Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.07.2012, Síða 40

Fréttatíminn - 13.07.2012, Síða 40
40 bækur Helgin 13.-15. júlí 2012  ritdómur draugaverkir vinsæl ljósmyndabók  ritdómur Ég læðist framhjá öxi b eate Grimsrud var hlaðin verð-launum fyrir síðustu skáldsögu sína, En dåre fri: gagnrýnanda- verðlaunin norsku 2010, skáldsöguverð- laun sænska ríkisútvarpsins 2011, til- nefnd til Braga-verðlaunanna í Noregi og tilnefnd bæði fyrir Noreg og Svíþjóð til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Beate á að baki nokkrar skáldsögur, en hefur að auki unnið með leikræna texta, gert kvikmyndahandrit, bæði að leikn- um myndum og heimildaverkum. Ferill hennar er stráður viðurkenningum. Á heimasíðu Cappelen sem gefur hana út í Noregi, en hún skrifar verk sín samtímis á norsku og sænsku, má sjá að Ég læðist framhjá öxi var seld til Íslands 2005, það er því á sjöunda ár sem þýðing Hjalta Rögnvaldssonar hefur verið í vinnslu og nú er hún komin út á íslensku hjá forlagi Sölku. Það er að bera í bakkafullan að telja þær viðurkenningar sem sagan fékk á sínum tíma, tilnefning til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs verður að duga en sagan kom út 1998 og henni var fylgt eftir með skáldsögunni Hva er det som finns í skogen barn? Hér er því á ferðinni mikilvægur höf- undur í samhengi hinna skandinavísku skáldsögu. Ég læðist... er ekki löng saga, 259 síður, sett nokkuð smáu letri en lesvæn með stuttum brotum texta sem skipt er í stutta kjarna sem gjarna hvelfast um atvik eða svið. Vitundin sem ræður sögunni er að þroskast, Lýdia er þriggja ára þegar sagan hefst, um nær tólf ára skeið fylgjum við ferli hennar, hugsunum, atburðum í lífi fjölskyldu hennar, upplifun hennar af kynnum og árekstrum við umhverfi sitt og þá nán- ustu. Þar eru faðirinn ljúfi, atvinnulaus sveimhugi, og móðirin sem stýrir sjö barna fjölskyldu mest áberandi, en hug- ur Lydíu reikar víða. Frásagnarmátinn er impúlsifur, stekkur frá fyrstu persónu upplifun í þriðju persónu frásögn yfir í eintal, snögga skynjun, sikksakkar gegnum sjónsvið; frásögnin er því marg- brota, margradda eftir opinni og gljúpri barnsskynjun. Að baki er stríður hlut- veruleiki, örbirgð en samfélagsmyndin er norrænt land, Noregur ef rýnt er í upplýsingar, á áttunda og níunda ára- tugnum. Beate er fædd 1963 og hefur sent frá sér sögur síðan 1990. Hér er margt að athuga: til dæmis hvernig höfundurinn nær að sneiða hjá kynlífsvæðingu textaheimsins, hvað sparlega er farið með umhverfislýsingar og hversu djörf hún er að beita rofi í framgangi hverrar myndar, treystir á vit lesandans og möguleika hans á upp- lifun textaheimsins. Heimur barnsins er grimmur, einkum í samkeppnisröð sjö systkina. Elsta systirin Rakel heyr harða baráttu fyrir að koma skikk á líf sitt í þeirri sundrungu sem stórt heimili er, sækir í regluna; Lydía hefur aftur til að bera þverúðarfullt þolgæði og vill alltaf teygja sig að ystu mörkum, keppnis- manneskja, ekki í þeim skilningi sem tíðastur er að hún vilji keppa við aðra, heldur keppa við eigin getu, sín eigin þolmörk. Þannig bregður Beate upp flóknum persónuleika sem við göngum nær og nær eftir því sem á söguna líður. Á fáum vikum hafa komið út tveir merkilegir textar frá Noregi/Svíþjóð sem eru að nokkru á skjön við flest ann- að sem hefur rekið hingað í þýðingum, Allt er ást eftir Kristian Lundberg og svo Ég læðist... Báðar merkilegar sögur og því mikilvægt að þær nái til lesenda hér á landi í sem mestum mæli. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Hugleikur og Skúli skelfir Látlaust streyma norrænu krimmarnir fram: Undir- heimar sendu í liðinni viku frá sér þýðingu Höllu Sverrisdóttur á annarri sögu Thomas Enger, en í fyrra kom út Skindauði. Af endalokum Draugaverkja má ráða að þriðja sagan um Henning Juul komi að ári. Henning er blaðamaður á netmiðli, vinnur býsna sjálfstætt og fær til þess frið af yfirmönnum sínum. Hann lifir í skugga andláts sonar síns sem brann inni í íbúð þeirra, það sorglega slys fylgir honum á veg í þessari sögu: dæmdur morðingi kveðst hafa upplýsingar um tildrög brunans en þær fær Henning aðeins ef hann getur grafist fyrir um morðið sem sá dæmdi situr inni fyrir. Leiðin liggur því um vinahóp morðingjans, steratröll í líkamsræktarstöðvum og strippbúllum, athyglisvert svæði sem sögusvið. Draugaverkir er lengi í gang og er býsna löng, nær sér ekki almennilega á strik fyrr en langt er liðið á söguna, rétt 480 síður. Sem afþreying líður hún nokkuð fyrir það: lesandi heimtar streituvaldandi spennu fyrst sækist hann á annað borð eftir afþrey- ingu á borð við þessa. Það má reyndar segja um vel- flestar sakamála/spennusögur frá Norðurlöndunum að þar teygja menn lopann, fylla sögurnar smáat- riðaflaumi, aukasamböndum aðalpersónu í rann- sókn eða atburðarás sem oft er veigalitlar. Áhugi lesandans verður að undirgangast langhundinn vilji hann komast á leiðarenda. Síðasta saga Nesbo var hátt í sexhundruð síður, og eftilvill leið Enger fyrir að þessi lesandi hafði nýlokið þeirri yfirsetu þegar Draugaverkir var lesin. Það er í slíkum samanburði sem hugleiðingar kvikna um hvað greinir á milli þess besta og hinna sem eru lakari: plottið jú með öllum sínum snúning- um, aðalpersónan sem verður að vera í senn geðfelld og vera í þróun: Henning þessi er ekki ýkja spenn- andi karakter; nú og svo þarf umhverfi atburðanna að vera stráð spennandi aukapersónum, smáum og stórum, persónulýsingar eru drjúgur hluti af því sem heldur áhuga lesanda gangandi. Svo ef þess er nokkur kostur verður að koma til atburðaröð sem viðheldur spennunni. Hér er til dæmis áhugaverð persónulýsing á illmenni, líka er millikafli í verkinu sem lýsir því hvernig saklaus maður er dreginn inn í atburðarás sem hann á endanum flýr frá og kýs að fara huldu höfði. Þannig eru partar í þessar sögu sem eru vel heppnaðir þótt í heild verði að telja Draugaverki frekar slaka afþreyingu. -pbb Tómas teygir lopann  Ég læðist framhjá öxi Beate Grimsrud Hjalti Rögnvaldsson þýddi. Salka, 259 s. 2012.  draugaverkir Thomas Enger Halla Sverrisdóttir þýddi. Undirheimar, 480 s. 2012. Mynd: 9348 og 9398 ... merkilegar sögur og því mikilvægt að þær nái til lesenda hér á landi í sem mestum mæli. Sumarhefti Spássíunnar komið í verslanir Það merkilega menningartímarit Spássían heldur lífi og er reyndar spriklandi fjörugt í sumarheftinu sem smó inn um bréfalúguna seint í liðinni viku. Margt spennandi efni geymir ritið: viðtöl við Auði Jónsdóttur og Hildi Knútsdóttur. Tíu umsagnir um ný- legar bækur, íslenskar og erlendar. Þorgeir Tryggvason skrifar um leiksýningar vorsins og dáist að Simon Callow, leikara, leikstjóra, fræðimanni og rithöfundi. Sesselja Magnús- dóttir fjallar um tónlist og dans. David Nickel fjallar um ofurhetjur myndasagna. Þá er í heftinu viðtal við Bjarna Harðarson bóksala með meiru og Helga Birgisdóttir skoðar út- gáfur sumarsins. Spássía fæst í öllum skárri bókaverslunum og er brýnt að fólk fylgist með þessu ágæta tímariti. Í ritröðinni Létt að lesa er komin úr harðspjaldabókin Skúli skelfir og íþróttadagurinn eftir Francescu Simon með lituðum myndum eftir Tony Ross. Er þetta þriðja bókin fyrir unga lesendur um þann andfélagslega pörupilt. Guðni Kolbeinsson þýðir sem fyrr hrekkjabálkinn þann. JPV gefur út. Frá sama útgefanda er kom- in nett smábók eftir Hugleik í ritröðinni Íslensk dægurlög þar sem teiknarinn heldur áfram þeirri þokkalegu iðju að leggja út af línum í íslenska dægur- lagasafninu af algeru virðing- arleysi og víðkunnu smekk- leysi. Bókin geymir margar áleitnar myndir lesendum til skemmtunar. Sunnudagsbarnið Lydía Iceland Small World eftir ljósmyndarann Sigurgeir Sigurjónsson nýtur áfram mikilla vinsælda. Bókin situr í efsta sæti met- sölulista Eymundsson þessa vikuna.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.