Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 40
27. desember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING | 32 BAKÞANKAR Friðriku Benónýs 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR LÁRÉTT 2. mælieining á spennu rafstraums, 6. í röð, 8. samstæða, 9. greind, 11. ekki heldur, 12. hlutdeild, 14. krapi, 16. drykkur, 17. æxlunarkorn, 18. kerald, 20. stefna, 21. glufa. LÓÐRÉTT 1. hvetja, 3. hola, 4. jarðbrú, 5. viður, 7. kurteisi, 10. að, 13. háttur, 15. bata, 16. lítill sopi, 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. volt, 6. rs, 8. par, 9. vit, 11. né, 12. aðild, 14. slabb, 16. te, 17. gró, 18. áma, 20. út, 21. rifa. LÓÐRÉTT: 1. örva, 3. op, 4. landbrú, 5. tré, 7. siðsemi, 10. til, 13. lag, 15. bóta, 16. tár, 19. af. Gleymdu þessu, Jói! Þessi andskoti er þér ofviða! Sjáðu bara! Í köku! Nei, handleggurinn er ekki brotinn! En olnbogaliður- inn er ... hvað kallast það aftur á læknamáli... Ókei, ég skal reyna að útskýra þetta einu sinni enn... Ég hef rétt fyrir mér og þið hafið rangt fyrir ykkur Já, þú mátt búa hérna en slæmu fréttirnar eru þær að farangurinn þinn er farinn til helvítis. Hvað eruð þið að gera??? Berja hvorn annan með plastkylfum. Af hverju? Af hverju ekki? Það er alltaf betra að spyrja stráka að því hvað þeir eru að gera, en aldrei hvers vegna. Veistu hver ég var? Siggi Hlö Heitasta partýið í bænum! Laugardaga kl. 16 – 18.30 Paddington-brautarstöðin í London dag-inn fyrir Þorláksmessu. Mannmergðin er gríðarleg og fólk þýtur fram og aftur með tryllingsglampa í augum í leit að rétt- um brautarpalli, réttri lest, réttu sæti. Ég bíð óralengi eftir að komast í miðasjálf- sala, kaupi miða til Exeter, finn brautar- pall lestar innar á upplýsingatöflunni og byrja að rölta í áttina. Það eru tíu mínútur í brottför og engin ástæða til að vera með æsing. Sem ég smeygi mér framhjá miðaskoðunarmanninum í hliðinu að brautarpallinum glymur tilkynning úr hátalara kerfinu: Vegna flóða í vesturhluta landsins ganga engar lestir til Exeter í dag. Það er ófært. EFTIR nokkra hringsnún- inga, spjall við upplýsinga- fulltrúa og smá panikkkast fæ ég að vita að ég geti tekið lest til Taunton og vonandi náð rútu þaðan til Exeter. Ekki kjörástand en betra en að vera stranda- glópur í London og missa af jólunum. Ég læt mig hafa það. LESTIN á brautarpalli ellefu er svo þéttsetin að varla er hægt að draga andann eftir að inn er komið. Fólk stendur alls staðar þar sem mögulegt er að troða sér og gangarnir milli sætaraðanna eru ófærir vegna fólksmergðar. Lukkan er þó með mér því gömul kona bendir mér á autt sæti við hlið sér um leið og hún brosir sínu blíðasta. Ég anda léttar, hlamma mér niður og lestin mjakast út af stöðinni. Það fer fagnaðar- alda um klefann, við komumst heim fyrir jól hvað sem öllum flóðum líður. STRESSIÐ virðist hverfa eins og dögg fyrir sólu um leið og lestin er komin á hreyf- ingu. Þrátt fyrir troðninginn og óhagstæðar aðstæður er bros á hverju andliti. Gamlar konur þakka sínum sæla upphátt og unga fólkið missir kúlið augnablik, leggur frá sér snjallsímana og klappar saman lófum eins og börn. Kátínan gerir fólk meyrt og fyrr en varir er ung stúlka búin að bjóðast til að versla fyrir þá sem vilja í veitinga- vagninum, þar sem nánast ógjörningur er fyrir breiðfylkingu fólks að komast þangað í gegnum þyrpinguna í gangveginum. Og gömlu konurnar blessa hana, allir brosa og bláókunnugt fólk fellst í faðma. Það eru að koma jól og í þessum litla lestarvagni lík- amnast andi jólanna í öllu sínu veldi. Þegar við rennum inn á stöðina í Taunton erum við öll orðin vinir og kveðjumst nærri því með söknuði. Gamla konan við hliðina á mér faðmar mig að sér og biður mér allrar bless- unar: Hvert sem þú ferð vona ég að gæfan gangi við hlið þér, segir hún. Ég geri þau orð hennar að áramótaósk minni til ykkar allra. Jólaandinn í fl óðunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.