Fréttablaðið - 23.11.2012, Side 50

Fréttablaðið - 23.11.2012, Side 50
23. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 34 MYNDLIST ★★★ ★★ Rek Anna Hallin og Olga Bergmann LISTASAFN ÍSLANDS Sýningunni er skipt í tvö rými. Í fremra rýminu er stór ljósmynd af uppblásinni vindsæng, í líki Íslands, fljótandi á tjörn og á gólf- inu eru rauðleitar steinsteyptar afsteypur af litlum (hverfandi?) uppblásnum íslenskum jöklum. Í innra rýminu er um heildstæða innsetningu að ræða, sem tengist beint því sem er í fremri salnum. Þarna eru fjögur myndbönd, þrjú tré, sem ná frá gólfi upp í loft, sem einnig þjóna hlutverki skjávarpa- standa, sem er skemmtileg lausn, og svo er garðbekkur fyrir mann að sitja á á meðan maður horfir á myndböndin. Í lengsta myndbandinu, sem er þungamiðja sýningarinnar, kemur vindsængin nokkuð við sögu þar sem fólk liggur á henni, veltir henni og situr á henni. Í mynd- bandinu er tekið viðtal við fólk, heimspekinga og jarðfræðing, sem ræðir um félagsfræðilega og jarð- fræðilega hluti í bland. Í öðru myndbandi bisar annar listamannanna við vindsængina, sem gæti verið vísun í átök hennar við þetta land sem hún býr á, ver- andi af erlendum uppruna. Á öðru myndbandi í rýminu er jarðfræðikortum af ýmsum löndum blandað saman í sífellu til að undirstrika hina síkviku jörð sem við lifum á og eilífa hringrás jarðar og lífsins sjálfs. Í fjórða myndbandinu sést vind- sængin fljótandi á tjörn eins og menn kannast við úr verkum list- málarans franska Claude Monet, en þar eru listamennirnir að tengja vindsængina, ímynd Íslands, lista- sögunni, en um leið að vísa til þess vel skilgreinda heims sem Claude Monet starfaði í. Þessar vanga veltur tengjast einmitt frá- sögn jarðfræðingsins í hinu mynd- bandinu, sem talar um jörðina sem „lokað“ kerfi þar sem jarð- efnin ganga endalaust í hringi í jarðsögulegum tíma. Meginlöndin ganga niður í jörðina, bráðna þar og gjósa síðan upp á nýjum stað, og síðan breytist jörðin samkvæmt landrekskenningunni í sífellu og jarðflekana rekur um 2 cm á ári, eða jafnmikið og neglur vaxa á ári, til að gefa einfaldan samanburð. Í myndbandinu er einnig vísað til forgengileika mann skepnunnar, með vísan í risastórt eldgos sem varð fyrir tugþúsundum ára, sem varð til þess að aðeins 10.000 for- feður mannsins lifðu af á jörðinni, á afmörkuðu landsvæði. Sýningin hverfist um tilvistar- legar spurningar, hringrás allra hluta á jörðinni og hið síbreytilega ástand. Hún minnir okkur á smæð okkar og forgengileika, að við manneskjurnar séum í raun bara rekald í jarðsögulegum tíma. Þóroddur Bjarnason NIÐURSTAÐA: Áhugaverðar og þarfar hugleiðingar, settar fram í vönd uðum listhlutum. Með betri fókus hefði verið hægt að koma meginskila- boðunum enn sterkar á framfæri. Hringrás og forgengileiki REK Sýning Önnu Hallin og Olgu Bergmann hverfist um tilvistarlegar spurningar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Leikhópurinn Leikur einn efnir til aukasýningar á leiksýningunni Hvílíkt snilldarverk er maðurinn! eftir Sigurð Skúlason og Benedikt Árnason sem er byggð á höfundar- verki Williams Shakespeare í þýð- ingu Helga Hálfdanarsonar. Sigurður Skúlason leikur og leik- stjóri er Benedikt Árnason. Sýningin var sýnd í Þjóðleikhús- kjallaranum á síðasta leikári, en auk þess var hún sýnd víða á lands- byggðinni í vor og haust við afar góðar viðtökur áhorfenda, jafnt hér í höfuðborginni sem úti á landi, að sögn Sigurðar. Hann segir að sýningin sé óður til leiklistarinnar og þess besta sem hún hefur af sér alið: verka Williams Shakespeare. Í sýningunni er raðað saman brotum úr leikritum Shakespeares að viðbættri einni sonnettu, svo úr verður heildarmynd er tekur einum þræði mið af vegferð mannsins frá vöggu til grafar og öðrum þræði af skyldleika lífs og leikhúss sem var Shakespeare einkar hugleikinn. Sýningin hefst á mánudagskvöld klukkan 20 og aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða. Hvílíkt snilldar- verk er maður- inn! sýnt í Iðnó SNILLDARVERK Verkið Hvílíkt snilldarverk er maðurinn! er einleikur sem Sigurður Skúlason flytur. Læknar segja að lífsstíll nútímamannsins muni granda fleirum en drepsóttir fyrri alda og óttast að heimsfaraldur sé í uppsiglingu. Óheilsusamlegt mataræði, tóbaksreykingar, misnotkun áfengis og hreyfingarleysi kemur við sögu í ótal langvinnum sjúkdómum. Úr hverju deyja Íslendingar og hvernig á að koma í veg fyrir faraldurinn? Unnsteinn í Retro Stefson fagnar því að rúllukragapeysur séu loks komnar í tísku. Ver raddböndin í rúllukraga Vandamál vegna brennisteins- mengunar virkjana eru óleyst. Hvað þýðir það fyrir virkjanaáform? Mengun yfir hættumörkum Fylltur kjúklingur og perusalat í matarboðið. Einfalt á aðventunni Meistari Megas hefur sent frá sér textasafn sitt til 45 ára. Held mest upp á textana sem þykja verstir Helgarblað Fréttablaðsins Meðal efnis núna um helgina Helgarblað Fréttablaðsins, ómissandi hluti af góðri helgi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.