Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.12.2012, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 24.12.2012, Qupperneq 2
24. desember 2012 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 VIÐSKIPTI Hannes Smárason, fyrrum forstjóri FL Group og aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, veitti Íslenskri erfðagreiningu ráðgjöf við sölu- ferli fyrirtækisins til bandaríska lyfja- og líftæknifyrirtækisins Amgen. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjasta þætti Klinksins, viðtalsþætti um efnahags- og þjóðfélagsmál, á Vísi þar sem rætt er við Kára Stefánsson, for- stjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í þættinum kemur fram að viðræður um kaup Amgen á Íslenskri erfðagreiningu hafi hafist í kjölfar viðræðna um sam- starf fyrirtækjanna tveggja í tengslum við verkefni um hjarta- bilanir. Þá segir Kári að Íslensk erfða- greining hafi fengið þau fyrir- mæli frá Amgen í kjölfar kaup- anna að halda áfram vísindastarfi sínu með óbreyttu sniði en fyrir- tækið verður rekið sem sjálfstæð eining innan Amgen. Gengið var frá kaupunum hinn 10. desember síðastliðinn en Amgen greiddi 415 milljónir Bandaríkjadala, jafngildi um 53 milljarða króna, fyrir Íslenska erfðagreiningu. Þá segir Kári að hann hafi átt sáralítinn hlut í fyrir tækinu en komið ágætlega út úr kaupunum fjárhagslega. - mþl Viðtalsþáttinn Klinkið má sjá í heild sinni á Vísi.is visir.is ENDURVINNSLA Jólapappír í bláu tunnuna Pappírinn utan af jólapökkunum má endurvinna og geta þeir sem eru með bláa endurvinnslutunnu fyrir pappír sett pappírinn beint í tunnuna, að því er segir á vef Reykjavíkurborgar. Þar er þó tekið fram að sterkrauðan pappír eigi ekki að setja í endur- vinnslu. Félagsmiðstöðin Selið á Sel- tjarnarnesi er eini staðurinn þar sem undantekning er gerð varðandi opinn aðgang. Þar eru tveir starfsmenn og er Ari Sigurjónsson annar þeirra. „Það var lokað á okkur á tímabili í síðustu viku því það kom einhvers konar þverlokun á bæinn,“ segir hann. „En við hringdum og létum opna fyrir þetta aftur. Facebook er eitt sterkasta verkfærið sem við höfum til að ná til krakkanna.“ Nauðsynlegt til að ná til krakkanna Kertasníkir, ert þú eitthvað merkilegri en aðrir af því að þú kemur síðastur? „Já, mamma segir að ég sé algert merkikerti.“ Kertasníkir Leppalúðason, jólasveinn og sérlegur áhugamaður um kerti, kom síðastur bræðranna til byggða í nótt. VERSLUN „Veðrið gæti ekki verið betra fyrir Þorláksmessu,“ sagði Hörður Ágústsson í Maclandi við Klapparstíg, þegar haft var samband við hann í gær. „Það er búið að vera mjög gaman síðustu dagana.“ Spurður hvernig traffíkin hafi verið svaraði hann: „Það er náttúrulega búið að vera alveg gjörsamlega sturlað að gera.“ Stemningin hefur einnig verið góð í jólaösinni og margt fólk í bænum. Svo margt raunar að Hörður segist hafa óskað þess að Laugaveginum væri breytt í göngugötu á meðan mest væri um gangandi vegfarendur. „Það er bara allt of margt fólk í bænum og það þarf að gefa því meira pláss heldur en bílunum.“ - bþh Veðurskilyrðin voru góð fyrir jólainnkaup: „Allt of margt fólk í bænum“ YS OG ÞYS Það var margt um manninn á Skólavörðustíg og Laugavegi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGREGLUMÁL Matthíasar Mána Erlingssonar sem strauk af Litla- Hrauni hefur nú verið leitað í heila viku en lögreglan hefur fáar vísbendingar fundið. Komið hefur í ljós að Matthías hótaði konunni sem hann réðst á símleiðis áður en hann strauk 17. desember. Konan hefur flúið land með börn sín. Matthías hlaut fimm ára dóm fyrir árásina. Ábendingar hafa borist lög- reglunni um fólk sem gæti þekkt Matthías og hefur verið reynt að hafa upp á því fólki. Sem fyrr óskar lögreglan eftir upplýsing- um um málið í síma 444-1000. - bþh Matthíasar Mána enn leitað: Strokufanginn enn ófundinn Líknarmál Fær gönguþjálfunartæki MS-félagi Íslands hefur verið færður að gjöf göngulyftubúnaður til göngu- þjálfunar þeirra sem kljást við MS- sjúkdóminn. Það er byggingafyrirtækið Sveinbjörn Sigurðsson hf. sem gefur í tilefni af 70 ára afmæli fyrirtækisins. Íslensk erfðagreining verður rekin með óbreyttu sniði hér á landi eftir kaup Amgen: Hannes veitti ráðgjöf við söluna á ÍE KÁRI STEFÁNSSON HANNES SMÁRASON SPURNING DAGSINS TÆKNI Reykjanesbær og Seltjarnarnes- bær eru meðal þeirra bæjarfélaga sem hafa lokað fyrir Facebook á tölvum bæjar- starfsmanna. Ekki hefur verið opið inn á síðuna í nokkur ár í bæjunum tveimur. Guðrún Þorsteinsdóttir, starfsþróunar- stjóri hjá Reykjanesbæ, segir aðgang inum hafa verið lokað að beiðni stjórnenda í stofnunum innan bæjarins, meðal annars vegna kostnaðar við niðurhal. „Þá var þessi ákvörðun tekin, en það eru gerðar undantekningar,“ segir hún. „Ég get ekki svarað fyrir það hvort þetta hafi tekið mikinn tíma frá starfsmönnum, en stjórnendur fögnuðu því þegar þessu var lokað, enda óskuðu þeir sjálfir eftir því.“ Guðrún segir að alltaf sé verið að ræða hvort opna eigi fyrir Facebook-aðgang að nýju, en engar ákvarðanir hafi verið teknar. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, segir að lokað hafi verið alla hennar bæjarstjórnartíð og fyrir þann tíma. „Það hefur alltaf verið mín stefna að hafa lokað fyrir Facebook, Myspace og Youtube,“ segir Ásgerður. „Til að opna fyrir það þarf bæjarstjórn að fara yfir málið, móta stefnu og setja sérstakar reglur og viðmið.“ Nú vilja skólastjórar og fræðslustjórar innan bæjarins opna aðgang fyrir nem- endur og kennara grunnskóla. Að sögn Ásgerðar eru fræðslustjórar nú að safna upplýsingum um málið til að kynna fyrir bæjarstjórn. „Starfsmenn hafa aldrei verið með þetta opið. Síðan hafa skoðanir og tölfræði sýnt það að fólk er að eyða mismiklum tíma í þetta,“ segir hún. Bæði Seltjarnarnesbær og Reykjanes- bær eru með skráðar Facebook-síður, en ekki hefur verið mikil virkni hjá þeim fyrrnefnda undanfarin misseri. Undan- tekningar eru gerðar fyrir starfsmenn Reykjanesbæjar sem sjá um síðuna. sunna@frettabladid.is Facebook-lokanir á Nesinu og Reykjanesi Seltjarnarnes og Reykjanes hafa haft lokað fyrir Facebook-aðgang starfsmanna í nokkur ár. Umræður um að endurskoða bannið innan beggja bæjanna. Einnig lokað fyrir Myspace og Youtube á Seltjarnarnesi. Einstaka undantekningar gerðar. MÁ EKKI Í VINNUNNI Lokað hefur verið fyrir Facebook hjá starfsmönn- um bæjarfélaganna í nokkur ár, en nú standa yfir viðræður um hvort kominn sé tími til að endurskoða bannið. NORDICPHOTOS/GETTY ÞEKKIRÐU DÆMI? Sendu línu á meira@frettabladid.is. EPSON SKJÁVARPAR FRÁ 79.990 WWW.SM.IS Smásagan Tófan eftir Júlíus Vals- son lækni bar sigur úr býtum í jólasögusamkeppni Fréttablaðs- ins sem efnt var til í fyrsta sinn í ár. Yfir 250 sögur bárust í keppn- ina og hafði dómnefnd því úr nógu að moða. Þrjár sögur urðu að endingu fyrir valinu. Í þriðja sæti var sagan Hvít jól eftir Sif Sigmars- dóttur, í öðru sæti sagan Fjárhús- in eftir Steinunni Guðmundsdótt- ur og sem fyrr segir var sagan Tófan eftir Júlíus Valsson í fyrsta sæti. Júlíus er læknir en hefur feng- ist við ritstörf um langt skeið. Hann á meðal annars sögu í smá- sagnasafni sem kom út á rafbók á vegum Rithrings.is á dögunum og ætlar að gefa út eigið smásagna- kver í vor. Tófuna samdi Júlíus sérstaklega fyrir keppnina en segir hugmyndina að baki henni hafa blundað með sér um skeið. „Ég er sjálfur veiðimaður og persónurnar eru gamlir kunningj- ar ef svo má segja.“ Hann segir það sér mikils virði að hafa sigr- að í keppninni. „Þetta er heilmikil hvatning og lyftistöng.“ Júlíus fékk í verðlaun Intel Pentium-fartölvu frá Toshiba, en Steinunn og Sif fengu spjaldtölv- ur af gerðinni United í boði Tölvu- listans. Í dómnefnd sátu Steinunn Stef- ánsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson og Arndís Þórarinsdótt- ir. Um söguna sem hreppti hnoss- ið segja þau. „Tófan er haganlega skrifuð saga. Hún er kannski ekki hefðbundin jólasaga, í það minnsta framan af, en boðskapur hennar er sígildur.“ - bs / Jólasagan Tófan er á síðu 18. Júlíus Valsson læknir varð hlutskarpastur í jólasögukeppni Fréttablaðsins: Tófan bar sigur úr býtum JÚLÍUS VALSSON Segir það heilmikla hvatningu og lyftistöng að hafa sigrað í keppninni. Hann hyggur á útgáfu smá- sagnasafns í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.