Fréttablaðið - 24.12.2012, Síða 23
GLEÐILEG JÓL
Mörgum finnst jólin ganga í garð þegar jólaguðsþjón-
ustan hefst í útvarpinu klukkan sex á aðfangadag.
Útvarpað verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík
þar sem séra Hjálmar Jónsson predikar og séra
Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari.
BOÐAR KOMU JÓLA
Sigvaldi hefur í 25 ár les-
ið jólakveðjur í útvarpinu
og oftsinnis verið á vakt-
inni á aðfangadagskvöld.
Í ár eru 80 ár síðan
lestur jólakveðja hófst í
útvarpinu og nú í fyrsta
sinn hófst lesturinn að
kvöldi 22. desember.
MYND/GVA
Sigvaldi hafði verið með beinverki og fundið fyrir verk á milli herða-blaða síðustu vikuna fyrir jól.
„Í móðurættinni er mikið hjartavesen
og mamma hvatti mig til að leita læknis.
Ég ætlaði að hrista þetta af mér og
tengdi verkinn ekki við hjartað því hann
leiddi ekki út í handlegg,“ segir Sigvaldi
sem fyrir röð tilviljana hrósaði sönnu
lífshappi á vetrarsólstöðum fyrir ári.
„Ég hafði nýlokið við að pakka inn
jólagjöfum þegar Ásgerður Þórisdóttir,
vinkona mín og hjúkrunarfræðingur,
hringdi og spurði hvernig ég hefði
það. Hún tók af mér loforð um að láta
tékka á mér í hjartagátt Landspítalans
þegar ég sagðist daufur og lýsti fyrir
henni verkjunum.“ Minnugur loforðsins
og með fullan bíl af jólagjöfum ákvað
Sigvaldi að koma við á spítalanum.
„Þar tilkynntu læknar mér að ég væri
með kransæðastíflu og þyrfti í hjarta-
þræðingu hið fyrsta. Ég stakk upp á að
ég kæmi þá inn á milli jóla og nýárs,“
segir Sigvaldi, sem uppskar mikinn hlát-
ur læknanna þegar hann stakk líka upp
á að ljúka við að koma út jólagjöfunum.
„Daginn eftir gekkst ég undir þræðingu
og fékk að fara heim á aðfangadag enda
í góðu formi og ljónheppinn að sleppa
við hjartaskemmd. Ég hef stundum grín-
ast með að mánuði áður var ég aleinn á
rjúpu norður í landi og prílandi upp um
fjöll og firnindi. Hefði ég fengið áfall þar
væri ég ekki til frásagnar,“ segir Sigvaldi
þakklátur almættinu.
„Ég lít lífið nú öðrum augum og af
meira æðruleysi, er duglegur að trimma
og hef minnkað skammtana þótt ég
sé mikill nautnamaður í mat.“ Í kvöld
gegnir Sigvaldi ábyrgðarhlutverki þegar
hann tilkynnir þjóðinni að jólin séu loks
komin á undan aftansöng.
■ thordis@365.is
ÞAKKLÁTUR LÍFINU
BOÐAR KOMU JÓLA Sigvaldi Júlíusson, útvarpsþulur á Rás 1, átti að vera á
vakt á aðfangadagskvöld í fyrra þegar örlögin gripu grimmilega í taumana.
Hágæða sæn
gurverasett
og sloppar -
Mikið úrval
Jólagjöfin í ár
20%
afslát
tur
KEEPING UP WITH THE KARDASHIANS
E! ENTERTAINMENT ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS
Save the Children á Íslandi