Fréttablaðið - 27.12.2012, Side 26

Fréttablaðið - 27.12.2012, Side 26
27. desember 2012 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 26TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Söngsveitin Fílharmónía heldur jólatónleika í kvöld klukkan átta. Á efnisskránni eru jólalög af ýmsu tagi, meðal annars þjóðlagið Hátíð fer að höndum ein í útsetningu Jóns Ásgeirssonar, Ave María Sigvalda Kaldalóns, gömul erlend lög eins og Hin fegursta rósin er fundin og franska 16. aldar lagið Opin standa himins hlið. Þá syngur kórinn Ave Maria eftir Caccini með styrku lið- sinni einsöngvarans, Hallveigar Rún- arsdóttur sóprans, sem flytur Ecco aríu úr Jólaóratóríu Bach með organ- istanum Steingrími Þórhallssyni, en öllu saman stjórnar Magnús Ragnars- son. Hátíðabragur verður yfir stundinni í Kristskirkju á þriðja í jólum og kjör- ið tækifæri fyrir tónleikagesti að fá hvíld og öðlast hugaró eftir annasama aðventuna, góð og gleðileg jól. Fílharmónía í Kristskirkju Söngsveitin heldur tónleika í kvöld og eru jólalög af ýmsu tagi á efnisskránni. SÖNGSVEITIN FÍLHARMÓNÍA Heldur jólatónleika í kvöld. „Það gerir mann svolítið gamlan,“ segir Hörður Áskelsson, stofnandi og stjórnandi Mótettukórs Hallgríms- kirkju, um þrjátíu ára afmæli kórs- ins. Í tilefni þess verða stórtónleikar í Eldborgarsal Hörpu dagana 29. og 30. desember klukkan 17. „Þetta er eitt af mínum börnum og mér bregður hvað tíminn hefur verið fljótur að líða í þessu skemmtilega starfi. Mér finnst eins og starfið og uppbyggingin sé rétt að byrja,“ segir Hörður, en kórinn sem séð hefur um messusöng Hallgrímskirkju frá upphafi var stofnaður þegar aðeins kirkjuskipið hafði verið reist. Á dagskrá tónleikanna er Jólaóra- tóría J.S. Bachs, eitt af stórvirkj- um barokktímans. Hún var samin fyrir jólahátíðina 1734 til flutnings á stórhátíðar dögunum frá jóladegi til þrettándans. Hana flytur kórinn ásamt Alþjóðlegu barokksveitinni í Haag, konsertmeistaranum Tuomo Suni og alþjóðlegum og íslenskum ein- söngvurum af yngri kynslóðinni. Það eru sópransöngkonan Herdís Anna Jónasdóttir, kontratenórinn Daniel Cabena, tenórinn Benedikt Kristjánsson og bassinn Stephan MacLeod. „Við höfum lagt áherslu á það seinni árin að flytja barokktónlistina með upp- runalegum hljóðfærum. Þau hafa öðru- vísi boga og strengirnir eru úr girni í stað stáls,“ telur hann upp. Þannig framkalla þau hljóm sem er nærri upp- runalegum hljómi tónverksins. „Það eru heilu deildirnar og skólarnir erlendis sem kenna hvernig menn spiluðu á Bar- okktímanum.“ Dóttir Harðar nam bar- okkvíólu í Hollandi og í gegnum hana komst kórinn í samband við Alþjóðlegu barokksveitina frá Haag. „Við gáfum þeim reyndar þetta nafn en þau eru aðeins hljómsveit í Íslandsheimsóknum sínum.“ Hópur- inn kynntist við nám í einni bestu deild fyrir upprunaflutning í Konunglega tónlistar skólanum í Haag í Hollandi. „Það myndast ævintýralegt andrúms- loft þegar hópurinn sameinast í flutn- ingi og þess vegna sækjumst við eftir því að fá þau hingað til að flytja með okkur tónlist Bachs.“ Hörður segir Jólaóratóríuna vera einn af hápunktum jólatónlistar. „Bach skrifaði verkið, sem brýtur jólaguð- spjallið upp í sex kantötur. Á fyrri tónleikunum flytjum við fyrstu fjór- ar kantöturnar og á þeim síðari tvær fyrstu og svo tvær seinustu þegar vitr- ingarnir færðu Jesúbarninu gull, reyk- elsi og myrru.“ En hvers vegna eru tónleikarnir í Hörpu í stað Hallgrímskirkju, sem þið hafið löngum sagt vera besta tón- listarhús sem til er? „Harpa hefur mikið aðdráttarafl fyrir áhorfend- ur. Hún tekur helmingi fleiri í sæti og okkur langar að fleiri heyri. Svo langar okkur líka að upplifa tónlist- ina á nýjum stað,“ segir hann um kór- inn síunga. „Við stofnun árið 1982 voru haldnar áheyrnarprufur fyrir ungt fólk og meðlimir máttu ekki vera undir tuttugu né eldri en fer- tugir. Hámarksaldurinn var lengi vel fjörutíu ár. Það er að segja áður en ég varð fertugur. Ég hélt að þá væri maður orðinn öldungur og gæti ekki sungið lengur en nú er ég að nálgast að vera sextugur og finnst þeir sem eru fertugir kornungir,“ segir Hörður og bætir við að aldurstakmarkið hafi fylgt kórstjórnandanum. hallfridur@frettabladid.is Fagna þrjátíu árum með stórtónleikum Mótettukórinn fl ytur Jólaóratóríu J. S. Bachs með barokksveit og einsöngvurum. JÓLAÓRATÓRÍA Hörður Áskelsson stýrir hér hluta Mótettukórsins, en sextíu kórmeðlimir flytja jólaóratóríu Bachs í Hörpu dagana 29. og 30. desember ásamt alþjóðlegum hópi tónlistarfólks. MYND/VILHELM Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var stofnaður 27. desember 1945 og var Ísland eitt af þeim 29 ríkjum sem komu að stofnun sjóðsins. Í dag eru aðildarríkin 185. Hlutverk sjóðsins er að auka samvinnu milli ríkja og sjá til þess að alþjóðafjármálakerfi þeirra séu stöðug. Hann fylgist með gengi gjaldmiðla og greiðslujöfnuði milli ríkja heimsins. Einnig er hlutverk sjóðsins að minnka atvinnuleysi og skuldir ríkja en auka hag- vöxt. Veitir sjóðurinn því aðildarríkjum sínum lán þegar þau þurfa á aðstoð að halda. Ísland hefur fjórum sinnum fengið lán hjá sjóðnum. Fyrsta lánið var tekið árið 1960 þegar viðreisnarstjórnin var við völd, annað lánið var tekið árið 1967 til 1968 þegar aflabrestur varð í landinu, 1974 til 1976 þegar olíuverð hækkaði, árið 1982 vegna útflutningsbrests og svo að síðustu í nóvember 2008 þegar Ísland tók að láni 2,1 milljarð Bandaríkjadala, 294 milljarða íslenskra króna á þeim tíma. ÞETTA GERÐIST: 27. DESEMBER 1945 Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn stofnaður Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VIKTOR DAÐI BÓASSON Malarási 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 19. desember. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. desember nk. kl. 13.00. Guðrún Þorsteinsdóttir Aðalheiður Eva Viktorsdóttir Þorsteinn Viðar Viktorsson Helga Hrönn Lúðvíksdóttir Elvar Örn Viktorsson Sigríður Ólafsdóttir Elísabet Björk og Karen Lind. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SVANHVÍT STELLA ÓLAFSDÓTTIR húsmóðir, Grundargerði 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut þriðjudaginn 18. desember. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 28. desember klukkan 13.00. Helena Á. Brynjólfsdóttir Valur Waage Ólafur Brynjólfsson Hrefna Björnsdóttir Eyjólfur Brynjólfsson Steinunn Þórisdóttir Kristín Brynjólfsdóttir Kristján Jónasson Sverrir Brynjólfsson Guðríður Ólafsdóttir Dagný Brynjólfsdóttir Gunnar Óskarsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn Við höfum lagt áherslu á það seinni árin að flytja barokktónlistina með upp- runalegum hljóðfærum. Hörður Áskelsson stjórnandi Mótettukórs Hallgrímskirkju

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.