Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.07.2012, Side 46

Fréttatíminn - 13.07.2012, Side 46
46 bíó Helgin 13.-15. júlí 2012 Mike drýgir tekj- urnar sem fatafella og er einn sá besti og eftirsóttasti í brans- anum.  FrumsýndAr  soderbergh TeFlir FrAm sTælTum sTrákum Magic Mike, sem Channign Tatum leikur, fer yfir málin með eiganda nektarklúbbsins sem hann dansar á en Matthew McCo- naughey leikur þann hressa náunga. Karlkynsfatafellur í vondum málum s íðustu tvær myndir Soderberghs eru býsna ólíkar en í Haywire djöflaðist MMA-bardagagellan Gina Carano í spennuhlöðnu hefndardrama og eirði engum sem á vegi hennar varð en í Contagion tefldi leikstjórinn fram herskara stórleikara í mynd sem fjallaði um banavænan vírus sem fór sem eldur í sinu um heimsbyggðina. Gwyneth Paltrow, Matt Damon, Laur- ence Fishburne, Jude Law, Marion Cotil- lard, Kate Winslet, Elliott Gould og Bryan Cranston urðu þar ýmist fyrir barðinu á veirunni, reyndu að finna mótefni gegn henni eða hindra útbreiðslu hennar. Slíkur úrvals- hópur leikara er að vísu engin stórfrétt þegar Soderbergh er annars vegar enda sækjast stórstjörnurnar eftir því að starfa með honum. Í Magic Mike er í raun óvenju lítið um stór- stjörnur og í leikhópnum er sá lúmski leikari Matthew McConaughey helsti reynslubolt- inn. Nýstirnið Channing Tatum (G.I. Joe: Retaliation, 21 Jump Street, Haywire) fer með titilrulluna en hann og McConaughey hafa síðan þau Alex Pettyfer, Olivia Munn, Matt Bomer og Joe Manganiello sér til halds og trausts. Alex Pettyfer leikur Adam, landeyðu sem missir skólastyrk eftir slagsmál við ruðnings- þjálfara sinn. Hann heldur þá til Flórída þar sem hann ætlar að setjast upp hjá systur sinni. Hann kemst í byggingavinnu og kynnist þar Mike Lane (Channing Tatum). Adam kemst síðar að því að Mike drýgir tekjurnar sem fatafella og er einn sá besti og eftirsóttasti í bransanum. Fyrir tilviljun álpast Adam á svið og reytir af sér spjarirnar með slíkum tilþrif- um að Mike, sem er þekktur sem Magic Mike í bransanum, ákveður að taka nýliðann undir sinn verndarvæng og kenna honum öll trixin í bókinni. Sem ganga aðallega út á að krækja sér í sem mestan pening og auðvitað stelpur. Mike dreymir sjálfan um að koma undir sig fótunum og skipta um lífsstíl og sér Adam, sem nefndur er The Kid, sem arftaka sinn á klúbbnum sem Dallas (Matthew McConaug- hey) rekur. Leiðin út úr heimi fatafellunnar er þó grýtt og þeir félagar lenda í ýmsum kostu- legum hremmingum ekki síst í tengslum við mislukkuð fíkniefnaviðskipti. Næsta verkefni Soderberghs verður spennumyndin Bitter Pill eftir handriti Scott Z. Burns en hann hefur áður kvikmyndað Contagion og Informant! eftir handritum Burns. Bitter Pill fjallar um þunglynda konu í persónulegum vandræðum sem hrúgar í sig læknadópi til þess að slá á kvíðann sem fylgir því að eiginmaður hennar er við það að losna úr fangelsi. Lítið meira er vitað og ljóst að sagan getur farið í ýmsar áttir en handritið hét upphaflega The Side Effects, eða Aukaverk- anir, og sagt vera kraumandi þriller í anda Basic Instinct og The Jagged Edge. Soderbergh stefnir á tökur í seint í vetur eða vorið 2012 en þegar hann hefur lokið við Bitter Pill snýr hann sér að því sem á að vera hans síðasta mynd, ævisögu Liberace, Behind the Candelabra. Leikstjórinn Steven Soderbergh er með þeim flinkustu og fjölhæfustu í Holly- wood. Hann er jafnvígur á mannlega dramatík, glæpamyndir og heiladauða spennu eins og til dæmis Haywire. Þrátt fyrir að vera á besta aldri og hafa varla stigið feil- spor frá því hann stormaði fram á sjónarsviðið með Sex, Lies, and Videotape árið 1989 hefur hann látið þau boð út ganga að hann ætli að hætta störfum fljótlega. Því má ætla að fatafellugrínið Magic Mike verði í hópi síðustu mynda hans. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Bangsinn Ted truflar ástarlífið Seth MacFarlane hefur gert það býsna gott í sjónvarpi á liðnum árum með teiknimyndaþáttunum Family Guy og American Dad þar sem hann gerir út á groddahúmor og fetar þar þá smekkleysisbraut sem Trey Parker og Matt Stone mörkuðu með South Park. Farlane er nú mættur með nokkrum látum og góðu gríni í bíó með sína fyrstu leiknu bíómynd í fullri lengd. Hér segir frá hinum vinalausa John Bennett (Mark Wahlberg) sem í æsku óskar sér þess að bangsinn hans, Ted, vakni til lífsins. Það gengur eftir og hann fer í gegnum lífið með talandi bangsann sem sinn besta félaga. Málin vandast verulega þegar hann verður fullorðinn og verður ástfanginn af Lori, sem Mila Kunis leikur. Ted er þriðja hjólið í sambandi þeirra og veldur ýmsum vandræðum, eins og við er að búast. Seth MacFarlane talar fyrir bangsann sem gefur persónum í Family Guy ekkert eftir og fer langt út yfir öll vel- sæmismörk með kjaftagangi sínum og dónaskap. Aðrir miðlar: Imdb: 7.8, Rotten Tomatoes: 68%, Metacritic: 62% Landrek hleypir öllu í rugl Tölvuteiknimyndin Ice Age sló hressi- lega í gegn fyrir tíu árum. Þar fóru mammútinn Manni, letidýrið Lúlli og sverðtennta tígrisdýrið Dýri á kostum í forsögulegu gríni þar sem þessi undarlegi hópur bjargaði mannsbarni og lenti í miklum ævintýrum í kjölfarið. Fjórða Ísaldar-myndin er komin í bíó og rétt eins og í þremur fyrri myndunum stelur furðudýrið Scrat senunni og hleypir atburðarásinni af stað í endalausum eltingarleik við draumahnetuna sína. Nú hleypir Scrat öllu í bál og brand þegar barátta hans við hnetuna setur landrekið mikla af stað. Heimsálfurnar slitna hver frá annarri í miklum hamförum sem verður til þess að Manni, Dýri og Lúlli verða strandaglópar á stórum ísjaka sem rekur eitthvert út í buskann þar sem þeir rekast meðal annars á sjóræningja. Góð ráð eru því dýr að þessu sinni og hetjurnar leggja allt í sölurnar til þess að komast aftur heim en á vegi þeirra verða ekki aðeins sjóræningar, heldur einnig risakrabbar og amma Lúlla. Manni er auðvitað þunglyndur að vanda enda búinn að týna fjölskyldunni sinni en er tilbúinn til að leggja ýmislegt á sig til þess að finna aftur eiginkonu sína og dóttur. Aðrir miðlar: Imdb:7.0, Rotten Tomatoes: 52%, Metacritic: 55% Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Mark Wahlberg lendir í basli með hinn kjaftfora bangsa, Ted. Manni, Dýri og Lúlli kynnast nýjum vinum og hættum í Ísöld 4. Fyrir tíu árum sveiflaði leikstjór- inn Sam Raimi Köngulóarmann- inum í bíó með stórgóðri mynd um þessa unglingaveiku ofurhetju. Hann fylgdi myndinni eftir með enn öflugri framhaldsmynd en lauk þríleik sínum hálf dapurlega með þvældri Spider-Man 3 árið 2007. Það er því full stutt síðan Tobey Maguire fór úr búningi Köngulóar- mannsins í síðasta sinn og óneitan- lega hafði maður nokkrar efasemdir um tilgang þess að hverfa aftur á byrjunarreit og segja sögu Lóa upp á nýtt jafn fljótt og raun ber vitni. En um þetta er óþarfi að ræða frekar. The Amazing Spider-Man er svo fer- lega skemmtileg, flott, krúttleg og gerð af svo mikilli natni að annars ágætar myndir Raimis verða nú ekk- ert annað en fjarlæg minning. Andrew Garfield malbikar með frammistöðu sinni í titilhlutverkinu yfir Tobey Maguire og leikur Peter Parker/Spider-Man af slíkri ástríðu og væntumþykju fyrir persónunni að hann gerir Spider-Man algerlega að sínum. Hér er ansi drjúgum tíma eytt í Peter Parker áður en hann verður Köngulóarmaðurinn og hann fer ekki í búninginn fyrr en rétt fyrir hlé. Samt er aldrei dauðan punkt að finna í myndinni sem er framan af hið fínasta unglingadrama þar sem lúðinn Peter Parker læðist með veggjum skólans, bálskotinn í Gwen Stacy sem sú einkar geðþekka leik- kona Emma Stone túlkar frábær- lega. Samleikur Stone og Garfield er burðarás myndarinnar en þegar hasarinn byrjar fyrir alvöru þá er hvergi slegið af og í snörpum loka- kafla fáum við magnað uppgjör og Lói sýnir geggjaða loftfimleika sem unun er á að horfa. Síðan eru bara allir svo ofboðslega geðþekkir og krúttlegir í myndinni sem er feykivel mönnuð. Martin Sheen er auðvitað elskulegasti leik- ari í heimi og nær manni alveg sem Ben frændi og Sally Field er dúlla í hlutverki May frænku. Rhys Ifans er tragískur í hlutverki Curt Con- nors sem því miður breytist í illfygl- ið The Lizard og Denis Leasry er grjótharður á yfirborðinu en mjúkur innra í hlutverki föður Gwen og lög- reglustjórans í New York. The Amazing Spider-Man er frá- bær skemmtun. Ekta sumarmynd sem leggur grunninn að einhverju sem gæti orðið yfirþyrmandi góð Spider-Man- sería. Þórarinn Þórarinsson  bíódómur The AmAzing spider-mAn Hefnd köngulóarlúðans

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.