Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.07.2012, Síða 51

Fréttatíminn - 13.07.2012, Síða 51
dægurmál 51Helgin 13.-15. júlí 2012 S. 575 7575 fabrikkan@fabrikkan.is BORÐAPANTANIR × Komdu á staðinn eða hringdu í síma 5757575 × Fljótleg og hröð afgreiðsla TAKE AWAY FLJÓTLEGT Í HÁDEGINU Hrefna er ómótstæðilegur hamborgari úr fersku, alíslensku hrefnukjöti. Með piparosti, klettasalati, rauðlauki, tómötum, Bostonkáli og Sinnepspiparsósu Fabrikkunnar sem rammar þetta allt saman inn. Hrefna fæst aðeins í takmarkaðan tíma og það er orðið allt of seint að bóka skoðunarferðir til að sjá hana! HAMBORGARI ÚR FERSKU HREFNUKJÖTI HREFNA ER BORIN FRAM MEDIUM RARE SVO AÐ BRAGÐGÆÐI KJÖTSINS NJÓTI SÍN TIL FULLS. Holmes & Jang á tískuvikuna í New York Leikkonan Katie Holmes, sem stendur nú í skilnaði við Tom Cruise, tilkynnti fyrr í vikunni að fatalínan hennar og stílistans Jeanne Yang sé væntanleg í fyrsta sinn á tískuvikuna í New York í september næstkomandi. Fatalínan þeirra, sem heitir Holmes & Jang, var stofnuð árið 2009 og hefur fyrirtækið stækkað mikið síðan, úr litlu fyrirtæki í tískurisa sem sérhæfir sig í hátísku kvenmannsfatnaði. Á tískupall- inum í september verður vor- og sumar- línan fyrir 2013 frumsýnd og ríkir mikil eftirvænting fyrir frumraun þeirra tveggja á sýningarpallinum. Það er nóg að gera hjá Katie Holmes. Hún stendur í skilnaði við Tom Cruise en undirbýr um leið nýja fatalínu með stílistanum Jeanne Yang. Ævintýraleg Dis- ney-förðunarlína Snyrtivörufyrirtækið Sephora, sem selur vörur sínar út um allan heim, tilkynnti í vikunni að ný förðunarlína sé væntanleg í október næstkomandi. Hún er unnin í sam- starfi við kvikmyndafyrirtækið Disney. Í línunni verða alls konar litríkar förðunar- vörur og naglalökk en innblásturinn er sóttur til kvennanna í helstu teiknimyndum Disney, Jasmine, Öskubusku, Mjallhvítar og Þyrnirósar. Förðunarlínan verður seld í öllum verslunum Sephora víða um heim frá októ- berlokum og hún verður svo sannarlega ævintýraleg. Prinsessurnar gefa tóninn fyrir förð- unarlínuna.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.