Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.07.2012, Page 24

Fréttatíminn - 13.07.2012, Page 24
Þú velur og draumasófinn þinn er klár GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir) Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Íslensk framleiðsla H Ú S G Ö G N Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Basel eða frændum. Ef allt fór til fjandans á heimilinu var þó að minnsta kosti einhver sem tók að sér ungbarnið ef mamma og pabbi voru ekki í ástandi til þess. En nú býr stórfjölskyldan ekki endilega í nálægð við börnin sem þurfa á henni að halda og það er þá kannski enginn sem getur gripið inn í. Börnin neyðast bara til að mæta örlögum sínum, ef svo má að orði komast. Ástandið getur verið allt frá því að börn fá ekki að borða og yfir í að þau eru misnotuð kyn- ferðislega,“ segir Fie, en næstum öll börnin hjá Aja hafa verið hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun, að sögn Fie. „Maður er mjög upptekinn af þessu því maður ímyndar sér að það sé það versta sem nokkur börn þurfa að ganga í gegnum. En raunin er hins vegar sú að þau segja sjálf að kynferðislega misnotkunin hafi ekki verið það versta. Það var verra að horfa upp á pabba lemja litla bróður eða mömmu,“ segir hún. Barnahús stofnað fyrir ári Fyrir tæpu ári var barnahúsi kom- ið á fót á Grænlandi. Barnahúsið gengur undir heitinu Saaffik og hefur það að markmiði að öll þjón- usta gagnvart börnum sem grunur er að hafi sætt kynferðislegu ofbeldi sé á einum stað. Saaffik er starfrækt að íslenskri fyrirmynd en Barnahús var stofnað á Íslandi árið 1998. Kynferðisleg misnotkun á börn- um er gífurlegt vandamál á Græn- landi. Í könnun sem gerð var árið 2006 kom fram að 9 prósent drengja og 28 prósent stúlkna hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun fyr- ir 12 ára aldur. Niðurstöður þess- arar könnunar vöktu mikla athygli og urðu þær ákveðin vatnaskil í umræðunni um kynferðislega mis- notkun á börnum sem hafði fram til aldamóta verið mikið tabú. Fyrsta tilraunin til að færa umræðuna upp á yfirborðið var árið 1999 þegar ráð- stefna var haldin í Nuuk um kyn- ferðislega misnotkun. Eitt helsta markmið hennar var að rjúfa þögn- ina. Í framhaldinu voru gerðar rann- sóknir á þessum málaflokki og árið 2006 kom í ljós að vandamálið var jafnvel stærra en fólk hafði órað fyrir. Barátta gegn kynferðislegri misnotkun á börnum hefur farið stigvaxandi undanfarin ár og var stofnun Saaffik barnahúss stórt skref á þeirri vegferð. Mimi Karl- sen, ráðherra fjölskyldumála, segir að miklu fjármagni hafi verið varið til fjölskyldumála undanfarin ár og ríkisstjórnin sem tók við árið 2009 hafi lagt mikla áherslu á þann mála- flokk. „Markmiðið er að styðja við fjölskyldur sem eiga við erfiðleika að stríða. Við verðum að horfast í augu við það að hér á landi er stór hópur „dysfunctional“ fjölskyldna sem eiga við erfiðleika að stríða. Mörg vandamál þeirra tengjast mis- notkun áfengis eða annarra vímu- efna,“ segir Mimi. Síðar á þessu ári verður jafn- framt að sett á stofn miðstöð fyrir fullorðna þolendur kynferðisofbeld- is og hafa komið fram óskir um að þar verði einnig hægt að bjóða upp á meðferð fyrir fólk sem þurfti að þola kynferðisofbeldi í æsku. Kirsten Ørgaard er forstöðumað- ur og stofnandi Mælkebøtten, en undir þeim hatti er rekin neyðar- móttaka fyrir börn, vistheimili og einnig afdrep fyrir ungmenni sem opið er að degi til. Mælkebøtten var opnað árið 2006 og hefur þróast í takt við þarfir barna í samfélaginu, að sögn Kirsten. „Flest börn dvelj- ast hjá okkur í 3-6 mánuði vegna þess að við gerum félagslega og sál- fræðilega greiningu á barninu með tilliti til þess að hjálpa því áfram til einhvers betra en það kom frá. Þetta er því eins konar grein- ingarstöð og markmiðið er að börnin fari á betri stað en þau komu f rá . Ef ástandið hefur batn- að á heim- i l inu fara þau að sjálf- sögðu heim aftur annars fara þau til fósturfjöl- skyldu eða vistheimilis eða með- ferðarheimilis eftir þörfum,“ segir Kirsten. „Svo þróuðust mál þannig að sum af börnunum voru farin að vera hjá okkur allt of lengi, ílengdust hjá okkur, og það vantaði fleiri pláss fyrir börn, það er skortur á fóstur- fjölskyldum, vistheimilum og með- ferðarstofnunum og því ákváðum við að byggja vistheimili þar sem nú búa sex börn varanlega. Þetta er eins konar míní-barnaheimili sem við höfum innréttað eins og fjöl- skylduheimili og börnin geta búið þar í lengri tíma,“ segir Kirsten. Hún segist gjarna vilja byggja fleiri heimili fyrir börn, þörfin sé svo sannarlega til staðar þótt fjár- magn skorti. Samtökin eru rekin nær alfarið fyrir fé sem Mælkebøt- ten hefur fengið að gjöf, sem fram- lag frá einstaklingum, félagasam- tökum og stofnunum. Félagslegur arfur milli kynslóða Þegar Kirsten er spurð hverjar skýr- ingarnar séu á því hvers vegna kyn- ferðisleg misnotkun barna sé jafn útbreidd á Grænlandi og raun ber vitni svarar hún: „Foreldrar, sem hafa alist upp við ofbeldi og kyn- ferðislega misnotkun sem þau hafa aldrei fengið tækifæri til að vinna úr, eru nú að flytja þennan félags- lega arf áfram til næstu kynslóðar. Þessir foreldrar hafa ekki fengið þá meðferð sem þeir hafa þurft á að halda og erfast því hin félagslegu vandamál milli kynslóða,“ segir Kirsten. „Í fyrsta lagi var ekki nógu mikið til af fagfólki til að geta boðið upp á þau meðferðarúrræði sem nauð- synleg voru og í öðru lagi var þetta tabú. Viðhorfið var: „Ef við tölum ekki um þetta þá líður þetta hjá“. En það gerir það að sjálfsögðu ekki. Við, sem fagfólk, vitum að það veld- ur andlegum skaða að alast upp við aðstæður á borð við ofbeldi og kyn- ferðislega misnotkun. Ef fólk fær ekki hjálp við að bæta úr þessum skaða á bernskuárunum veldur það skaða sem getur verið enn erfiðara fyrir fólk að vinna úr á fullorðins- árum,“ segir Kirsten. Fie Hansen segist þeirra skoð- unar að flestir þeir sem misnota börn kynferðislega geri það ekki vegna þess að þeir séu pedófílar. „Þetta eru menn sem er sama um allt. Öll mörk eru gufuð upp. Menn taka bara það sem er hendi næst. Ég held ekki að þetta sé fólk sem myndi gera þessa hluti án þess að vera svo drukkið að það er næstum út úr heiminum. Það hefur sjálfsagt sjálft alist upp við svona hörmung- ar. Þetta lýtur allt að misnotkun áfengis og þetta fer líka niður kyn- slóðir. Börn sem hafa þróað með sér geðsjúkdóma vegna slæmrar með- ferðar fara sjálf ef til vill illa með sín börn og svo framvegis. Það verður að klippa á þessa keðju,“ segir Fie. „Enda hef ég barist lengi fyrir því að gripið verði fyrr inn í mál þeirra barna sem búa við erfiðar aðstæður heima fyrir,“ segir hún. Fie segir mikið rætt um nauðsyn þess að grípa snemma inn í þegar aðstæður eru þess eðlis og að marg- þætt átak sé í gangi sem miði að því. Sjö prósent grænlenskra barna búa annars staðar en á heimilum vegna slæmrar meðferðar á borð við kynferðislega misnotkun, ofbeldi og vanrækslu. Alls eru 24 barnaheimili í landinu sem vista fjórðung þessara barna. Hin eru á fósturheimilum. Fjöldinn samsvarar því að öll börn á Akureyri og fleiri til hefðu verið tekin af foreldrum sínum. Mynd SDA Kirsten Ørgaard 24 úttekt Helgin 13.-15. júlí 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.