýmum fyrir jólavörunni sem kemur eftir helgi Við erum á Facebook 5.000 kr dagur föstud og laugard. Við berum út sögur af frægu fólki Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is Birtingur treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Séð og heyrt B ra n de n bu rg NOSTRAÐ Karl Helgi Gíslason segir margt fallegra muna verða í Ráðhúsinu um helgina. MYND/STEFAN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.