Fréttablaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 6
24. desember 2012 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6
BRETLAND Hluti Suðurskauts-
landsins verður nefndur í höfuð-
ið á Elísabetu Englandsdrottn-
ingu. Þetta
var tilkynnt
í heimsókn
drottningar-
innar í bústað
forsætisráð-
herra í síðustu
viku.
Drottningin
er fyrsti þjóð-
höfðinginn frá
árinu 1781 sem
er viðstaddur
ríkisstjórnarfund í Bretlandi.
Eftir fundinn var tilkynnt að
hluti þess svæðis sem tilheyrir
Bretum muni framvegis heita
„Queen Elizabeth Land“ eða
Land Elísabetar drottningar.
Svæðið sem um ræðir er
næstum tvöfalt stærra en Bret-
land, og var áður án nafns. - þeb
Hluti suðurskautsins nefnt:
Nefnt í höfuðið
á Elísabetu
ELÍSABET
DROTTNING
STJÓRNSÝSLA Rekstur tónlistar-
og ráðstefnuhússins Hörpu hefur
verið færður í eitt rekstarfélag.
Reksturinn hefur frá stofnun
verið í mörgum rekstrarfélög-
um. Fyrirkomulagið hefur verið
gagnrýnt og þótti óskilvirkt.
Á hluthafafundi í Austurhöfn,
yfirfélagi Hörpu, á fimmtudag
var samþykkt eigendastefna
fyrir Hörpu. Ríkið á 54 prósenta
hlut í húsinu og Reykjavíkurborg
46 prósent. Sameinað félag verð-
ur opinbert hlutafélag. - bj
Breytingar á rekstri Hörpu:
Rekstur Hörpu
sameinaður
SKATTAMÁL Tvö íslensk sveitar-
félög, Seltjarnarneskaupstaður
og Grindavíkurbær, hafa ákveðið
að lækka útsvarshlutfall á árinu
2013. Fjármálaráðuneytið hefur
birt samantekt á útsvarshlutfalli
sveitarfélaga á árinu 2012.
Á Íslandi eru alls 74 sveitar-
félög sem geta samkvæmt lögum
um tekjustofna sveitarfélaga
ákvarðað útsvar á bilinu 12,44% til
14,48%. Alls 65 sveitarfélög leggja
á hámarksútsvar en þar af eru
sautján af tuttugu stærstu sveitar-
félögum landsins. Undantekning-
arnar eru Garðabær, Seltjarnar-
nes og Grindavík. Tvö sveitarfélög
leggja á lágmarksútsvar; Skorra-
dalshreppur og Ásahreppur.
- mþl
Alls 65 af 74 sveitarfélögum landsins leggja á hámarksútsvar:
Tvö sveitarfélög lækka útsvar
14,42%
er meðalútsvar í íslenskum
sveitarfélögum árið 2013 en
það lækkar um 0,02
prósentu stig milli ára.
65 af 74
sveitarfélögum landsins
verða með 14,48% hámark-
sútsvar á árinu 2013.
2 af 74
sveitarfélögum landsins
lækka útsvar milli áranna
2012 og 2013 en þar að auki
lækkar útsvar á Álft anesi
sem sameinast Garðabæ um
áramótin.
FÓLK Lesendur Fréttablaðsins
virðast afar hrifnir af heima-
smíðuðu burstabæjunum hans
Jóns Karlssonar líkanasmiðs
sem sagt var frá hér í blaðinu á
fimmtudag.
Fyrirspurnum hefur rignt inn frá
lesendum sem vilja komast í sam-
band við Jón.
„Erum mikið búin að leita
að einhverjum sem er að selja
svona, þetta er frábært. Þá getur
pabbi glatt mömmu,“ segir í
tölvuskeyti eins lesanda.
„Ég þarf endilega að nálgast
einn svona bæ hjá kappanum,“
segir annar. - gar
Lesendur virðast hrifnir:
Slegist um
burstabæi
AF SELTJARNARNESI Seltjarnarnes ætlar að lækka útsvarið á næsta ári úr 14,18% í
13,66%. Í Grindavík lækkar útsvar úr 14,48% í 14,28%. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ja um thías Mána með hjálp leitarhunda.
rð að
en
lu
m
m
l-
t
eb
andi:
FÓLK „Ég hef ská ú
Selur burstabæi undir beru lofti í SalahverfiEllilífeyrisþeginn Jón Karlsson smíðar jafnt skipslíkön sem burstabæi og flakkaum landið til að selja. Undanfarið hefur Jón selt b i
JÓN KARLSSON Burstabæir Jóns Karlssonar hafa vakið verskuldaða athygli vegfarenda í Salahverfinu.
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/V
IL
H
EL
M
ÚR FRÉTTABLAÐINU Sagt var frá
burstabæjum Jóns Karlssonar í blaðinu
þann 20. desember.
328
18
1326
7
19 38 Ekki þörf á áætlun
Áætlanir í stað-
festingarferli
Landeyjahöfn,
Haganesvíkurhöfn, Garðshöfnrekstraraðilar
rekstrar-
aðilar
hafnir
hafnir
hafnir Áætlun ekki
skilað inn
Staðfestar
áætlanir
ÁÆTLANIR UM MÓTTÖKU OG MEÐHÖNDLUN ÚRGANGS OG FARMLEIFA
(staða þann 13. desember 2012)
rekstraraðilar, áætlun
í endurskoðun
1. Hvað heitir framkvæmdastjóri sam-
taka byssueigenda í Bandaríkjunum?
2. Hver er jólasýning Borgarleikhúss-
ins í ár og eftir hvern er hún?
3. Hver kemur í stað Alexanders
Peterssonar í íslenska landsliðinu í
handknattleik?
SVÖR
1. Wayne LaPierre. 2. Mýs og menn eftir
John Steinbeck. 3. Ásgeir Örn Hallgrímsson.
UMHVERFISMÁL Umhverfisstofnun
hefur að undanförnu unnið að því
í samvinnu við hafnar yfirvöld
að hafnir á landinu vinni áætl-
anir um móttöku og meðhöndlun
úrgangs. Markmiðið er að tryggja
viðunandi móttöku aðstöðu í höfn-
um og draga úr losun úrgangs í
sjó frá skipum.
Tilefnið er úttekt Siglinga-
öryggisstofnunar Evrópu árið
2010 á hafnaraðstöðu hér á landi.
Var fundið að því að engar áætl-
anir hafna um móttöku og með-
höndlun úrgangs höfðu verið
staðfestar.
Sigurrós Friðriksdóttir, sér-
fræðingur hjá Umhverfisstofnun,
segir að þrátt fyrir aðfinnslur
Siglingaöryggisstofnunar hafi
verið við lýði ágætt kerfi á
Íslandi hvað varðar úrgangsmál
skipa og hafna. Hins vegar segir
Sigurrós að magntölur vanti í
þessu samhengi en í áætlun, sem
er í vinnslu, verður gætt að því
sérstaklega að hafnirnar safni
slíkum upplýsingum. „Áætlan-
irnar eru endurskoðaðar innan
þriggja ára, og ráðgert að þá
verði hafnirnar með þessar upp-
lýsingar.“
Umhverfisstofnun fór fram á
það við 44 rekstraraðila hafna að
skila inn áætlunum um móttöku
og meðhöndlun úrgangs fyrir
samtals 82 hafnir. Viðbrögð voru
almennt góð en í september var
þeim veitt áminning sem þrátt
fyrir tilmæli höfðu enn ekki sent
inn áætlun.
Sigurrós telur enga ástæðu til
að halda að aðstöðuleysi í höfnum
hafi orðið til þess að letja sjó-
menn í að skila af sér úrgangi
sem fellur til um borð.
„Ég tel einnig að mikil fram-
för hafi orðið á síðustu árum og
íslenskir sjófarendur fari vel út
úr samanburði um umgengni við
önnur lönd. Lengi var viðkvæðið
að hafið tæki lengi við, en þetta
er ekki rétt og á því hafa allir
áttað sig.“
Í ársskýrslu Úrvinnslusjóðs
fyrir árið 2011 kemur fram að
ágætlega hefur gengið að fá veið-
arfæraúrgang til endurvinnslu,
en það er stór hluti þess úrgangs
sem fellur til hjá fiskiskipaflotan-
um. Gert er ráð fyrir að um 1.100
tonn af veiðarfæraúrgangi falli til
á Íslandi árlega. svavar@frettabladid.is
VEISTU SVARIÐ?
Átak við móttöku úrgangs
Umhverfisstofnun og hafnaryfirvöld vinna að því að allar hafnir landsins vinni áætlanir um móttöku og
meðhöndlun úrgangs. Tryggja á viðunandi aðstöðu og draga úr losun úrgangs í sjó.
FRIÐARHÖFN Hafnaraðstaða og umgengni er víðast til fyrirmyndar
FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
EFNAHAGSMÁL Ríkissjóður Íslands
endurgreiddi í síðustu viku lán sem
færeyska ríkið veitti því íslenska
í kjölfar bankahrunsins í október
2008. Um var að ræða lán upp á
300 milljónir danskra króna, jafn-
gildi 6,76 milljarða íslenskra króna
á núverandi gengi.
Í tilkynningu frá fjármála- og
efnahagsráðuneytinu segir að Fær-
eyingar hafi skorið sig úr frá öðrum
lánveitendum Íslendinga með því
að setja engin skilyrði við lánveit-
inguna. Þá segir þar enn fremur að
vinsemd Færeyinga í garð Íslands
verði lengi í minnum höfð.
Af þessu tilefni kom Jørgen Nicla-
sen, fjármálaráðherra Færeyja, til
fundar við Katrínu Júlíusdóttir,
fjármála- og efnahagsráðherra.
Á fundi sínum ræddu ráðherr-
arnir eflt samstarf Íslands og Fær-
eyja og aukin tengsl.
Þá hefur ríkisstjórn Íslands sam-
þykkt að standa á næsta ári straum
af kostnaði við ráðstefnu um
atvinnu- og nýsköpunarmál land-
anna tveggja. - mþl
Fjármálaráðherrar Íslands og Færeyja funduðu fyrir helgi:
Lán frá Færeyingum endurgreitt
Í FJÁRMÁLARÁÐUNEYTINU Jørgen
Niclasen og Katrín Júlíusdóttir, fjármála-
ráðherrar Færeyja og Íslands.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
LÖGREGLUMÁL Gæsluvarðhald
yfir þremur körlum og einni konu
sem handtekin voru í rassíu í
spilavíti í Skeifunni fyrir rúmri
viku rann út fyrir
helgi. Það var
ekki fram-
lengt og er
fólkið því
laust úr
haldi.
Fólkið
var hand-
tekið ásamt
fjórum öðrum
aðfaranótt 12.
desember þegar mikið
lögreglulið réðst til inngöngu í
bækistöðvar spilaklúbbsins P&P.
Húsleit var einnig gerð á heim-
ilum stjórnarmannanna þriggja,
sem úrskurðaðir voru í varðhald.
Talið er að spilað hafi verið
fyrir stórfé í klúbbnum um
nokkurt skeið. - sh
Gæsluvarðhald runnið út:
Spilavítisfólki
sleppt úr haldi
BRETLAND Ef fjölskylda borðar
saman kvöldmat nokkrum sinn-
um í viku bætir það matarvenj-
ur barna og eykur grænmetis-
og ávaxtaneyslu þeirra.
Þetta sýnir ný rannsókn sem
birt var í Bretlandi og breska
ríkisútvarpið BBC segir frá.
Börn sem borða alltaf kvöld-
mat með fjölskyldu sinni borða
ráðlagðan dagskammt af græn-
meti og ávöxtum. Börn sem
borða með fjölskyldunni nokkr-
um sinnum í viku voru nálægt
því. Börn sem aldrei borðuðu
með fjölskyldunni fengu 3,3 af
fimm ávöxtum og grænmeti
sem mælt er með að sé neytt á
hverjum degi. - þeb
Fjölskyldur sem snæða saman:
Borða frekar
grænmetið sitt
Lengi var viðkvæðið
að hafið tæki lengi við, en
þetta er ekki rétt og á því
hafa allir áttað sig.
Sigurrós Friðriksdóttir
sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun