Fréttablaðið - 23.11.2012, Síða 62

Fréttablaðið - 23.11.2012, Síða 62
23. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 46 OREO BANANA SÚKKULAÐIKAKA Sími: 561 1433 Innihald: Súkkulaðibotnar, súkkulaðimousse, bláberja sulta , ba nan ar og O re ok ex . Opnunartími: mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugar- og sunnudaga 8.00 -16.00 P R E N T U N .IS Fréttablaðið efnir til verðlaunasamkeppni um bestu frumsömdu jólasöguna. Verðlaunasagan birtist í Fréttablaðinu á aðfangadag, myndskreytt af Halldóri Baldurssyni teiknara. Samkeppnin er öllum opin. Einu skilyrðin eru þau að sagan fjalli um jólin eða fangi anda jólanna með einum eða öðrum hætti. Lengdarmörk eru 1.000 til 1.300 orð en að öðru leyti eru efnistök frjáls. Sögur skal senda á netfangið jolasaga@frettabladid.is. Skilafrestur er til 5. desember. Fyrstu verðlaun eru Intel Pentium-fartölva frá Toshiba. Verðlaun fyrir annað og þriðja sæti eru spjaldtölvur af gerðinni United. Sigurlaunin eru frá Tölvulistanum. Jólasagan þín „Ég stend vaktina alla helgina í Dótturfélaginu en er svo heppin að vera boðin í risa matarboð í anda þakkargjörðarhátíðarinnar á laugardaginn. Það verður hápunktur helgarinnar og ég hlakka mikið til.“ Oddný Jóna Bárðardóttir, annar eigandi fataverslunarinnar Dótturfélagið. HELGIN „Ég held að ég gæti verið búin að finna spegilmynd mína. Ég ætla samt ekki að gera mér of miklar vonir því ég á eftir að hitta hana,“ segir leikkonan Ólöf Hugrún Valdi- marsdóttir sem opinberaði misstóra fætur sína í blaðinu í gær. Hægri fótur Ólafar er í skóstærð 38 en sá vinstri er stærð 40. Mun- urinn hefur löngum valdið Ólöfu vandræðum, enda þarf hún yfir- leitt að kaupa tvö pör af skóm. Því auglýsti hún eftir einhverjum sem glímdi við sama vandamál, nema öfugt, og gæti deilt með henni skó- kaupum. Í kjölfarið á fréttinni í gær hefur pósti rignt yfir Ólöfu þar sem fólk deilir með henni reynslu sinni af misstórum fótum sínum. „Þetta hefur vakið mikla athygli og auð- vitað skemmtun. Vinir mínir hafa gert mikið grín að mér og skammað mig fyrir að reka ofan í þá tærnar með morgunkaffinu,“ segir Ólöf, sem prýddi forsíðu Fréttablaðsins í gær. Í kjölfarið á þessum góðu við- tökum stofnaði Ólöf Félag misfæt- linga á Facebook í gær og þegar í stað skráðu fimm meðlimir sig í hópinn. „Geturðu ímyndað þér hversu skemmtilegir hittingar geta verið hjá félaginu, allir að bera saman fætur sínar í tíma og ótíma? Það besta er að ég held að ég sé búin að para tvo saman sem geta deilt skókaupum. Mér líður eins og sambandsmiðlara,“ segir Ólöf kát og viðurkennir að hún sé fegin að heyra að hún sé ekki ein með þetta vandamál. „Ég er viss um að ég hef stuðlað að ákveðinni vakningu um misstóra fætur og ég bið misfæt- linga um að hika ekki við að hafa samband.“ - áp Stofnaði Félag misfætlinga vegna viðbragða Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir gæti hafa fundið fótaspegilmynd sína en hefur enn ekki hitt hana. STOFNAR SAMTÖK Ólöf Hugrún Valdi- marsdóttir hefur fengið fjöldann allan af pósti frá fólki sem er með misstóra fætur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ég er gríðarlega sáttur,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds. Hann hefur gert samning við Uni- versal og mun þessi útgáfurisi gefa út næstu plötur hans. „Þetta voru mjög langar samn- ingaviðræður. Við erum búin að vera að semja síðan í apríl til að reyna að fá eins góðan „díl“ og hægt er. Ég er með mínar sérþarfir sem listamaður og vildi ekki fórna neinu. Það gekk upp á endanum,“ segir Ólafur, hress með nýja samn- inginn. Hljómsveitin Of Monsters and Men er einnig á útgáfusamningi hjá Universal. „Þau hafa ekki farið neitt illa með Of Monsters and Men,“ bætir Ólafur við. Fyrsta plata hans á vegum Uni- versal lítur dagsins ljós úti um allan heim í lok febrúar. „Hún er fram- hald af því sem ég er búinn að vera að gera en hún er kannski aðeins poppaðri,“ segir hann. Arnór Dan úr Agent Fresco syngur fjögur lög á plötunni, sem var tekin upp í Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það var einmitt samningurinn við Universal sem gerði það að verkum að hann gat leyft sér þann munað. „Ég hef möguleika á að gera miklu stærri hluti en ég hafði áður. Ég gat eytt miklu meira í þessa plötu og þess vegna fengum við Sinfóníuna.“ Gerir útgáfusamning við Universal-risann Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds átti í mjög löngum samningaviðræðum. SÁTTUR Ólafur Arnalds er gríðarlega sáttur við nýja útgáfusamninginn við Universal. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Samningurinn við Universal felur ekki sér kvik- myndatónlist af neinu tagi. Ólafur hefur undanfarið látið að sér kveða sem kvikmyndatónskáld samhliða píanó- skotinni sólótónlist sinni. Hann samdi tónlistina við myndina Another Happy Day með Demi Moore í aðalhlutverki, auk þess sem lag hans Allt varð hljótt hljómaði í stórmyndinni The Hunger Games í sumar. Upphaflega var hann í viðræðum um að semja alla tónlistina í myndinni en ekkert varð af því. „Ein af ástæðunum fyrir því að samningurinn tók svona langan tíma var að ég vildi hafa það algjörlega fyrir utan þennan samning, því ég er með svo fínan samning við umboðsmann í Hollywood fyrir kvikmyndirnar,“ segir Ólafur. Vildi ekki semja um kvikmyndatónlist Aðspurður segir Ólafur að samn- ingurinn sé frábært tækifæri og opni fyrir sér nýjar dyr. Hann hefur síðastliðin fimm ár verið á mála hjá litlu bresku útgáfufyrir- tæki, Erased Tapes. „Það hefur gengið rosalega vel en þetta er bara annar pakki. Að fara frá því að vera í fyrirtæki þar sem eru tveir starfsmenn yfir í fyrirtæki þar sem í hverju einasta landi eru fimm manns bara að sjá um mark- aðsmálin. Hjá indífyrirtækinu telst gott að selja þrjátíu þúsund plötur en hjá Universal telst það ekkert sérstak- lega gott.“ Í tilefni af nýju plötunni heldur Ólafur útgáfutónleika í nokkrum löndum þar sem hann spilar með þarlendum sinfóníuhljómsveitum. Fyrstu tónleikarnir verða með Sin- fóníuhljómsveit Lundúna í hinni virtu tónleikahöll Barbican Hall í Lundúnum. Svo verður förinni heitið til Berlínar, New York og Los Angeles. Að þessum tónleikum loknum fer Ólafur í þriggja mánaða hefðbundnari tónleikaferð í vor með eigin hljómsveit. freyr@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.