Fréttablaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 24. desember 2012 | HELGIN | 13
sem Gunnar og kona hans Else
Hoffmann biðu með kvöldverð og
uppbúin rúm handa öllum hópn-
um.“
„Gunnar var forstjóri hjá inn-og
útflutningsfyrirtæki sem hét G.
Helgason og Melsted og næsta dag
fórum við öll með honum á skrif-
stofu hans á Manhattan. Þar hófst
hann handa við að greiða götu
okkar,“ heldur Sigurjón áfram
frásögninni. „Fljótlega kom í ljós
að allt flug var upppantað til Kali-
forníu, sama var að segja um lestir
svo ekkert var í boði nema rútu-
ferð í fjóra sólarhringa. Gunnar
sýndi okkur það helsta á Manhatt-
aneyju og bauð okkur á dýrindis
veitingastað. Síðan aðstoðaði hann
okkur við að kaupa farmiða og
veifaði þegar bíllinn rann af stað
í vesturátt þvert yfir meginland
Ameríku.“
Stóri vinningurinn
Sigurjóni þótti sléttan tilbreyting-
arlaus en á milli var stoppað í stór-
borgum. „Í Las Vegas var áð til að
borða og þegar við vorum að tínast
aftur út í rútuna setti Kristinn 25
sent í eina peningavélina, skellti
handfanginu niður – og fékk stóra
vinninginn! Við hinir vorum hjálp-
legir að tína aurana saman því
bílstjórinn var farinn að hóta að
skilja okkur eftir,“ rifjar hann upp.
Fegurð musterisbyggingar mor-
móna í Salt Lake City er Sigur-
jóni minnisstæð úr ferðalaginu
og líka mikilfengleg sólarupp-
rás er hann var staddur í miðjum
hlíðum Klettafjalla. „Fjöllin eru
rauð og við sólarkomuna sló svo
undarlegum bjarma yfir allt að
ég varð alveg furðu lostinn. Síðan
tók Mohave-eyðimörkin við með
rauðleitan sand og einstaka runna
á stangli og Dauðadalurinn sem er
talsvert undir sjávarmáli.“
Það var að kvöldi 23. október
sem Sigurjón og félagar komu
til Los Angeles, slæptir og syfj-
aðir. Nú var bara eftir að finna
næturstað eina nótt. „Þá kom til
okkar maður sem spurði hvort
við værum frá Íslandi. Mr. Páls-
son hefði hringt frá New York og
beðið um að okkur yrði séð fyrir
mat og húsnæði fyrstu nóttina.
Hann gerði það ekki endasleppt
við okkur,“ rifjar Sigurjón upp.
„Það voru syfjulegir ungir menn
sem mættu í fyrsta tímann í skól-
anum næsta morgun en við náðum
fljótlega fullum dampi.“
Alls voru fjórtán Íslending-
ar við nám í Cal-Aero skólanum
á sama tíma, í ýmsum deildum,
að sögn Sigurjóns. „Minn hópur
fór heim að námi þar loknu en
ég fór í annan skóla og kom heim
ári seinna,“ lýsir hann og held-
ur áfram. „Oft vorum við búnir
að velta fyrir okkur hvernig við
gætum sýnt Gunnari Pálssyni
þakklætisvott fyrir allt sem hann
gerði fyrir okkur. Þegar félagar
mínir komu til New York á heim-
leið, haustið 1946, buðu þeir honum
út að borða og báðu hann að velja
einhvern góðan stað. Hann fór
með þá á mjög fínan stað, þar sem
þeir sátu dýrindis veislu honum til
heiðurs. Ásgeir Samúelsson var
gerður út til að gera upp borðið en
yfirþjónninn rak upp stór augu og
sagði mjög virðulega: „Hér borgar
enginn fyrir matinn, sérstaklega.
Mr. Pálsson er klúbbmeðlimur.“
VEGABRÉFSMYNDIN Sigurjón áður en
hann hélt til Ameríku, 18. október 1945.
Starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur óskar þér gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. www.or.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
6
24
48
1
2/
12
Við erum
til taks Við treystum sjaldan meira á orkuna en um jól og áramót. Starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur er í viðbragðsstöðu til að tryggja þér birtu og yl um hátíðirnar. Gleðilega hátíð!