Fréttablaðið - 27.12.2012, Page 12

Fréttablaðið - 27.12.2012, Page 12
27. desember 2012 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 12 Þúsundir barna í Noregi undir 10 ára aldri hafa eigið bankakort. Nú íhuga forsvarsmenn nokkurra banka í Svíþjóð að feta í fótspor Norðmanna og lækka aldurstakmarkið, sem nú er 13 ára. Norski bankinn Sparebank 1 heimilaði í fyrra sjö ára börnum að fá eigið bankakort. Var það í kjölfar óska margra foreldra. Mörg þúsund ung börn í Noregi hafa nú fengið eigið bankakort til notkunar, að því er segir í frétt á vef sænska ríkisútvarpsins. VIÐSKIPTI Ung börn fá að nota bankakort Neytendasamtökin leggj- ast gegn auknum álögum á neysluvörur og er „sykurskatturinn“ engin undantekning, að því er segir í frétt á vef sam- takanna. Tekið er fram að ekki sé gert lítið úr mikil- vægi þess að þjóðin dragi úr sykurneyslu og bæti mataræðið. Ef berjast eigi gegn vaxandi offitu og öðrum sjúkdómum sem rekja má til rangs mataræðis sé þó miklu nær að yfirvöld tryggi að merkingar á mat- vælum séu skiljanlegar. Það ætti að vera fyrsta skrefið. Í fréttinni segir að neytendur eigi að geta séð svart á hvítu hvort vara inniheldur mikið af sykri, salti eða fitu. Þessar upplýsingar séu oft af skornum skammti. Skora Neytendasamtökin á stjórnvöld að fara að dæmi bresku matvælastofnunarinnar sem kom á fót svokölluðum umferðarljósa- merkingum á matvæli en það eru skiljanlegar upplýsingar á umbúðum. MATVÆLI Neytendur þurfa skiljanlegar merkingar Frá og með næsta hausti verður ávaxtasafi að vera án viðbætts sykur samkvæmt reglum Evrópusambandsins, ESB. Á vef norska ríkisútvarpsins segir að þá verði jafnframt bannað að auglýsa á umbúðunum að ávaxtasafinn sé án viðbætts sykurs þótt það sé rétt, þar sem annars geti neytendur staðið í þeirri trú að ávaxtasafi sem ekki er merktur þannig innihaldi sykur. Aðlögunartíminn vegna merkinganna er sagður vera til haustsins 2016. MATVÆLI Viðbættur sykur bannaður í ávaxtasafa Að mörgu þarf að huga þegar skipta skal þeim gjöfum sem ekki féllu í kramið hjá landsmönnum þessi jólin. Sumar verslanir setja til að mynda þær reglur að ekki er hægt að skipta vörum fyrr en janúarútsölum sé lokið. Þá kann- ast flestir við litla skiptimiða sem sjást á flestum bóka pökkum og dýrari gjöfum úr ÁTVR, en slíkir miðar gefa viðkomandi rétt á að skipta eða skila vörunni. Þá ber einnig að huga sérstaklega að gildistíma gjafabréfa. Neytendasamtökin eru iðulega ötul í fræðslu til landsmanna í kringum hátíðarnar, þá sér í lagi hvað varðar fyrrnefndar útsölur, skil og skipti, takmarkanir á inn- eignarnótum og reglur er varða gjafabréf. Samtökin beina þeim tilmælum til eigenda gjafabréfa sem hafa læðst í jólapakkann að draga það ekki of lengi að leysa þau út. Eig- endaskipti eða gjaldþrot fyrir- tækis geti gert gjöfina verðlausa. „Mundu að seljandinn er búinn að fá greitt fyrir gjafabréfið og ef hann neitar þér um þjónustu jafngildir það því að hann taki gjöfina þína og stingi henni í vas- ann sinn. Gerðu kröfu um að fá að nýta gjafabréfið og ef þú færð neitun leitaðu þá til Neytenda- samtakanna,“ segir á síðu sam- takanna. Þar er einnig vitnað í banda- ríska rannsókn sem neytenda- blaðið Consumer Reports birti í fyrra, þar sem fram kom að fjórða hvert gjafabréf í Banda- ríkjunum er aldrei leyst út. Þá virðist einnig sem norskir neytendur tapi um 2,5 milljörðum norskra króna á hverju ári vegna ónýttra gjafabréfa. sunna@frettabladid.is Gjaldþrot geta gert gjafabréfin verðlaus Neytendasamtökin beina þeim tilmælum til landsmanna að draga ekki um of að nýta gjafabréf eftir jólin. Breytingar á skipan fyrirtækja gætu gert þau verðlaus. Norðmenn tapa um 2,5 milljörðum norskra króna árlega vegna vannýttra bréfa. MÖRGU SKIPT EFTIR JÓLIN Sumar verslanir hafa þá reglu að ekki sé hægt að skipta eða skila vörum á janúarútsölum en eftir sex vikur telst útsöluverð þó vera orðið almennt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Samkvæmt neytendalögum telst útsöluverð vera orðið almennt verð eftir sex vikna útsölu. Þá þarf að lækka verðið aftur ef varan á enn að vera á útsölu samkvæmt reglum Neytendastofu, sem fer með eftirlit á útsölum. Neytendastofa skoðar meðal annars hvort auglýst upphaflegt verð sé í raun það verð sem varan var fyrst seld á. Seljendur hafa ekki alltaf getað sýnt fram á slíkt með gögnum. Venjulegt verð eftir sex vikna útsölu Mundu að seljandinn er búinn að fá greitt fyrir gjafabréfið og ef hann neitar þér um þjónustu jafngildir það því að hann taki gjöfina þína og stingi henni í vasann sinn. Neytendasamtökin Vilji svo ólíklega til að einhver opni flösku af kampavíni, eða öðru freyðivíni, um áramót eða af öðru tilefni, og nái svo ekki klára úr flöskunni þarf sá hinn sami að hugsa sig aðeins um áður en hann hellir úr henni í vaskinn. Til er einföld leið til að halda víninu áfram freyðandi í flöskunni og það allt að sólarhring lengur, eða svo. Ráðið er að stinga skaftinu á málmskeið ofan í hálsinn á flöskunni og geyma hana þannig. Skeiðin hefur víst þau áhrif að loftið í þröngum hálsi flöskunnar kólnar. Við það myndast „tappi“ af köldu lofti sem dregur úr hraðanum á upp- gufun gossins úr víninu. GÓÐ HÚSRÁÐ Vínið látið freyða áfram Allar starfsstöðvar ríkisskattstjóra verða opnar um jól og áramót sem hér segir: Aðfangadagur 24. des. - LOKAÐ Fimmtudagur 27. des. - 930 - 1530 Föstudagur 28. des. - 930 - 1530 Gamlársdagur 31. des. - LOKAÐ Meiri Vísir. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á vísi. Á Veiðivísi, nýjum veiðivef Vísis, getur þú nálgast helstu fréttir, ítarlega umfjöllun og gagnlegar upplýsingar um veiði, hvort heldur sem er stangveiði eða skotveiði. Fylgstu með í sumar og nýttu þér allt sem Vísir hefur upp á að bjóða.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.