Fréttablaðið - 23.11.2012, Page 51
FÖSTUDAGUR 23. nóvember 2012 | MENNING | 35
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER
2012
Upplestur
12.10 Eyrún
Ingadóttir og
Kristín Helga
Gunnarsdóttir lesa
úr bókum sínum
í húsnæði Ráð-
gjafarþjónustu
Krabbameins-
félagsins að Skóg-
arhlíð 8. Boðið
verður upp á te,
kaffi og brauð.
Leikrit
20.00 Leikfélagið Peðið sýnir óperuna
Bjarmaland II eftir Jón Benjamín
Einarsson. Tónlist og leikstjórn er í
höndum Andreu Gylfadóttur. Sýnt er í
Kjallaranum, Laugarvegi 73.
Tónlist
20.00 Björn Thoroddsen og Kristinn
Sigmundsson halda tónleika í Salnum,
Kópavogi, undir yfirskriftinni Ég veit þú
kemur. Auk þeirra koma fram Sigrún
Hjálmtýsdóttir söngkona og Gunnar
Hrafnsson bassaleikari.
20.00 Baggalútur heldur tónleika á
Græna Hattinum, Akureyri. Miðaverð er
kr. 5.555. Aðrir tónleikar verða klukkan
23.00.
21.30 Hljómsveitin Árstíðir heldur
tónleika á Café Rosenberg.
22.00 Hljómsveitin Árstíðir heldur
tónleika á Café Rosenberg.
23.00 Hljómsveitin Homo and the Sapi-
ens leikur á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakka-
stíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
Leiðsögn
12.00 Boðið verður upp á leiðsögn um
sýningu Þórunnar Elísabetar Sveins-
dóttur, Lauslega farið með staðreyndir
– sumt neglt og annað saumað fast, og
sýningu Þuríðar Rósar Sigurþórsdóttur,
Hinumegin. Báðar sýningarnar standa
nú yfir í Hafnarborg og er aðgangur
ókeypis.
Fyrirlestrar
20.00 Ástvaldur Zenki Traustason
heldur fyrirlestur í húsi Lífspekifélags-
ins að Ingólfsstræti 22. Fyrirlesturinn
nefnir hann Hversdags Zen.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is og einnig er hægt að skrá
þá inni á visir.is.
Tímaritið Stuðlaberg er helgað hagyrðingum
og hinu hefðbundna bragformi. Útgefandi
þess, ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ragnar
Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku sem segir
í formála að Ísland sé lögheimili hefðbundna
ljóðsins enda sé ljóðstafahefðin löngu týnd
úr kveðskap annarra þjóða.
Í þessu fyrsta hefti Stuðlabergs eru meðal
annars viðtöl við Ómar Ragnarsson og
Kristínu Jónsdóttur á Hlíð en hún sendi frá
sér ljóðabókina Bréf til næturinnar fyrir
þremur árum sem hefur rokselst. Kristján
Árnason, prófessor við HÍ, upplýsir í viðtali
að aukinn bragfræðiáhugi sé við skólann og
birtar eru limrur sem nemendur í 10. bekk
Háaleitisskóla ortu í hópvinnu í nýliðnum
október.
Nokkrir hagyrðingar svöruðu kalli rit-
stjórans og ortu á einu kvöldi nýjar vísur
um nýju íslensku stjórnarskrána. Davíð
Hjálmar Haraldsson velti fyrir sér hvort
hún mundi halla til hægri eða vinstri:
Stjórnarskrá brátt kynna kauðar,
kátleg verður bókin sú;
hægri síður eflaust auðar,
allar hinar fagurrauðar
eins og séu út úr kú.
Ísland lögheimili hefðbundna ljóðsins
Hagyrðingar og hið hefðbundna bragform er efniviður Stuðlabergs, sem er nýstofnað tímarit.
RITSTJÓRINN Ragnar Ingi ætlar að gefa út Stuðlaberg
tvisvar á ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON