Fréttablaðið - 23.11.2012, Síða 44

Fréttablaðið - 23.11.2012, Síða 44
23. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 28 BAKÞANKAR Stígs Helgasonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR LÁRÉTT 2. hæfileika, 6. skammstöfun, 8. ófarn- aður, 9. veiðarfæri, 11. tveir eins, 12. hroki, 14. einkennis, 16. hvort, 17. fjör, 18. angan, 20. holskrúfa, 21. köttur. LÓÐRÉTT 1. bak, 3. í röð, 4. litur, 5. hár, 7. liðs- afli, 10. saur, 13. fæðu, 15. fugl, 16. tré, 19. sjúkdómur. LAUSN LÁRÉTT: 2. gáfu, 6. eh, 8. böl, 9. net, 11. ll, 12. dramb, 14. aðals, 16. ef, 17. táp, 18. ilm, 20. ró, 21. kisa. LÓÐRÉTT: 1. lend, 3. áb, 4. fölblár, 5. ull, 7. herafli, 10. tað, 13. mat, 15. spói, 16. eik, 19. ms. Mig hefur dreymt sama drauminn síðan ég var lítill! Það er draugur að elta mig, mér tekst að saga hann í bita með samurai-sverðinu mínu en höndin lifir áfram og ... leggst um hálsinn minn ... Ég hef vaknað emjandi í mörg ár! Guð minn góður! Ég get ekki meir! Svona svona! Hérna ... Þú áttir ekki að fá þennan! Mér að kenna! Ekki seg ja neinum að ég sé góður strákur, ókei? ...uuu... Það vita það allir, Hektor. Þú ert álitinn áreiðanlegur og brjóstgóður drengur með mjög háan siðgæðisstuðul. Ég er sem sagt draumur allra for- eldra. Það er erfitt að losna við gott orðspor. Í gamla daga kunnu þeir sko að byggja beinagrindur. ...og án þess að hugsa byrjaði ég að gefa henni munn við munn. Bjargaðirðu skjaldbökunni með munn við munn? Já! Er þetta ekki það ótrúlegasta sem þú hefur heyrt? Jú. Mintu? Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gói Baunagrasið og Bráðskemmtileg og fyndin leiksýning fyrir alla fjölskylduna Fréttatíminn Morgunblaðið VEGNA MIKILLAR AÐSÓKNAR! AUKASÝNING SÍÐASTA SÝNING Sun 25/11 kl. 13:00 Ég hef ekki tölu á þeim myndum sem ég hef séð af bandarískum frægðar- mennum í annarlegu ástandi, teknum á lög- reglustöð eftir að þau hafa skandalíserað svo yfir sig að yfirvöld þurfa að grípa í taumana. Elvis, James Brown, Paris Hilton, Hugh Grant, Lindsay Lohan, Nick Nolte, Johnny Cash, OJ Simpson, Vanilla Ice, Larry King, Al Pacino, Jane Fonda, Jay-Z, Janis Joplin, Frank Sinatra … það væri hægt að fylla þennan pistil af nöfnum. Fólkið er misljótt, misútgrátið, með misvírað hár og misblóðhlaupin augu. Enda kallast þessi fyrirbæri „mugshots“ upp á ensku – trýnismyndir. Það er gert ráð fyrir að þær séu ljótar. FYRSTA og eina svona myndin sem ég hef séð af íslensku selebbi var myndin af Sigurði Einars- syni sem sérstakur saksóknari sendi Interpol til að fylgja alþjóðlegri eftirlýsingu. Hún var ekki mjög krass- andi. Samt hef ég stund- um öfundað kollega mína vestan hafs af því að hafa svona greiðan aðgang að myndum frá lögreglunni af öllum sem eru hand teknir. Þar er mönnum aldeilis umhugað um gagnsæi, hugsa ég, en átta mig yfirleitt jafn- harðan á því að auðvitað er þetta sumpart alveg galið. TIL samanburðar eru íslenskar reglur og venjur um þessi mál hins vegar fulltepru- legar. Vilji fjölmiðlamenn birta mynd af stórtækum glæpon þurfa þeir annaðhvort að stela gamalli mynd af netinu ef hún er á annað borð til og krossleggja svo fingur í von um að þeir verði ekki lögsóttir, eða sitja fyrir þeim í héraðsdómi og vona að þeir sjálfir eða lögreglan hafi ekki pakkað þeim inn í tíu númerum of stóra úlpu og vafið svo tóbaksklút utan um hausinn á þeim. Íslenskir glæpamenn vilja jafnan ekki að almenningur þekki þá í sjón og það er látið eftir þeim nema fjölmiðlar finni hjáleið. NÚ vill Siv Friðleifsdóttir gera það að einu af sínum síðustu verkum á þingi að þrengja enn að möguleikum fjölmiðla til að sýna fólki glæpamenn, með því að banna allar myndatökur í dómshúsum með lögum. Það er svo sem engin ástæða til að efast um Siv geri þetta af góðum hug, hún hefur reynt á eigin skinni að það getur verið aðilum að dómsmálum enn þungbærara en ella að mæta myndavélum á leið til réttarhalda. Þingmenn verða hins vegar að velta fyrir sér hvort sé meira mál: að hömlur séu settar á fréttaflutning eða að menn þurfi að skýla sér með dag- blaði. ANNARS er óþarfi að örvænta. Ef með þarf er Fréttablaðið með Halldór Baldurs- son í startholunum. Grímulaust réttlæti

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.