Fréttablaðið - 23.11.2012, Page 38

Fréttablaðið - 23.11.2012, Page 38
Andrea Sóleyjar & Björgvins- dóttir, þriggja stúlkna móðir, meistaranemi í menningar- stjórnun, flugfreyja, verk- efnastýra hjá WOW air og höfundur Bókarinnar okkar. „Uppskrift að súpunni hennar mömmu og brauðinu hans pabba er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um mat. Mamma er snilldar kokkur og pabbi sérlega liðtækur í brauðbakstrinum. Við dætur mínar erum alveg sólgnar í þessa dásamlegu tvennu og ekki skemmir fyrir að geta notið hennar í sveitinni hjá þeim í Tungu.“ Súpan góða fyrir 4-6 Einn mexíkó-, tveir papriku- og tveir piparostar bræddir vel saman í örlitlu vatni. 500 g gourmet-hakk steikt á pönnu með tveimur teningum af kjötkrafti og einum hreinum. Tveir laukar og tvær rósrauðar paprikur steiktar létt saman og blandað við hakkið. Fullt af rjóma bætt við ásamt einni teskeið af paprikukryddi og dós af Ora maísbaunum. Allt hrært varlega saman í stórum potti. Brauðið ómissandi Fjórum teskeiðum af geri er blandað vel saman við 6 dl af volgu vatni. Einum dl af ólífuolíu og tveimur teskeiðum af salti er bætt út og hveiti hrært saman við þar til deigið er hnoðhæft. Skipt í fjóra hluta og látið hefa sig um stund, um 20-30 mínútur. Dansið gjarnan á meðan. Deigið flatt út, rifnum osti og hvítlauksolíu makað innan í. Herlegheitum rúllað saman og penslað með mjólk. Virkilega gott að strá osti, basil og Salt- verkssalti ofan á. Lengjurnar látnar hefast hæð sína í um 5 mínútur og bakaðar í ofni þar til þær eru feitar og fínar. RIKKA VELUR AÐEINS ÞÁ BESTU Í kvöld hefur raunveruleikaþátturinn MasterChef Ísland göngu sína á Stöð 2. Í þættinum reyna áhugakokkar að heilla dómaratríóið sem er ekki af lakara taginu. Dómnefnd skipa Friðrika Hjör- dís Geirsdóttir sjónvarpskokkur, Eyþór Rúnars- son, yfirmatreiðslumaður á Nauthól, og Ólafur Örn Ólafsson, yfirþjónn á Hótel Marina. Það kemur áhorfendum örugglega mikið á óvart hve kröfuharðir dómararnir eru og sætta sig aðeins við það besta. Í fyrsta þættinum, sem sýndur er í kvöld, er fylgst með áheyrnarprufunum þar sem keppendur hafa nauman tíma til að töfra fram girnilega og bragð- góða rétti. Þeir bestu úr áheyrnarprufunum kom- ast síðan áfram í svokallað „Boot Camp“, eða herbúðir, þar sem þeir spreyta sig á ýmsum matreiðsluþrautum. Úr þessum krefjandi búðum komast átta áfram í MasterChef-eldhúsið, stærsta eldhús sem búið hefur verið til í sjón- varpi á Íslandi og er það útbúið fyrsta flokks tækjum og tólum frá Heimilistækjum. Í lokin stendur einn uppi sem sigurvegari og verður krýndur fyrsti meistarakokkur Íslands. DALSHRAUN 8RB RÚM 220 HAFNARFIRÐI SÍMI 555 0397WWW.RBRUM.IS þjóðleg vi ðurkenn- g fyrir framúrskar- ndi árangur í amleiðslu í rúmum g prs ingdýnum. OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ 8 - 18 OG Á LAUGARDÖGUM FRÁ 10 - 14 ÍSLENSK HÖNNUN Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærð- m og gerðum, allt eftir óskum við- vina. Við ráðleggjum fólki að hafa öllum hjónarúmum og tengja dýn- urnar saman með rennilásum. Mismunandi stíf- leika er hægt að velja allt eftir þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr. Mikið úrval af öllum tegundum rúma. Hafið samband við sölumenn okkar fyrir frekari upplýsingar. u skipta tvær dýnur í Al in a fr o Be tr i S to fa n

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.