Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2012, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 23.11.2012, Qupperneq 48
23. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 32MENNING BÆKUR ★ ★★★★ Hin eilífa þrá Guðbergur Bergsson JPV-ÚTGÁFA Miðaldra einhleypur maður býr í íbúð á neðri hæð í úthverfi og á í dularfullu sambandi við konuna á efri hæðinni. Sjálfur vinnur hann í regnfataverksmiðju ásamt tveimur hópum kvenna, ann- ars vegar íslenskum saumakon- um, hins vegar austurlenskum sníðakonum, sem raunar koma lítið við sögu nema helst á kaffi- stofunni. Meðal annarra pers- óna eru prestur og eiginmaður einnar saumakonunnar og kona sem aðalpersónan, sem aldrei er nefndur annað en Feiti, á í ein- hvers konar sambandi við og er aldrei kölluð annað en Fagra. Fyrir þá sem þekkja til verka Guðbergs er ýmislegt kunnuglegt í nýjustu skáldsögu hans sem ber titilinn Hinn eilífa þrá og skartar undirtitlinum Lygadæmisaga. Þetta á bæði við um atburði og aðstæður persóna, notkun tákna og dæmisagna, samtöl persóna og einstaka setningar úr bókinni, bæði þær sem hafðar eru eftir sögumanni og þær sem koma frá persónum sögunnar. Það liggja þræðir frá þessari bók allt aftur til Tómasar Jónssonar metsölu- bókar og á leiðinni krækir hún í sögur eins og söguna af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans og fleiri sögur Guðbergs. En það sem er kunnuglegt við þessa sögu minnir ekki bara á skáldsögur Guðbergs. Stíll sögunnar og frásagnaraðferð minnir stundum meira á Guð- berg í pistlaham í dagblöðum eða á neti. Aðferðin einkennist af alhæf ingum og kaldri fjarlægð frá persónunum. Í augum sögu- manns virðast Feiti og allt hans fólk fremur ómerkilegt lið, og það er erfitt að fá á tilfinninguna að örlög þeirra hafi einhverja dýpri merkingu eða tilgang en þann að sýna fram á hversu innantómt og ömurlegt líf þeirra er. Undirtitill- inn Lygadæmisaga gefur vitan- lega í skyn að persónur sögunnar séu fulltrúar einhvers annars en sjálfra sín, og það má auðveld- lega lesa hana þannig að hér sé íslensku þjóðinni sagt til synd- anna einu sinni enn. En sú ádeila er að þessu sinni ákaflega bitlítil og ómarkviss og fyrst og fremst ákaflega þreytt. Þessi nýjasta skáldsaga Guð- bergs Bergssonar er sérkennileg smíð. Sagan sjálf er flöt og fátt sem dregur lesandann áfram í henni. Þótt á stöku stað megi finna skarplegar athuga semdir eða meinhæðnar þá nálgast sagan hvergi þau verk Guðbergs sem hafa skapað honum sess sem höfuðsnillingi íslenskra bók- mennta síðustu hálfu öld eða svo. Stundum skrifa frábærir rit- höfundar vondar bækur. Það er einfaldur sannleikur en ekki alltaf auðtekinn. Hin eilífa þrá er ein af þessum bókum. Best er að gleyma henni sem fyrst. Jón Yngvi Jóhannsson NIÐURSTAÐA: Skáldsaga sem stendur bestu verkum höfundarins mjög langt að baki. Af Feita og hans fólki Flutt verða sex ný verk eftir tón- skáld frá jafnmörgum þjóðum á tónleikum Duo Harpverk í Nor- ræna húsinu á sunnudag. Öll eru þau skrifuð að beiðni flytjend- anna. „Þetta er í fyrsta skipti sem við spilum heila tónleika án þess að norrænir tónsmiðir komi við sögu. Þessir eru allir lengra frá. „Við fengum eitt stykkið í vor og það síðasta fyrir tveimur dögum,“ segir Frank og kynnir verkin og tón skáldin aðeins nánar. „Eitt verk er eftir Andrew Gen. Popoff frá Rússlandi, það eina sem er ekki frumflutt nú. Við spiluðum það á Listahátíð í sumar í Kaldalóni. Svo er eitt frá Egyptalandi, eftir 19 ára tónskáld, Bahaa El-Ansary, sem við vonumst til að geti komið á tón- leikana. Í Kaíró er margt ómögu- legt en síðast þegar við fréttum var okkar maður búinn að fá allar undir skriftir nema eina. Þetta er piltur sem ég kynntist á Face book og var alveg til í að semja fyrir okkur. Það er frekar sérstakt verk en mjög skemmtilegt. Hann sendi okkur líka hljóðfæri frá Egypta- landi sem ég ætla að spila á.“ Frank og tónskáldið Dennis Bat- hory-Kitsz frá Bandaríkjunum kynntust líka gegnum Facebook. „Dennis er ákveðinn í að mæta og er fyrir löngu búinn að bóka flug,“ segir Frank. „Við fáum tvo söngv- ara til að syngja með okkur í verkinu hans, Erlu Dóru Vogler og Árna Guð- jónsson. Tónskáldið hafði hugsað sér að við gætum sungið það líka en það er of mikið í gangi í hljóðfæra- leiknum til að við getum það. Við höfum sungið í nokkrum stykkjum en í þessu var það of mikið.“ Eitt stykkið er eftir Alexöndru Fol frá Búlagaríu. „Alexandra býr í Montreal í Kanada. Það er verkið sem við fengum fyrst. Ætl- uðum að spila það í sumar en það var ekki tækifæri til þess svo við geymdum það fyrir þessa tónleika,“ segir Frank og heldur áfram: „Ana Paola Santillán Alcocer frá Mexíkó býr líka í Montreal, bara til viljun. Hennar verk er melódískt og skemmtilegt og frekar hefð bundið. Eitt verkið er grískt. Panayiotis Demopoulos er eina tónskáldið sem við höfum hitt áður. Við fórum til Færeyja í sumar að spila og hittum hann þar. Það er verkið sem við fengum síðast.“ Sjálfur er Frank frá Hollandi, flutti hingað 2001 og talar reiprenn- andi íslensku. Katie flutti hingað frá Bandaríkjunum 2005. „Við spilum bæði í Sinfó og kynntumst þar og fyrstu tónleikar okkar saman voru í apríl 2007,“ lýsir Frank. „Við héldum fimm ára afmælistónleika í Iðnó í apríl í vor og erum nýbúin að gefa út geisladisk sem heitir The Greenhouse Sessions enda er hann tekinn upp í gróðurhúsi.“ gun@frettabladid.is Fengum hljóðfæri sent frá Egyptalandi Vegabréf kallast tónleikar Katie Elizabeth Buckley hörpuleikara og Franks Aarnink slagverksleikara, sem mynda Duo Harpverk, í 15.15 tónleikasyrpu Nor- ræna hússins á sunnudaginn klukkan 15.15, enda koma verkin víða að. DUO HARPVERK Þau Frank og Katie æfa stíft þessa dagana fyrir tónleikana á sunnudaginn. Frá upphafi hafa Katie Buckley og Frank Aarnink, sem skipa Duo Harpverk, pantað yfir 60 verk fyrir hörpu og slagverk úr flestum heimshornum. Þótt þau hafi flutt mörg verk eftir reynd tónskáld hafa þau lagt áherslu á að panta og flytja tónlist ungra íslenskra og erlendra tónskálda. Duo Harpverk hefur leikið á Myrkum músíkdögum, Iceland Airwaves, Kirkjulistahátíð og Ung Nordisk Musik. Það hefur haldið nokkra tónleika á 15.15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu og farið í tónleikaferðir til út- landa, meðal annars um Holland og Danmörku. Fyrir hörpu og slagverk Kammerkór Seltjarnarneskirkju heldur tónleika í kirkju sinni á morgun undir yfirskriftinni Ljúfir tónar frá liðnum öldum. Þar verða flutt valin verk eftir J. G. Rheinberger og F. B. Mendelsohn. Sjö einsöngvarar koma fram á þessum tónleikum, allir úr röðum kórs- ins, enda er kórinn að mestu skipaður lærðum einsöngvurum. Félagar úr Sinfóníuhljómsveit áhugamanna leika undir á tónleikunum ásamt Judith Þorbergsson orgelleikara. Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson. - gun Mendelsohn á Nesinu Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngur á morgun. KAMMERKÓRINN Í kammerkór kirkjunnar eru einkum lærðir einsöngvarar og raddir þeirra hljóma á morgun. Fullorðnir og börn geta tekið þátt í gjörningi í Listasafni Íslands á morgun klukkan ellefu. Gjörningurinn er í formi listsmiðju þar sem þátttakendum er boðið að vinna með bjarta liti og blanda saman í lit- róf skammdegisins. Fyrir forvitna um eðli og virkni lita er hér kjörið tækifæri til að kynnast þessum spennandi heimi. Umsjón með verk- efninu hafa listamennirnir Ásta Björk Ríkharðsdóttir, Benedikt H. Hermannsson, Emma Sofia Lindahl, Eygló Harðardóttir og Sigríður Melrós Ólafsdóttir. Verkefnið er samvinnuverkefni Listasafns Íslands og Listaháskóla Íslands. Þátttaka ókeypis fyrir börn frá 10 ára og fullorðna. Þátttakendur þurfa að skrá sig í dag. Í öðru ljósi Þátttökugjörningur og listsmiðja fyrir börn og un- glinga í Listasafni Íslands á morgun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.