Fréttablaðið - 23.11.2012, Síða 33

Fréttablaðið - 23.11.2012, Síða 33
LÍFIÐ 23. NÓVEMBER 2012 • 7 ÁFRAM Framhald á síðu 8 þá var eins og undirmeðvitundin hafi verið byrjuð að plotta. Það ásamt tíu ára reynslu í að reka gamla veitinga- staðinn minn var alveg frábært vega- nesti þegar við opnuðum Gló. Leyndar- málið okkar á Gló er að freistast aldrei til að nota annað en fyrsta flokks hráefni og krydda matinn með nóg af ást. En lífið snýst um fleira en matinn, þú átt góðan mann, Elías Guðmundsson, sem er með þér í einu og öllu. Viltu segja okkur aðeins frá því þegar þið kynntust eða hvað það var sem dró ykkur saman? Við kynntumst í svetti uppi í Elliðaár- dal. Ég var ekki á leiðinni í sam- band, og þó að svo hefði verið þá var það allavega ekki með manni sem var meira en áratug yngri en ég. Við vorum hópur fólks sem hélt hópinn og svettaði saman, v ið fórum á jóganám- skeið, vorum dugleg að borða saman og ým- islegt fleira. Við vorum mörg einhleyp og þarna kynntumst við Elli og urðum góðir vinir áður en við byrjuðum saman. Fannst þér aldursmunurinn eitthvað mál í byrjun? Mér fannst aldursmunurinn alveg slatta mál í byrjun þó svo að ég hafi ekki viljað viðurkenna það. En aldur er svo afstæður og fljótlega hætti ég að spá í þetta. Ég var samt reglulega minnt á aldursmuninn af öðru fólki sem horfði á tölurnar og var að velta þessu fyrir sér. Solla um Dorrit: Ég hef ekki hitt marga Íslendinga sem bera hag okkar jafn mikið fyrir brjósti og hún. MYND/VALLI Öflugt gegn blöðrubólgu ROSEBERRY Virkar innan 24 tíma 2-3 töflur fyrir svefn Fæst í apótekum, heilsubúðum og í heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is ƒ‚RAW GÓMSÆTT OG HOLLT SOLLA EIRÍKS → besti hráfæðiskokkur í heimi að dómi www.bestofrawfoods.com. Eftirréttir Sollu er einstök sælkerabók sem geymir fjölmargar uppskriftir að gómsætum og hollum freistingum. Kökur, bökur, konfekt, ís og margt annað ótrúlega girnilegt.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.