Fréttablaðið - 27.12.2012, Page 58

Fréttablaðið - 27.12.2012, Page 58
27. desember 2012 FIMMTUDAGUR| SPORT | 50 HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500 ht.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT NÝTT SENSEO KAFFI OG NÝTT KAKÓ EKKI ÞARF LENGUR AUKA KAKÓ HÖLDU FRÁBÆRT ÚRVAL AF LJÚFFENGU GÆÐA KAFFI ER FÁANLEGT FYRIR SENSEO VÉLARNAR SENSEO CLASSIC KAFFI OG TVÖ SENSEO GLÖS FYLGJA ÚRSLIT ENSKA ÚRVALSDEILDIN EVERTON - WIGAN 2-1 1-0 Leon Osman (52.), 2-0 Phil Jagielka (77.), 2-1 Arouna Koné (82.). FULHAM - SOUTHAMPTON 1-1 1-0 Dimitar Berbatov (8.) 1-1 R. Lambert (85.). MANCHESTER UNITED - NEWCASTLE 4-3 0-1 James Perch (4.), 1-1 Jonny Evans (25.), 1-2 sjálfsmark Jonny Evans (30.), 2-2 Patrice Evra (58.), 2-3 Papiss Cissé (68.), 3-3 Robin van Persie (71.), 4-3 Javier Hernández (90.). NORWICH - CHELSEA 0-1 0-1 Juan Mata (39.). QPR - WEST BROM 1-2 0-1 Chris Brunt (29.), 0-2 Sjálfsmark Robert Green (50.), 1-2 Djibril Cisse (68.). READING - SWANSEA 0-0 SUNDERLAND - MANCHESTER CITY 1-0 1-0 Adam Johnson (53.). ASTON VILLA - TOTTENHAM 0-4 0-1 Jermain Defoe (58.), 0-2 Gareth Bale (61.), 0-3 Gareth Bale (73.), 0-4 Gareth Bale (84.). STAÐA EFSTU LIÐA Í DEILDINNI Man. United 19 15 1 3 48-28 46 Man. City 19 11 6 2 34-16 39 Chelsea 18 10 5 3 37-17 35 Tottenham 19 10 3 6 34-25 33 Everton 19 8 9 2 32-23 33 WBA 19 10 3 6 28-23 33 Arsenal 18 8 6 4 32-18 30 Aron hetja Cardiff Aron Einar Gunnars- son kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark Cardiff í 2-1 sigri á Crystal Palace í ensku b-deildinni í gær, en sigurinn færði liðinu fimm stiga for- skot. Aron kom inn á í hálf- leik og skoraði sigurmarkið á 73. mínútu með skalla eftir stoðsendingu frá Craig Bellamy. Þetta er í fjórða sinn í vetur sem Aron skorar eftir að hafa byrjað leikinn á bekknum. 2. september 3-2 sigur á Southampton Robin van Persie á 90.+2 mínútu 23. september 2-1 sigur á Liverpool Robin van Persie á 81. mínútu 28. október 3-2 sigur á Chelsea Javier Hernandez á 72. mínútu 10. nóvember 3-2 sigur á Aston Villa Javier Hernandez á 87. mínútu SIGURMÖRK MANCHESTER UNITED Í VETUR 28. nóvember 1-0 sigur á West Ham Robin van Persie á 1. mínútu 1. desember 4-3 sigur á Reading Robin van Persie á 34. mínútu 9. desember 3-2 sigur á Manchester City Robin van Persie á 90. mínútu 26. desember 4-3 sigur á Newcastle Javier Hernandez á 90. mínútu Robin van Persie 5 sigurmörk Javier Hernandez 3 sigurmörk FÓTBOLTI Annar dagur jóla var góður fyrir Manchester United, sem er komið með sjö stiga for- skot á toppnum eftir úrslit 19. umferðinnar í gær. United vann enn einn endurkomusigurinn á sama tíma og nágrannarnir í City töpuðu fyrir Sunderland. Chelsea, Tottenham, Everton og West Brom unnu öll sína leiki og gefa ekkert eftir í baráttunni um að halda sér meðal fjögurra efstu liðanna. „Desember er alltaf mikil vægur mánuður. Við töpuð- um tveimur stigum á móti Swan- sea en bættum fyrir það í dag. Þetta var sönn meistaraframmi- staða,“ sagði Sir Alex Ferguson eftir 4-3 sigur á Newcastle í gær. Newcastle komst þrisvar sinnum yfir í leiknum en United jafnaði í öll skiptin og Javier Hernán- dez skoraði síðan sigurmarkið á 90. mínútu. Þetta var áttunda sigurmark United-liðsins í deild- inni og enn einn leikurinn þar sem liðið kemur til baka. United hefur nú náð í 24 stig í leikjum þar sem liðið hefur lent undir í fyrstu 19 umferðunum. Adam Johnson, fyrrum leik- maður Manchester City, skoraði sigurmark Sunderland á móti sínum gömlu félögum og City er nú aðeins fjórum stigum á Chelsea, sem vann 1-0 sigur á Norwich City þökk sé sigurmarki Spánverjans Juan Mata. „Þeir unnu bæði Manchester United og Arsenal og þetta var því erfiður leikur. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna og liðið er farið að sýna karakter,“ sagði Rafa Benitez, stjóri Chel- sea. „Það alltaf sama sagan hjá okkur á móti Sunderland. Ætli við sleppum því ekki að koma hingað á næsta ári en við megum samt ekki gleyma því að við töpuðum hérna á síðasta tíma- bili en unnum samt titilinn,“ sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Tottenham-maðurinn Gareth Bale var maður dagsins, en hann skoraði þrennu í seinni hálfleik þegar Tottenham vann 4-0 úti- sigur á Aston Villa. Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem vara- maður ellefu mínútum fyrir leikslok og lagði upp síðasta mark Bales fimm mínútum síðar. ooj@frettabladid.is Sjö stiga forysta hjá United Manchester United vann 4-3 sigur á Newcastle þrátt fyrir að lenda þrisvar undir og Man. City tapaði á sama tíma fyrir Sunderland. Gareth Bale skoraði þrennu í sigri Tottenham, þar af eitt eft ir stoðsendingu frá Gylfa. ÞRENNAN Í HÖFN Gareth Bale fagnar hér þriðja og síðasta marki sínu á móti Aston Villa, en það kom eftir stoðsendingu frá Gylfa Þór Sigurðssyni. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.