Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.07.2012, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 13.07.2012, Qupperneq 30
Honey Cheerios – fullt af fjöri. Fljúgandi byrjun á frábærum degi Núna fylgir frisbí-diskur með hverjum pakka af Honey Cheerios. Með Jesú í Múlasveitinni H Það verður að viðurkennast að kirkju-sókn mín hefur verið takmörkuð, það er að segja almenn messusókn. Vonandi fyrirgefst það á efsta degi, reyni maður að öðru leyti að haga sér skikkanlega í þessu jarðlífi. Þótt kirkjusóknin hafi verið svona og svona hef ég engu að síð- ur dálæti á gömlum sveitakirkjum sem geyma mikla sögu í hógværð sinni. Hið sama á við um konu mína. Því stoppum við gjarna hjá vinalegum litlum kirkjum á ferð um landið. Þær freista okkar frekar en hátimbraðar kirkjubyggingar samtímans, með fullri virðingu þó fyrir þeim. Sveitakirkjunum er víðast vel við haldið, að utan jafnt sem innan, enda fólgin í þeim mikil menningarverðmæti. Bekk- irnir eru harðari en bólstraðar sæta- raðir stórkirkna þéttbýlisins en halda kirkjugestum betur vakandi. Loftið er oftar en ekki blámálað, í ýmsum tónum og stundum skreytt gylltum stjörnum. Predikunarstóla prýða undantekningar- lítið málverk löngu genginna listamanna og pílárar í altari bera vitni um hagleik. Kirkjugripir eru forvitnilegir og eiga margir langa og merka sögu. Sumar þessara sveitakirkna eru þar sem enn er myndarlega búið en aðrar í eyði- byggðum þar sem engir eru eftir nema sumargestir, afkomendur þeirra sem þar áttu sína daga og hvíla í kirkjugörð- um sem fróðlegt er að skoða. Þegar boðuð var sumarmessa í kirkju eyðisveitar vestur á fjörðum um liðna helgi stóðumst við ekki mátið. Messa átti í Skálmarnesmúlakirkju, í hinum gamla Múlahreppi, vestasta hluta Austur-Barðastrandarsýslu, sem nú tilheyrir Reykhólahreppi eftir að allir hreppar austursýslunnar voru samein- aðir. Breytti engu um ákvörðun okkar að drjúgan spöl er að fara, jafnvel um malarvegi sem Ögmundur samgöngu- og kirkjuráðherra hefur enn ekki látið endurgera. Það er ekki alslæmt því eftir hverja ferð vestur kemur maður með svolítið af hinni helgu jörð Vest- fjarða með sér í bæinn, innan og utan á brettum bílsins. Skálmarnesmúlakirkja er í eyðisveit og raunar ekki gömul miðað við margar aðrar sveitakirkjur, byggð á árunum eftir miðja síðustu öld og vígð sumarið 1960 af Sigurbirni Einarssyni biskupi, föður Karls biskups. Kirkjan er hlaðin úr holsteini og tók bygging hennar um ára- tug, áður en bílvegur var lagður. Bygg- ingarefni í kirkjuna var því flutt á bátum og síðan klakka og kerru heim á staðinn, eins og séra Ágúst Sigurðsson frá Möðru- völlum segir frá í ritverki sínu um kirkjustaði á Vestfjörðum og getið er um á vef Reykhóla- hrepps. Kirkja var að fornu á Skálmar- nesmúla, eða Múla eins og bærinn kallast í daglegu tali og Múlahreppur heitir eftir, án þess að getið sé nema um einn prest sem þar sat, snemma á þrettándu öld. Í hinn ágæta Múlahrepp á ég ættir að rekja í móðurætt og var þar drengur í sveit er kirkjan var vígð og fylgdi afabróður mínum og hans fólki í Skálmardal til athafnarinnar. Oft síðan hef ég heimsótt þessa lát- lausu kirkju, eða fremur kirkju- garðinn þar sem forfeður mínir liggja, meðal annars langamma og langafi, en aldrei setið messu. Nú var tækifærið. Séra Elína Hrund Kristjánsdóttir, prestur á Reykhólum, kallaði til guðsþjónustu en messað er í kirkjunni einu sinni á ári. Það voru því fleiri á ferð á Múlanesinu um helgina en endranær, þótt sumarnot séu af jörðun- um á nesinu og hlunninda gætt, meðal annars æðarvarps. Betra er að vera á háfættum fjórhjóladrifnum bíl til þess að komast til messu í Múlakirkju og þeirrar gerðar voru bílar á kirkjuhlaðinu, að undanskildum einum virðulegum Benz. Ökumaður hans hafði með lagi komið honum á nesið án þess að keyra undan honum hljóðkút eða setja gat á pönnuna. Sólin baðaði kirkjuna geislum, hvít- málaða með rauðu þaki, þegar gestir gengu til messu og fylltu hvern bekk, nema þann fremsta. Múlhreppingar trana sér ekki fram. Ræða séra Elínu, langt að kominn kór Reykhólakirkju, harmonikkuleikur og harðir bekkirnir héldu mönnum við efnið. Söfnuðurinn, að minnsta kostir sumir, tóku vel undir í sálmasöng. Á eftir var kirkjukaffi sem Þuríður á Múla, Ásta á Deildará og fleiri góðar konur sáu um. Borð svignuðu undan hnallþórum, kleinum og flatbrauði. Stundin var dásamleg þar sem frá kirkj- unni sást yfir nes, sker og eyjar Breiða- fjarðar. Þótt sveitin sé löngu farin í eyði sækja æ fleiri þangað á ný, leita kyrrðar og dásemdar náttúrunnar og tengja sig þeim sem gengnir eru en voru með hugann við sína sveit þótt aðstæður leyfðu ekki lengur búskap og þeir flyttust á mölina. Í draumum voru þeir vestra. Víða í Múlahreppi, eins og fleiri eyðihreppum, hafa hús verið gerð upp og sumarhús reist. Félög hafa verið stofnuð um viðhald og upp- byggingu húsa sumra jarðanna og átthagafélag hreppsins minnir menn vetrarlangt á þær sælu sum- arstundir sem í vændum eru. Ég stóðst það ekki í fjölskylduboði, eftir heimkomu úr messuferðinni, að monta mig aðeins af því að hafa verið viðstaddur vígslu Múlakirkju á sínum tíma. Barnabarni mínu, sem aðeins er farið að læra biblíu- sögurnar, þótti þetta ekki síður merkilegt, en nokkuð langt aftur í fortíðinni, og spurði því í einlægni: „Afi, voru þið Jesús þá að leika ykkur saman í Múlasveitinni þegar þið voruð litlir?“ Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL 30 viðhorf Helgin 13.-15. júlí 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.