Fréttatíminn - 13.07.2012, Page 14
S
igga Beinteins er feimin að eðlisfari
og þótti erfitt að verða á skömmum
tíma þekkt andlit sem gat ekki farið út
í búð án þess að fólk velti því fyrir sér
hvað væri í innkaupakörfunni hennar.
Hún byrjaði að syngja þriggja ára og
átti þá ósk sem barn að standa á sviðinu í Euro-
vision og syngja fyrir hönd Íslands. Hún segist
vera mikil tilfinningavera og þver heima fyrir þótt
það sé alveg hægt að tala hana til. Stærsta gjöfin
er hins vegar börnin tvö sem hún og sambýliskona
hennar, Birna María Björnsdóttir, eignuðust fyrir
fimmtán mánuðum.
Hún segir að fæðing tvíburanna, Alexöndru
Lífar og Viktors Beinteins, þann 24. apríl fyrir
rúmu ári, hafi verið stærsta stund lífs síns. „Það
var stórkostlegt að sjá þau fæðast. Þau komu að
vísu með keisara, en það var dásamleg stund. Ég
gat ekki annað en grátið, þetta var svo stórfeng-
legt,“ segir Sigga.
Hún segir að líf sitt hafi tekið algjöra kúvend-
ingu með fæðingu barnanna. „Þetta er dásamlegt
en ég hefði ekki verið tilbúin í þetta fyrr. Ég hef
alla tíð verið mikið með börn systkina minna og
alltaf þótt rosalega gaman að vera með börnum og
vinna með börnum. Innst inni langaði mig alltaf í
mín eigin börn. Það var alltaf draumurinn. Og svo
þegar við ákváðum að prófa að eignast börn komu
tvö frekar en eitt! Og það náttúrulega toppaði allt
að fá strák og stelpu. Þetta er toppurinn á öllu.
Þetta er sko besta gjöf sem ég hef á ævinni fengið.
Þetta er það yndislegasta í heimi.“
Aldurinn er afstæður
Aðspurð segist hún ekkert hafa velt því fyrir sér
hvort hún væri of gömul til að eignast börn, 49 ára.
„Ég hugsaði það aldrei þannig, því það skipti ekki
máli. Aldurinn er svo afstæður. Ef maður getur
gefið af sér eins og maður þarf, og gert það sem
þarf að gera, er aldurinn aukaatriði. Og ég held að
því seinna á ævinni sem maður eignast börn, því
betra, myndi ég segja. Þegar maður er kominn á
minn aldur er maður kominn á svo góðan stað í líf-
inu, búin að eignast allt sem maður þarf á að halda,
hús og bíl og innbú og allt það, og maður er orðinn
svo tilbúinn. Annars var það bara mjög sniðugt
hjá mér að gera þetta svona seint. Ég framleiddi
fyrst barnaefnið og svo börnin“, segir hún og hlær.
„Kannski var ég bara ómeðvitað að undirbúa þetta
allan tímann sem ég hef verið með Söngvaborg.“
Tvíburunum finnst skemmtilegast af öllu að
syngja með Siggu mömmu. Eitt af fyrstu orðunum
þeirra var La sem þýðir Söngvaborg. „Uppáhalds-
lag Alexöndru er rólega lagið úr Ávaxtakörfunni,
Í réttu ljósi, og þeim þykir báðum Fugladansinn
rosalega skemmtilegur. Þeim finnst voða gaman að
horfa á Söngvaborg, en ég held þau hafi ekki hug-
mynd um að þetta sé ég þarna á skjánum, ég held
þau séu ekkert búin að kveikja á því,“ segir Sigga.
Sigga segist ætla að aðlaga vinnuna sína að
hinu nýja fjölskyldulífi því hún sé staðráðin í að
eyða eins miklum tíma með börnunum og hún
getur. „Þessi tími kemur ekki aftur.“ Hún ætlar
að minnka viðveru sína í söngskólanum sem hún
hefur rekið með systur sinni í Noregi frá árinu
2003 og er að innrétta söngstúdíó á neðri hæðinni
hjá sér í húsi þeirra Birnu í Kópavoginum og ætlar
að byrja að kenna söng þar í haust.
Hefur ekkert sofið
En hvernig hefur gengið að samræma líf söng-
konunnar og tvíburamömmunnar? „Það hefur bara
gengið þannig að maður hefur ekkert sofið,“ segir
hún og hlær. „Það hefur verið lítið um svefn. Þetta
Ég er í
raun tvær
Siggur
Sigga Beinteins heldur upp á fimm-
tugsafmælið sitt með stórtónleikum á
afmælisdaginn sinn, 26. júlí og fagnar um
leið þrjátíu ára tónlistarferli. Í einlægu
og opinskáu viðtali segir hún frá tvíbur-
unum sínum, sem fæddust fyrir rúmu
ári og voru kúvending í lífi hennar, hvað
henni þótti erfitt að verða fræg, feimninni
og æskudraumnum, sem var að standa á
sviðinu í Eurovision.
tekur á en Birna er rosalega skilningsrík og leyfir
mér að sofa þegar ég get sofið. Svefninn er reyndar
það mikilvægasta ef maður ætlar að halda rödd-
inni, maður verður að hvíla nóg annars fer röddin.
Maður verður bara hás og ef maður sefur ekki nóg
aukast líkurnar á kvefi og pestum og það er algjört
eitur fyrir söngfólk.“
Tvenn merkileg tímamót
Sigga heldur upp á tvenn merkileg tímamót um
þessar mundir. Hún verður fimmtug þann 26. júlí
og á jafnframt þrjátíu ára söngafmæli á árinu. Hún
fagnar áfanganum með stórtónleikum á afmælis-
daginn þar sem allar helstu stjörnur íslenskrar tón-
listar koma fram með henni. „Þetta verður rosalega
skemmtilegt. Ég verð með flottustu bakraddir á
Íslandi, Friðrik Ómar, Regínu Ósk og Ernu Hrönn.
Maður fær ekki betra fólk. Svo er ég með æðis-
legt níu manna band. Og svo koma vinir mínir í
bransanum og syngja með mér, Björgvin Halldórs-
son, Grétar Örvarsson og Páll Óskar Hjálmtýsson.
Þetta verða mjög flottir tónleikar enda stór dagur.“
Þegar hún er spurð út í hvað standi nú uppúr á
þessum þrjátíu ára tónlistarferli svarar hún: „Þátt-
takan í Eurovision og tíminn með Stjórninni, öll
sveitaböllin sem við spiluðum á, hugsa ég. Það er
allavega það fyrsta sem kemur í hugann,“ segir
Sigga og bætir við: „Það er rosalega skemmtilegt
að taka þátt í Eurovision. Þótt það sé mikil vinna
og kostnaður er þetta svo mikil upplifun. Maður
kemst í tæri við og upplifir svo margt. Svo er nátt-
úrulega æðislegt að syngja fyrir landið sitt.“ Sigga
hefur fjórum sinnum tekið þátt í Eurovision, árið
1990 með Eitt lag enn sem hún söng með Grétari
Örvarssyni, árið 1992 þegar hún söng lagið Nei eða
já með Sigrúnu Evu og loks árið 1994 með lagið
Nætur. Auk þess söng hún bakraddir árið 2006
þegar Silvía Nótt tók þátt fyrir Íslands hönd.
„Ég get alveg sagt þér smá leyndarmál. Ég horfði
alltaf á hverja einustu Eurovisionkeppni þegar ég
var lítil, á hverju einasta ári. Og ég var alltaf að
ímynda mér að ég stæði þarna á sviðinu og væri að
syngja. Ég held ég hafi meira að segja sagt það við
mömmu einhvern tímann, að ég ætlaði sko að vera
þarna á sviðinu einn daginn og syngja. „Ég ætla að
standa á þessu sviði einhvern tímann og syngja. Ég
ætla að fara í Eurovision!“.“
Byrjaði að syngja þriggja ára
En hvenær byrjaði Sigga Beinteins að syngja? „Ég
var víst byrjuð að syngja þriggja ára. Ég man nátt-
úrulega ekkert eftir því. Ég man hins vegar að
Framhald á næstu opnu
„Ég hef nú
alltaf trúað því
að ef mann
langar eitthvað
og óskar sér
einhvers þá
kemur það til
manns, bara
spurning um
hvenær það
kemur.“
Sigga Beinteins og Birna María Björnsdóttir með tvíburunum sínum, Viktori Beinteini og Alexöndru Líf sem fæddust fyrir 15 mánuðum.
14 viðtal Helgin 13.-15. júlí 2012