Fréttablaðið - 27.12.2012, Side 20

Fréttablaðið - 27.12.2012, Side 20
27. desember 2012 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS N efnd fulltrúa allra þingflokka, sem stofnuð var til að skoða leiðir að afnámi gjaldeyrishaftanna, skrifaði formönnum stjórnmálaflokkanna bréf fyrir jól. Þar er lagt til að svokallað sólarlagsákvæði í núverandi lögum, um að höftin renni út í lok næsta árs, verði fellt úr gildi og afnám haftanna fremur bundið efnahagslegum skilyrðum sem þurfi að vera fyrir hendi. Nefndin er sömuleiðis á því að ekki sé ráðlegt að samþykkja nauðasamninga Glitnis og Kaupþings nema fyrir liggi heildræn stefna um afnám haftanna. Um þessa niðurstöðu, sem hefur legið í loftinu alllengi, ríkti samstaða í nefndinni og miðað við viðbrögðin við henni á það sama við í pólitíkinni. Það þýðir í raun að það er sameiginlegt mat stjórnmálaflokkanna að áætlun stjórnvalda og Seðlabankans um afnám haftanna hafi ekki reynzt raunhæf. Aðrar áætlanir um að ganga enn hraðar til verks, eins og sú sem Samtök atvinnulífsins lögðu fram, eru ekki trúverðugar heldur, enda eru höfundarnir hættir að tala um þá áætlun. Ef „snjóhengjan“ brysti og erlendir krónueigendur færu út úr hagkerfinu með eignir sínar yrði afleiðingin líklega sú að gengi krónunnar hryndi enn á ný, með skelfilegum afleiðingum fyrir almenning í landinu; verðbólgu og hækkun lána heimilanna. Það sama gæti gerzt ef kröfuhafar gömlu bankanna fengju borgað út á skömmum tíma. Þá áhættu vill enginn taka. Enginn vill orða það þannig, en þessi niðurstaða felur líka í sér pólitíska samstöðu um að næstu árin er ekki búandi við krónuna nema í höftum. Það felur jafnframt í sér að Ísland er ekki þátt- takandi í alþjóðahagkerfinu á jafnréttisgrundvelli. Þegar skýrsla Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldeyrismálum kom út sagði seðlabankastjórinn að tækist ekki að losa gjaldeyris- höftin á meðan við byggjum við krónuna yrði að fara í „plan B“ eins og hann kallaði það, að afnema höftin í samstarfi við Evrópu- sambandið. Raunar er vandséð af hverju sá kostur ætti ekki að vera plan A við núverandi kringumstæður. Áætlanir um að afnema höftin án þess að vera með skýrt plan um upptöku nýs gjaldmiðils hafa ekki gengið eftir. Afnám haftanna í samstarfi við ESB, með upptöku evrunnar að markmiði, er áætlun sem er bæði líklegri til að ganga upp og að njóta einhvers trúverðugleika meðal erlendra fjárfesta en þau plön sem hingað til hafa mis tekizt. Evrópusambandið hefur lýst sig reiðubúið til viðræðna um slíkt og hefur stofnað starfshóp með Íslandi til að skoða málið sem lið í aðildarviðræðunum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurði á Alþingi fyrir jól: „Er verið að tala um að Evrópusambandið ætli að lána fjármuni til að við getum greitt kröfuhöfum út? Er verið að tala um faglega aðstoð, tæknilega aðstoð? Hvers konar aðstoð er verið að tala um?“ Óyggjandi svör við þessum spurningum fær hann ekki nema aðildarviðræðum við Evrópu sambandið verði lokið. Formaður Sjálfstæðisflokksins vill hins vegar slíta við ræðunum, sem hann taldi sjálfur fyrir fáeinum árum að ætti að fara í, einkum vegna óvissu um að krónan væri hentugur framtíðar gjaldmiðill þjóðarinnar. Það er ágætt að flokkarnir hafi sameiginlega sýn á núverandi stöðu í gjaldeyrismálum. En sameiginlega framtíðarsýn skortir alveg og raunhæft „plan B“ um krónu án hafta á enginn til. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Um hver áramót skjóta Íslendingar upp hundruðum tonna af flugeldum sér og öðrum til ánægju. Af og til blossar upp umræða hvort setja eigi allt þetta púður í hendur almennings með þeirri slysahættu sem því fylgir, þar sem hitinn getur til að mynda orðið allt að 1.200 °C. Fæstir litu sennilega áramótin sömu augum ef flug- eldanna nyti ekki við og mörgum þætti tímamótin heldur litlaus þannig. Að baki hverjum flugeldi liggja ítarleg- ar prófanir og rannsóknir sem tryggja að hann sé sem öruggastur. Ef átt er við hann og eiginleikunum breytt bjóða menn hætt- unni heim því engan veginn er hægt að vita hvernig flugeldurinn springur, hversu hratt eða hver krafturinn verður. Ungir drengir eru í mesta áhættuhópnum og mikilvægt að foreldrar lofi þeim ekki að meðhöndla flugeldavörur. Seljendur þurfa einnig að ganga úr skugga um að aldurs- mörk séu virt því foreldrar mega síns lít- ils ef börnin geta keypt vörurnar sjálf. Ef allir fara eftir leiðbeiningum í einu og öllu og gæta fyllsta öryggis ættu ára- mótin að geta orðið slysalaus. • Gætið vel að börnum, þau þekkja ekki hætturnar eins og fullorðnir. • Lesið vel allar leiðbeiningar sem fylgja flugeldum. • Notið alltaf hlífðargleraugu jafnvel þótt þið séuð aðeins áhorfendur. • Verjið hendur með skinn- eða ullar- hönskum ef meðhöndla á flugeldavörur. • Geymið flugeldana fjarri þeim stað sem skotið er upp á. • Ekki geyma flugeldavörur í vasa, ekki einu sinni rokeldspýtur. • Skjótið upp á opnu svæði og í a.m.k. 20 m fjarlægð frá húsum, bílum og fólki og látið þá sem fylgjast með standa vind- megin við skotstað. • Aldrei má kveikja í flugeldum sem hald- ið er á, það má eingöngu með sérmerkt handblys. • Rakettur verða að vera á traustri undir- stöðu þegar þeim er skotið upp. • Stöðugt undirlag er nauðsynlegt fyrir standblys og skotkökur sem þurfa mikið rými. • Aldrei má halla sér yfir vöru þegar kveikt er í. Tendra skal á kveiknum með útréttri hendi og víkja strax frá. • Ef flugeldur springur ekki má ekki nálgast hann í nokkrar mínútur. Ekki reyna að kveikja aftur í heldur hellið vatni yfir hann. • Munið að áfengi og flugeldar fara aldrei saman. Ánægjuleg og slysalaus áramót Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS Áætlanir um að afnema höftin hafa ekki virkað: Plan A FLUGELDAR Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í for- vörnum hjá VÍS Borgarstjórinn og byssurnar Jón Gnarr borgarstjóri er ekki hræddur við að láta gamminn geisa um stærri mál og minni og hefur meðal annars vakið athygli á mann- réttindarmálum í Kína og Rúss- landi og stöðu samkynhneigðra um heim allan. Á Facebook-síðu sinni í gær mæltist hann til þess að byssulöggjöf í Bandaríkjunum yrði hert. Jón segir Banda- ríkjamenn hafa val milli ótta og ástar og vonast til þess að ástin verði fyrir valinu. Ástþór og Jón Ástþór Magnússon, friðar frömuður, athafna- maður og fyrrum forsetaframbjóðandi, styður orð borgar- stjórans, í ummælum við frétt Vísis um innlegg Jóns. Þar segir Ástþór að „ofbeldismenningin sem ræktuð er frá Hollywood,“ sé önnur rót þessa vanda. Ólíkustu menn virðast því geta fundið samleið um eitthvað. Formannsfjör Samfylkingarfélagið í Reykja- vík getur ekki breytt reglum sínum varðandi kosninga- rétt í formannskosningu flokksins fyrr en á aðal- fundi í febrúar, segir formaður stjórnar félagsins. Félagið krefst þess að áhugasamir flokks- menn greiði félagsgjald fyrir áramót, eitt aðildarféalga. Fram hafa komið hávær mótmæli úr flestum áttum, meðal annars frá báðum formanns- efnum. Væri ekki ráð að aðildarfélög stjórnmmálaflokka tækju sig saman, áður en kosninga- barátta hefst, um verklag og reglur í þessum málum til að koma í veg fyrir brigsl um hyglingar á einn veginn eða annan? Þetta er alltént ekki leiðin til að auka trú almennings á áreiðanleika flokkakerfisins. thorgils@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.