Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.07.2012, Page 52

Fréttatíminn - 13.07.2012, Page 52
 Plötudómar dr. gunna óbyggðir  Klaufar Léttir í lopapeysu Á þriðju plötu Klaufanna hefur sveitin tekið upp náið samstarf við Skerja- fjarðarskáldið Kristján Hreinsson. Hann semur lungann af lögum og textum en söngvari Klaufanna, Guðmundur Annas Árnason, er einnig liðtækur og á þrjú lög. Innihaldið er íslenskt lopapeysukántrý, oftast léttleikandi, vel útfært og viðkunnalega grípandi; text- arnir í sveitagír og meira að segja stundum krydd- aðir með ágætri lífsspeki. Á köflum eru útsetning- arnar safaríkar og fyrirtaks gestagangur (Selma og Maggi Eiríks) auka á fjöl- breytnina, svo útkoman er hin ágætasta skemmtiplata sem smellpassar við íslenskt sumar. ljúfar stundir  Hafsteinn Reykjalín Úr skúffunni Kópavogsbúinn, vélfræð- ingurinn, leigubílstjórinn og frístundamálarinn Hafsteinn Reykjalín tekur hér upp úr skúffunni tólf lög og ljóð og fær þau valinkunnu Helgu Möller og Ara Jónsson til að syngja þau og snjalla hljóð- færaleikara með Hilmar Sverrisson í fararbroddi til að leika undir. Stíllinn er rammíslenskur. Sum lögin hefðu getað tekið þátt í danslagakeppni SKT á 6. áratugnum, en önnur eru meira nýmóðins og hljóma eins og úr Söngvakeppninni á 9. áratugnum. Í boði eru ljúfsárar ballöður, harmón- íkuvalsar og Geirmundarlegt fjör, en þótt margt sé ágætt hefði líklega ekkert laganna komist á verðlaunapall. Felines Everywhere  Mikael Lind Saklaust dúllerí Mikael er sænskur en hefur búið hér um hríð. Þetta er önnur platan hans en Alltihop kom árið 2009 og vakti nokkra athygli. Tónlistin er ósungin og bæði lífræn og tölvukeyrð, stundum bregður fyrir klassískum áherslum en mest er um draumkennt og fingrahörpulegt plink- plonk. Mikael kann vissulega á tæknina en gerir ekkert til að losna við hinn vafasama „krútt“ merkimiða því hið sakleysislega dúllerí minnir full mikið á bæði Amiinu og ódramatíska Sigur Rós. Lögin birtast feimnisleg og skjálfa um stund eins og kandíflos í golu. Þótt áferðin sé vandvirknisleg er hér fátt eftirminnilegt sem kallar á endurtekna hlustun. multi-function 5100-31 Michelsen_5100-31_H200XB151.indd 1 6/5/12 9:34 AM MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  CAFÉ/BAR, opið 17-23 VERTU FASTAGESTUR! Ódýrara í bíó með aðgangskortum! Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝTT Í BÍÓ PARADÍS! HEIMSFRUMSÝNING! Frábær sálfræðitryllir í anda The Sixth Sense ROBERT DE NIRO | SIGOURNEY WEAVER CILLIAN MURPHY RED LIGHTS Njóttu gæðanna og bragðsins og kældu þig niður í leiðinni með hollustu. Joger - hollur og góður og fæst víða.. Prófuaðu bara! Staðalbúnaður Ég er að vinna í Fatamarkaðinum á Laugavegi og hann er eigin­ lega fataskápurinn minn, ég kaupi mestallt þar. Ég geng eiginlega bara í notuðum fötum en stundum þegar ég er í útlöndum kaupi ég nýtt, til dæmis í H&M. Ég kaupi aldrei dýr föt. Mér finnst best að ganga á strigaskóm og á ótrúlega mikið af þeim, ég skil ekki að fólk geti gengið mikið í hælaskóm. Það eina sem ég fer ekki út úr húsi án er síminn minn og kortið. Ef ég þarf eitthvað annað þá kaupi ég það bara. Hugbúnaður Þegar ég djamma fer ég stundum á Dillon og á Celtic Cross en ég enda samt alltaf á Ellefunni. Ég fíla hvað það er skítugt og klístrað þar, þar sleppa sér allir og detta rækilega í það. Besta kaffihúsið er Hemmi og Valdi. Þar getur maður setið með einhverjum án þess að þurfa að halda uppi samræðum. Ég fer aldrei í bíó eða leikhús. Og mér finnst ógeðslega leiðinlegt að lesa. Ég get hins vegar ekki farið að  í takt við tímann agnEs Björt andradóttir Löggiltur 101 hipster Agnes Björt Andradóttir er 21 árs söngkona í hljómsveitinni Sykri. Hún býr og vinnur í miðbænum og kann best við sig þar. sofa án þess að horfa á Southpark eða Family Guy. Svo hef ég verið að horfa á Adventure Time sem er steiktasti þáttur sem hefur verið gerður, hann fjallar um hund og strák sem eru alltaf í ævintýraleit. Ég held ég fái minn skammt af elektrótónlist með Sykri svo ég hlusta sjálf mikið á eldri tónlist. Ég er mikið inni í Black Sabbath, Pink Floyd, Led Zeppelin og Jimi Hendrix. Vélbúnaður Ég er löggiltur 101 hipster og á Macbook Pro, iPod og iPhone. Uppáhalds app­ ið mitt heitir Fluffy Di­ ver sem er leikur um sel sem er að finna mömmu sína. Þetta hljómar eins og ég sé veik á geði en ég elska að leika mér í þessu þegar ég er að bíða. Stundum spila ég líka Tetriz á Game­ boy, Super Mario er alltaf klassík og Crash Bandicoot líka. Og ég elska að spila Tony Hawk ef ég kemst í Playstation! Facebook er samt ástin í líf mínu. Ég á 1093 vini og þarf alltaf að vera að athuga hvað er að gerast þar. Ég er sjúk. Aukabúnaður Ég á heima í miðbænum og labba allt sem ég fer. Besti maturinn er ítalskur og mexíkanskur. Ég borða stundum á Vegamótum eða Sólon og ef ég vil eitthvað geðveikt gott fer ég á Caruso. Ég fíla ekki „fancy“ stöff, ég nenni ekki að borða tvær rækjur af steini fyrir milljón. Mér finnst fólk voða áhugavert og sit oft og horfi á það og pæli í hvað það er að gera í lífinu. Ég er stundum að sálgreina fólk á djamminu. Ég hef mikinn áhuga á bjór og finnst gaman að smakka nýjar tegundir. Ég hataði alltaf Tuborg Classic en nú er hann uppáhaldið mitt. Planið er svo að fara að stúdera viskí. 52 dægurmál Helgin 13.-15. júlí 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.