Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.07.2012, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 13.07.2012, Qupperneq 6
www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu SUMAR- KILJUR „Fínt stöff.“ PÁ L L BA L DV I N BA L DV I NS SON F R ÉT TAT Í MI N N „Höfundurinn nær slíku tangarhaldi á lesandanum að hann vill alltaf vita meira og meira ...“ S VA N H V Í T L JÓSB JÖRG MORGU N BL A ÐIÐ „Koch er afhjúp- andi höfundur.“ PÁ L L BA L DV I N BA L DV I NS SON F R ÉT TAT Í MI N N „Það er eitthvað einstakt við þessa bók.“ I NGV E L DU R GE IR SD Ó T T IR MORGU N BL A ÐIÐ 04–11.07.12 Vasabrotsbækur – skáldverk 04–11.07.12 Vasabrotsbækur – skáldverk Meðferð MS-lyfsins Gilenya samþykkt Sjúkratryggingar Íslands hafa veitt heimild fyrir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í MS-lyfinu Gilenya og verður meðferð veitt þeim MS-sjúklingum sem þegar hafa reynt MS-lyfið Tsyabri og orðið að hætta notkun þess, að því er fram kemur á síðu velferðar- ráðuneysisins. Einnig hefur verið ákveðið að Gilenya-meðferð verði veitt þeim MS-sjúklingum sem eiga eftir að greinast með alvarlegustu einkenni MS-sjúkdómsins. Fallist var á beiðni Landspítala frá 28. júní síðastliðnum um að Sjúkratryggingar Ís- lands veittu umsókn um innleiðingu lyfsins flýtimeðferð. Þar sem Gilenya er afar vand- meðfarið lyf mun meðferð með því verða undir ströngu eftirliti hjá LSH með sérstakri vöktun sjúklinga, ekki síst í upphafi með- ferðar. Í byrjun munu 5-10 sjúklingar hefja meðferð á Gilenya, en áætlað er að fljótlega muni 20-25 bætast í hópinn. - jh Landamæri milli listgreina afmáð Eftir vel heppnaða Vinnslu í maí, þar sem um 30 listamenn komu saman og settu upp verk sín og um 300 áhorfendur mættu til þess að njóta, verður leikurinn endur- tekinn með Vinnslu 2 laugardaginn 14. júlí. Vinnslan gengur út á að listafólk geti látið reyna á verk eða hugmynd í Vinnslu fyrir framan áhorfendur. Stefnt er, að því er fram kemur í tilkynningu, að afmá landamæri milli listgreina og að skapa samræður milli fremjenda og njótenda lista um sköpun. Vinnslan verður haldin á Norðurpólnum og verður húsið opið fyrir áhorfendur frá klukkan 19.30 til miðnættis þar sem áhorfendur hafa tækifæri til þess að njóta verk í vinnslu frá 22 listamönnum og hópum úr mismunandi listgreinum. - jh Átján þúsundasti íbúinn leystur úr með gjöfum Akureyringar fagna því að íbúar bæjarins eru orðnir 18 þúsund. Því marki var náð þegar Haukur Leó Sveinsson, sonur Sveins Arnarssonar og Elísabetar Þórunnar Jóns- dóttur, kom í heiminn. Fyrr í vikunni komu Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjar- stjórnar, færandi hendi heim til fjölskyld- unnar og leystu hana út með gjöfum, að því er Vikudagur greinir frá. Fulltrúar bæjarins færðu foreldrunum jafnframt árnaðaróskir og sagði Eiríkur Björn að það væri vel við hæfi að veita viðurkenningu á tímamótum sem þessum en sautján þúsundasti íbúinn fæddist fyrir um 5 árum. Sjálfur lét drengurinn litli sér fátt um finnast og svaf værum blundi á meðan fulltrúar bæjarins voru í heimsókn. - jh Refir vaktaðir í Hornvík Flest refapör á Hornströndum eru þessa dagana á fullu við að afla matar handa ört vaxandi yrðlingum. Þetta kom fram í síðustu ferð Melrakkasetursins sem annast vöktun íslenska refastofnsins í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands, Háskóla Íslands og Náttúrustofu Vestfjarða, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta. Melrakkasetrið var fengið til að halda áfram rannsóknum sem dr. Páll Hersteinsson hóf fyrir rúmlega þremur áratugum. Farið var með hóp í refaskoðunarferð á dögunum á vegum Vesturferða en slíkar ferðir eru liður í prófun á viðmiðunarreglum The Wild North, eða hins villta norðurs, sem er samnorrænt verkefni um þróun sjálfbærrar náttúrulífsferðamennsku á norðurslóðum. Með í för var Jón Örn Guðbjartsson frá Há- skóla Íslands ásamt Konráð Gylfasyni kvik- myndatökumanni en verið er að vinna að gerð heimildarþátta um störf háskólafólks við rannsóknir í náttúru Íslands. - jh Baltasar var beðinn um að mæta í prufur í allstórt hlut- verk fyrir myndina sem Ben Stiller er að fara að taka á Íslandi.  KviKmyndagerð Baltasar KormáKur á töKustað í louisiana Með milljarða kvikmynd í tökum Baltasar Kormákur planar næstu skref eftir að tökum á stórmyndinni 2 Guns lýkur. Á teikniborð- inu er pilot-þáttur fyrir HBO og stórmynd sem hann vonast til að tekin verði upp á Vatnajökli. d enzel hleypur ekkert inn á settið, hann labbar. Og labbar hægt,“ segir Balt- asar Kormákur sem nú er staddur í Louisiana í Bandaríkjunum við tökur stórmyndarinnar 2 Guns en í aðal- hlutverkum eru Denzel Washington og Mark Wahlberg. Með milljarða kvikmynd í tökum Baltasar er að útskýra fyrir blaða- manni það sem nýtt er í þessu fyrir sig sem kvikmyndaleikstjóra. Þó allt sé þetta hið sama í grunninn og fátt sem komi á óvart gerir „stærð“ myndarinnar það að verkum að allt gengur hægar fyrir sig. Fram- leiðendur 2 Guns verja 80 milljón- um dollara til gerðar myndarinnar (10.284.000.000 ISK), 55 milljónum dollara ef tekið er inn í dæmið skatta- afsláttur og aðrar endurgreiðslur. Ástæðan fyrir því að Baltasar er við tökur í Louisiana er meðal annars sú að þar er skattalegt umhverfi kvik- myndagerðarmönnum hagstætt. „Ég hef verið við undirbúning í marga mánuði. En, þetta er lengsta tökuferli sem ég hef farið í eða þrír mánuðir. Það þykir þó ekki langur tími þegar svo stór mynd er undir. Frekar stuttur. Denzel segist vanur því að vera fjóra til fimm mánuði við tökur. Ég verð búinn í september en hef nú verið við tökur í þrjár vikur. Þetta gengur rosalega vel. En, þetta segir maður svo sem alltaf þegar mað- ur er að taka,“ segir Baltasar og hlær. Sjónvarpsþáttagerð á dagskrá Nýir leikarar sem tekið hafa að sér smærri hlutverk eru meðal ann- arra Bill Paxton og James Mars- den (Straw Dogs, 2011) og enn er verið að skipa í hlutverk. Baltasar lætur vel af sér í Louisiana. Þar er hitabylgja og hann segist vera orð- inn eins og arabi útlits í sólinni: „Já, það er geðveikislega heitt hérna. Sandnegrinn kemur upp í manni. En, þetta er frábær staður, djass- kúltúr, góður fílingur og frábært hér að vera í alla staði.“ Baltasar kemur heim til Íslands í september, til að frumsýna kvik- myndina Djúpið sem þá verður full- gerð. Þá kemur örlítið hlé áður en Baltasar heldur aftur til Bandaríkj- anna til að vinna að eftirvinnslu 2 Guns. „Þá tekur við undirbúning- ur gerðar pilot-þáttar fyrir HBO.“ Baltasar útskýrir að um sé að ræða stærstu kapalsjónvarsstöð í heimi, sem framleiði sjónvarps- þáttaraðir á borð við Sopranos og Boardwalk Empire. „Alvöru efni. Sjónvarpið nartar stöðugt meira í hælana á bíóinu í gerð kvikmynda- efnis. Þetta virkar þannig að þekkt- ur leikstjóri er fenginn til að gera fyrsta þáttinn, eða pilot-þátt, og leggja þannig línurnar.“ Baltasar segir handrit þáttanna alveg ein- staklega spennandi en þeir ger- ast í Berlín árið 1969 og fjalla um prest sem hjálpar fólki að komast yfir múrinn. Ótrúlega vel skrifað inní þær aðstæður. Ég fór austur fyrir múrinn áður en hann féll og kannast aðeins við þetta.“ Með risastórt verkefni til Íslands Ekkert skortir á verkefnin hjá Balt- asar en þegar pilot-þáttagerðinni lýk- ur stefnir Baltasar á að koma með risastórt verkefni til Íslands, eða kvikmyndina Everest, sem fjallar um stærsta slys í sögu fjallsins sem var 1996, sem Baltasar stefnir að því að tekið verði að verulegu leyti á Vatnajökli. Baltasar saknar þess ekki að vera á Íslandi meðan stór- stórstjörnur á borð við Tom Cruse, Ben Stiller og Russell Crowe eru á landinu og sér sér hag í því: „Frá- bært fyrir íslenska kvikmyndagerð. Eins og Boot Camp heima núna. Fínt að menn heima séu í góðri þjálfum.“ Og þó nóg sé að gera við kvik- myndaleikstjórn hefur hann ekki gefið frá sér leik og var Baltasar reyndar beðinn um að mæta í pruf- ur í allstórt hlutverk fyrir myndina sem Ben Stiller er að fara að taka á Íslandi. En taldi sig ekki hafa tíma til þess. „En, þetta er þröngur heimur. „Casting director“ þar er besta vin- kona þeirra sem var með búningana í Contraband, og ég hef verið í stöð- ugu sambandi við hana að undan- förnu og bent henni á íslenska leik- ara sem gætu verið góðir í hlutverk þar.“ Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is Baltasar Kormákur. Eftir gerð pilot-þáttar fyrir HBO-sjónvarpsstöðina er Baltasar væntanlegur til Íslands með risastórt verkefni í farteskinu; tökur kvikmyndarinnar Everest. 6 fréttir Helgin 13.-15. júlí 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.