Fréttablaðið - 23.11.2012, Side 58
23. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| SPORT | 42
KÖRFUBOLTI Það verður körfubolta-
veisla í Stykkishólmi í kvöld og á
morgun þegar úrslitahelgi Lengju-
bikarsins fer í fyrsta sinn fram utan
suðvesturshornsins. Snæfellingar
eru í hlutverki gestgjafans en þeir
eiga möguleika á að vinna þessa
keppni í þriðja sinn frá 2007.
„Ég tippa á að það verði
dunkarnir tveir úr Vestur bænum
sem mætast í úrslitaleiknum,“ sagði
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari
Njarðvíkur. Einar Árni er þarna
að tala um jafnaldrana og æsku-
félagana Inga Þór Steinþórsson,
þjálfara Snæfells, og Benedikt Guð-
mundsson, þjálfara Þórs.
Tindastóll situr í neðsta sæti
Dominos-deildarinnar en hefur
bitið frá sér í þessari keppni. Öll
hin liðin í úrslitunum, Snæfell,
Grindavík og Þór, eru meðal efstu
fjögurra liðanna eftir fyrstu sjö
um ferðirnar. Tindastóll mætir Þór
í fyrri undanúrslitaleik dagsins sem
hefst klukkan 18.30.
„Tindastóll er lið sem fór seint
af stað og eins og svo oft áður þá
eru þeir að styrkjast jafnt og þétt.
Ég hefði alveg verið tilbúinn að
mæta þeim í deildinni fyrir löngu
síðan. Ég á þá í desember og veit
að ég mun fá þá í sínum besta gír.
Þetta verður langt frá því að vera
eitthvað auðvelt fyrir Þórsarana,“
sagði Einar Árni.
„Ég held að báðir leikirnir verði
járn í járn sem er svolítið saga tíma-
bilsins. Það hafa fleiri leikir en færri
verið jafnir fram á síðustu sekúndur.
Ég sé ekki fyrir mér einhverja stór-
sigra,“ segir Einar en hvað með upp-
gjör Snæfells og Grindavíkur sem
mætast klukkan 20.30.
„Hólmararnir eru hrikalega erf-
iðir á heimavelli. Það er eins og
vinstri höndin á Nonna sjái stærri
körfu þar. Þeir hitta alltaf svaka-
lega vel þar og eru bara gríðar-
lega erfiðir heim að sækja,“ sagði
Einar Árni og er þarna að tala um
Snæfellinginn Jón Ólaf Jónsson
sem hefur spilað afar vel í vetur.
Snæfell er annað félagið sem fær
Lengjubikarúrslitin á heimavelli
en Keflvíkingar voru í sömu stöðu
árið 2002 og unnu þá titilinn.
„Ég held að heimavöllurinn eigi
eftir að hjálpa pínulítið í þetta
skiptið en ég yrði samt ekkert hissa
ef Grindavík tæki sigurinn,“ sagði
Einar Árni en Grindavík vann 110-
102 sigur á Snæfelli þegar liðin
mættust í 27 þrista leik í Grindavík
í október.
Úrslitaleikurinn fer fram
klukkan 16.00 á morgun en Grind-
víkingar gætu þar spilað sinn fjórða
úrslitaleik í þessari keppni á síð-
ustu fimm árum. Þór hefur aldrei
unnið stóran titil í meistaraflokki
en Tindastóll vann hins vegar þessa
keppni fyrir þrettán árum.
- óój
Spáir að Ingi og Benni mætist í úrslitaleik
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, fer yfi r undanúrslitaleiki Lengjubikarsins í Hólminum í kvöld.
ÞORLEIFUR ÓLAFSSON Getur lyft lengjubikarnum í þriðja sinn á fjórum árum
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÖNNUR SKOÐUN:
Teitur Örlygsson,
þjálfari Stjörnunnar
Tindastóll-Grindavík
„Ég ætla að vera djarfur að spá
Tindastól sigri af því að þeir eru
á skriði í þessari keppni. Ég held
að Grindavík taki Snæfell. Það
skiptir Grindavík engu máli þótt
þeir séu á útivelli því þeir hitta
alveg jafnvel þar,“ sagði Teitur
Örlygsson, þjálfari Grindavíkur
um hvaða lið hann spáir í úrslita-
leik Lengjubikarsins í ár.
HANDBOLTI Wetzlar hefur komið
liða mest á óvart í þýsku úrvals-
deildinni í haust og liðið sendi skýr
skilaboð með frábærum útivallar-
sigri á Füchse Berlin í fyrrakvöld,
28-27. Með sigrinum höfðu liðin
sætaskipti og er Wetzlar komið
upp þriðja sætið – nánast öllum að
óvörum.
Kári Kristján Kristjánsson og
Fannar Friðgeirsson eru á mála
hjá Wetzlar en sá fyrrnefndi átti
stórleik gegn Füchse Berlin. Hann
var markahæstur með sjö mörk og
skoraði sigurmark sinna manna
rúmri mínútu fyrir leikslok.
„Þetta var algjör sleggja,“ sagði
Kári Kristján í léttum dúr þegar
að Fréttablaðið sló á þráðinn til
hans í gær. „Því er ekki að neita
að við erum í spútnikbransanum
þessar vikurnar og höfum komið
öllum á óvart – ekki síst okkur
sjálfum,“ bætir hann við.
Fór á kostum á lokamínútunum
Lokamínútur leiksins voru æsi-
spennandi. Wetzlar var þremur
mörkum yfir en Füchse Berlin
náði að jafna metin þegar rúmar
tvær mínútur voru eftir. Kári
Kristján skoraði sigurmarkið
stuttu síðar en þess má geta að
línumaðurinn sterki sá alfarið um
markaskorun Wetzlar síðustu tíu
mínútur leiksins. Þá skoraði hann
öll fjögur mörk liðsins.
„Ég spáði reyndar ekkert í því
fyrr en ég las það eftir leikinn. Og
er ég ekki að ljúga neinu um það,“
segir hann og hlær. „Þetta spil-
aðist ágætlega fyrir mig síðasta
korterið en fram að því hafði ég
lítið fengið boltann. Þetta er bara
eitthvað sem þróast eftir því sem
líður á leikinn og geta verið ýmsar
ástæður fyrir því.“
Engin algild skýring á genginu
Dagur Sigurðsson er þjálfari
Füchse Berlin og hefur náð frá-
bærum árangri með liðið. Tvö ár
í röð hefur liðið komist í Meist-
aradeild Evrópu og fóru Berlínar-
refirnir alla leið í undanúrslit
Meistaradeildar Evrópu á sínu
fyrsta tímabili í keppni þeirra
bestu.
Það telst því til mikilla tíðinda
þegar að lið eins og Wetzlar
blandar sér skyndilega í topp-
baráttu deildarinnar eins og liðið
gerði á miðvikudagskvöldið.
Kári segir erfitt að finna eina
algilda skýringu fyrir þessu góða
gengi. Það sé margt sem komi til.
„Við fengum nokkra góða leik-
menn fyrir tímabilið en svo hefur
okkur tekist að spila mjög vana-
fastan og góðan handbolta. Vörnin
okkar er mjög sterk og við erum
með góðan markvörð, enda höfum
við fengið einna fæst mörk á okkur
í deildinni. Þetta hefur bara verið
heilt yfir nokkuð stöðugt hjá okkur
og það skiptir máli,“ segir hann
og neitar því ekki að gengi liðsins
hafi komið sér á óvart.
Getur verið fljótt að breytast
„Fjárhagur okkar er ekki í námunda
við þessi félög sem eru yfirleitt í
toppbaráttu deildarinnar. Þar af
leiðandi eru margir hissa á þessu en
við vitum líka að þetta getur verið
fljótt að breytast. En er á meðan er
og ég ætla að njóta augnabliksins.
Við höfum engu að tapa og förum
í leikina gegn þessum stóru liðum
alveg áhyggju lausir. Nú eigum við
fram undan leiki gegn liðum sem
eru fyrir neðan okkur í töflunni og
reynir þá á að sýna að við getum
haldið dampi og unnið þau líka,“
segir Kári.
Get ekki kvartað
Kári Kristján er á sínu þriðja tíma-
bili hjá Wetzlar og segist hafa
bætt sig á hverju ári. „Ég missti
reyndar af öllu undirbúningstíma-
bilinu vegna Ólympíuleikanna og
því var byrjun tímabilsins hjá mér
nokkuð brösótt. En svo hefur þetta
gengið ágætlega og ég hef fengið
mínar 45-50 mínútur í leik. Ég hef
því yfir litlu að kvarta.“
eirikur@frettabladid.is
Komið sjálfum
okkur á óvart
Kári Kristján Kristjánsson átti stórleik þegar að lið
hans Wetzlar skaust upp í þriðja sæti þýsku úrvals-
deildarinnar í handbolta með sigri á Füchse Berlin á
útivelli. Kári skoraði fj ögur síðustu mörk Wetzlar.
VÍGALEGUR Kári Kristján í leik með þýska liðinu Wetzlar. NORDICPHOTOS/GETTY
Fannar Friðgeirsson er á sínu fyrsta tímabili í Wetzlar en hann kom til
liðsins frá B-deildarliðinu Emsdetten þar sem hann var í tvö ár. „Hann
hefur komið mjög sterkur inn í okkar lið. Fannar er okkar aðalmaður þegar
við spilum framliggjandi vörn og er virkilega sterkur í návígi. Hann átti
sérstaklega góðan leik gegn Füchse Berlin, bæði í sókn og vörn, en ég tel
að hann eigi samt heilmikið inni. Enda er hann enn að venjast úrvals-
deildinni,“ segir Kári Kristján Kristjánsson, liðsfélagi hans.
➜ Fannar er öflugur
50:09 23-25 Kári skorar
50:32 Mark Bult skorar 24-25
52:49 24-26 Kári skorar
56:03 Konstantin Igropulo skorar 25-26
56:44 Torsten Laen skorar 26-26
57:30 26-27 Kári skorar
57:54 Ivan Nincevic skorar 27-27
58:09 Denis Spolijaric fær brottvísun
58:52 27-28 Kári skorar
59:32 Dagur tekur leikhlé
60:00 Leik lokið
Síðustu tíu mínúturnar
ÚRSLIT
N1-DEILD KARLA
AKUREYRI 25 (13)
FRAM 18 (12)
Mörk Akureyrar (skot): Bergvin Þór Gíslason 8
(10), Guðmundur H. Helgason 6 (9), Geir Guð-
mundsson 5 (7), Bjarni Fritzsson 4/2 (7/2), Heimir
Örn Árnason 1 (1), Hreinn Þór Hauksson 1 (1),
Andri Snær Stefánsson (1), Snorri Björn Atlason
(1).
Varin skot: Jovan Kukobat 9/1 (26/4, 35%).
Hraðaupphlaup: 1 (Bjarni 1)
Fiskuð víti: 2 (Guðmundur H. 1, Friðrik 1)
Utan vallar: 12 mínútur.
Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 6 (12),
Haraldur Þorvarðarson 4/3 (5/4), Stefán Darri
Þórsson 2 (6/1), Elías Bóasson 1 (1), Stefán
Baldvin Stefánsson 1 (1), Ægir Hrafn Jónsson
1 (2), Garðar B. Sigurjónsson 1/1 (2/2), Ólafur
Magnússon 1 (3), Sigurður Eggertsson 1 (3), Arnar
Freyr Dagbjartsson (1).
Varin skot: Björn Viðar Björnsson 7 (21/2, 33%),
Magnús Erlendsson 3 (14, 21%).
Hraðaupphlaup: 3 (Róbert 1, Stefán 1, Ægir 1)
Fiskuð víti: 7 (Róbert Aron Hostert 1, Haraldur
Þorvarðarson 1, Stefán Darri Þórsson 1, Elías
Bóasson 2, Stefán Baldvin Stefánsson 1, Ólafur
Magnússon 1)
Utan vallar: 8 mínútur.
AFTURELDING 28 (15)
HK 28 (13)
Mörk Aftureldingar (skot): Örn Ingi Bjarkason
6/1 (8/1), Jóhann Jóhannsson 5 (10/1), Sverrir Her-
mannsson 5 (11), Pétur Júníusson 4 (4), Hilmar
Stefánsson 4/1 (6/2), Benedikt R. Kristinsson 3 (5),
Helgi Héðinsson 1 (1), Þrándur Gíslason (2).
Varin skot: Davíð Svansson 13/3 (35/4, 37%),
Smári Guðfinnsson 3 (9/1, 33%).
Hraðaupphlaup: 6 ( Jóhann 2, Hilmar 2, Sverrir
1, Pétur 1)
Fiskuð víti: 4 (Örn Ingi 2, Þrándur 2)
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 9/1 (16/3),
Garðar Svansson 5 (6), Ólafur Víðir Ólafsson 5/1
(8/1), Atli Karl Bachmann 4 (4), Bjarki Már Gunn-
arsson 2 (2), Leó Snær Pétursson 2 (3), Daníel Örn
Einarsson 1 (3/1), Eyþór Már Magnússon (2).
Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 15/2 (43/4,
35%).
Hraðaupphlaup: 5 (Bjarki Már 4, Leó Snær 1)
Fiskuð víti: 5 (Bjarki Már 1, Garðar 2, Ólafur
Víðir 2)
FH 26 (9)
VALUR 23 (10)
Mörk FH (skot): Ragnar Jóhannsson 5 (8), Ás-
björn Friðriksson 5/1 (9/1), Logi Geirsson 4 (6),
Sigurður Ágústsson 3 (6), Einar Rafn Eiðsson
3/2 (7/3), Andri Berg Haraldsson 2 (3), Þorkell
Magnússon 2 (4), Ari Magnús Þorgeirsson 1
(2), Arnar Birkir Hálfdánsson 1 (2), Magnús Óli
Magnússon (1), Bjarki Jónsson (2).
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 17 (40, 43%).
Hraðaupphlaup: 8 (Ragnar 1, Ásbjörn 2, Logi 2,
Andri Berg 2, Þorkell 1).
Fiskuð víti: 4 (Sigurður 2, Ásbjörn 1, Þorkell 1)
Utan vallar: 0 mínútur.
Mörk Vals (skot): Finnur Ingi Stefánsson 6 (13),
Atli Már Báruson 4 (5), Hjálmar Þór Arnarson 3
(3), Adam Seferovic 3 (9), Sigfús Sigurðsson 2 (2),
Vignir Stefánsson 2 (5), Valdimar Fannar Þórsson
2 (5/1), Gunnar Kristinn Þórsson 1 (1), Agnar
Smári Jónsson (3), Þorgrímur Smári Ólafsson (3).
Varin skot: Hlynur Morthens 17/1 (42/3, 40%).
Hraðaupphlaup: 9 (Finnur Ingi 4, Seferovic 1,
Vignir 2, Valdimar 1, Gunnar 1)
Fiskuð víti: 1 (Atli Már 1)
Utan vallar: 8 mínútur.
STAÐAN
Haukar 8 7 1 0 218-175 15
Akureyri 9 5 1 3 224-216 11
ÍR 8 4 1 3 210-209 9
FH 9 4 1 4 217-229 9
HK 9 3 2 4 219-232 8
Fram 9 3 1 5 225-232 7
Valur 9 2 2 5 214-222 6
Afturelding 9 2 1 6 220-232 5
EVRÓPUDEILD UEFA
LAZIO 0
TOTTENHAM 0
Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Tottenham.
LIVERPOOL 2
YOUNG BOYS 2
1-0 Jonjo Shelvey (33.), 1-1 Raul Bobadilla (52.),
2-1 Joe Cole (72.), 2-2 Elsad Zverotic (88.)
NEWCASTLE 1
MARITIMO 1
1-0 Sylvain Marveaux (23.), 1-1 Fidelis (79.).
MOLDE 1
FC KAUPMANNAHÖFN 2
Rúrik Gíslason var í byrjunarliði FCK skoraði sigur-
mark leiksins á 72. mínútu. Ragnar Sigurðsson var
einnig í byrjunarliðinu en Sölvi Geir Ottesen var
ekki í leikmannahópunum.
AIK 1
NAPOLI 2
Helgi Valur Daníelsson skoraði mark AIK.
visir.is
ALLT UM LEIKI
GÆRKVÖLDSINS
SPORT