Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.07.2012, Síða 12

Fréttatíminn - 13.07.2012, Síða 12
Fer með brúðarkjól frá ömmu sinni í fegurðarsamkeppni Verð áður: 3.073 kr. Verð nú: 2.458 kr. Voltaren Gel 100g 15% afsláttur Stífar æfingar í ræktinni „Ég hef ekkert verið voðalega dugleg í ræktinni en ég hef passað að borða hollan mat, hreyfa mig og sofa nóg,“ segir Íris sem kveðst hafa snúið lífi sínu á hvolf þegar henni bárust gleðifregnirnar fyrir tveimur vikum. „Það fór allt á fullt þegar ég fékk að vita þetta. Ég er búin að vera hjá einkaþjálfaranum, Aðalheiði Ýr í Laugum, og það er ýmislegt búið að gerast á þessum stutta tíma.“ Auk þess að æfa stíft í ræktinni er að mörgu að huga í undirbúningi fyrir mánaðardvöl í Kína. Íris Telma fór í myndatöku hjá ljósmyndaranum Arnold Björnssyni en meðfylgjandi mynd af henni er úr þeirri töku. Mikill tími hefur líka farið í að velja réttu fötin. „Þetta er rosa- lega mikið af kjólum sem ég þarf að hafa með mér. Mig langaði að vera í öðrum kjól en ég var í á keppninni hér heima svo ég reddaði mér honum sjálf að utan. Það eru 120 stelpur í keppninni og maður þarf að vera áberandi og í flottum kjól,“ segir Íris. Hún pantaði aðalkjólinn að utan og hefur því enn ekki getað mátað hann. „Ég fæ hann sendan – það er eins gott að hann passi!“ segir hún og hlær. Íris segir að kjóllinn sé „nude“ og það sama gildi um skóna sem hún fái frá Gyðju. Kjóllinn er alsettur steinum og skórnir eru úr roði. „Þeir eru rosalega flott- ir“ segir fegurðardrottningin. Þegar mikið liggur við er gott að eiga góða að. Það sannast hjá Írisi Telmu því ef kjóllinn sem hún pantaði að utan passar ekki er hún með varakjól sem amma hennar lét henni í té. „Amma gaf mér gamlan brúðarkjól sem er verið að breyta. Hún átti brúðar- kjóla- leigu í gamla daga og ég fékk einn flott- an sem ég er að vísu að gjörbreyta.“ Foreldrarnir fylgja með til Kína Það getur ekki verið auðvelt að rífa sig upp fyrir mánaðarferð með litlum fyrirvara. Íris Telma er ein- hleyp og gat því stokkið til. Hún starfar sem snyrtifræðingur á snyrtistofunni Caritu í Hafnarfirði og tók sér langt sumarfrí frá störfum þar. Hún segir að samstarfskonurnar þar styðji vel við bakið á sér og hún sé þegar farin að sakna þeirra. For- eldrar Írisar ætla að koma út til Kína og styðja við bakið á henni. „Þau koma út tíu dögum fyrir keppnina. Þetta er náttúrlega bara eitthvað sem maður gerir bara einu sinni.“ Framundan er langt ferðalag í austurveg. „Flugið er 29 tímar og það er ekki skemmtilegt fyrir mig sem er ein sú flughræddasta. Þetta verður eitt- hvert ævintýri,“ segir Íris Telma. Íris Telma kveðst ekki gera sér háleit- ar hugmyndir um árangur í keppninni, hún ætli bara að taka þátt og gera sitt besta. „Ég er voða hógvær með þetta,“ segir hún. Keppendur í Miss World mega ekki vera á Facebook meðan á keppninni stendur en Íris ætlar að greina frá ævintýrum sínum á bloggsíðunni iris- telma.blogspot.com. Íris Telma Jónsdóttir er á leið í 29 tíma ferðalag til Kína í næstu viku. Þar fara í hönd æfingar og undirbúningur fyrir Miss World sem fer fram 18. ágúst. Ljósmynd/Arnold Björnsson É g bjóst alls ekki við þessu. Mig hefur alltaf langað að fara út til að keppa en ég bjóst kannski ekki við að komast í Miss World,“ segir Íris Telma Jónsdóttir, 21 árs Hafnarfjarðarmær sem er á leið til Kína í næstu viku til að keppa í Miss World. Íris Telma lenti í öðru sæti í Ungfrú Ísland árið 2010 og því var ekki ráðgert að hún yrði fulltrúi Íslands að þessu sinni. Miss World fer fram 18. ágúst næstkomandi en ný Ungfrú Ísland verður ekki krýnd fyrr en í sept- ember og þess vegna var leitað til hennar. „Ég fékk rosa stuttan fyrirvara, það er bara rúm vika síðan talað var við mig. Sem betur fer var ég í þokkalegu standi.“ Tvö ár eru liðin síðan Íris Telma Jónsdóttir varð í öðru sæti í keppninni um Ungfrú Ísland. Hún var því ekki alveg í gírnum þegar hún var beðin með skömmum fyrirvara að taka þátt í Miss World fyrir Íslands hönd. Íris sló samt til og er á leið í mánaðarferð til Kína. 12 viðtal Helgin 13.-15. júlí 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.