Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.07.2012, Síða 54

Fréttatíminn - 13.07.2012, Síða 54
Hipsterinn er ekkert dauður, ekki frekar en töffarinn, slackerinn, lúðinn eða nördinn. É g er ekki hættur í hljómsveitinni, ég spila eins mikið með henni og ég get,“ segir Haraldur Ari Stefánsson, einn liðs- manna hljómsveitarinnar Retro Stefson. Haraldur flytur til London í haust þar sem hann ætlar í leiklistarnám. Hann hefur fengið inni í hinum virta Central School of Speech and Drama. Haraldur er sonur Stef- áns Jónssonar, leikara og prófessors í leiklist við Listaháskóla Íslands, svo hann á ekki langt að sækja hæfileikana. Hann var við- loðandi leikhúsin frá unga aldri og lék í leiksýningum í menntaskóla. „Já, ég hef alltaf stefnt á leiklistina,“ segir Haraldur. Haraldur hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína með Retro Stefson en hann þykir mikill stuðbolti á tónleikum sveitarinnar. Ný plata er væntanleg frá Haraldi og félögum á næstunni og mikil spila- mennska. „Við erum að spila mikið á Íslandi í júlí og svo förum við bæði á G!-Festival í Færeyjum og LungA sömu helgina. Í byrjun ágúst förum við svo á tveggja vikna túr um Evrópu,“ segir Haraldur Ari. -hdm  tímamót PoPPstjarna á leið í leiklistarskóla Haraldur Ari flytur til London Leikkonan og verslunarkonan María Birta Bjarnadóttir hefur verið á ferðalagi um Túnis ásamt móður sinni, hinni geðþekku flugfreyju Sigurlaugu Halldórs- dóttur, eða Dillý eins og hún er alltaf kölluð. Þær mæðgur eru glæsikvendi eins og alþjóð veit og karlpeningurinn í Túnis bók- staflega slefaði þegar þær fóru þar um. Munu ein- hverjir þeirra hafa gert hosur sínar grænar fyrir þeim og raunar hreinlega Kameldýr og Ferrari fyrir Maríu m arga sem fylgjast með tískufyrir-bærum, straumum og stefnum, rak í rogastans þegar þeir lásu um það í DV um síðustu helgi að hipsterinn væri dauður – tískufyrirbæri sem hefur verið að hasla sér völl að undanförnu; vart vaknaður áður en steinrotaður var. Sá maður sem hef- ur gert sér hipsterinn að sérstöku umfjöll- unarefni er Halldór Halldórsson, eða Dóri DNA, hugmynda- og textagerðarmaður hjá Fíton; skemmtikraftur, tónlistarmaður og lífskúnstner. Aðspurður bregst Dóri ókvæða við þessum fréttum sem hann gefur reyndar ekki mikið fyrir: Hinn kjánalegi tíðarandi „Auðvitað er hipsterinn ekkert dauður. Þetta er bara múður í liði sem elskar að vera öðru- vísi og vælir um leið og það er dregið í dilka. Hipsterinn er ekkert dauður, ekki frekar en töffarinn, slackerinn, lúðinn eða nördinn. Hipster er heiti yfir lið sem eltir trend – stundum í blindni, stundum ekki. Svo lengi sem trend eru á lífi og lofti þá lifir hugtakið um hipster – breytingin þarf að eiga sér stað í tungumálinu, ekki á einhverjum helvítis heitt/kalt lista,“ segir Dóri og dregur ekki af sér. Sjálfur hefur hann lagt heila vefsíðu, Hverjir voru hvar (hverjirvoruhvar.tumblr. com), undir umfjöllun um hipsterinn. Dóri segist ekki geta fest fingur á hvenær og hvar áhugi hans vaknaði á hipsternum sem slíkum, hann gengur meira að segja, þrátt fyrir allt, svo langt að vísa spurn- ingunni á bug. „Hef engan áhuga á þessu fyrirbæri. Ég elti bara trend eins og hver annar. Það eina sem ég hef áhuga á er að brosa og hlæja yfir daginn. Ég er alveg jafn kjánalegur og asnalegur og allir aðrir, ef ekki helmingi verri. Þetta hipstera-dæmi lá bar vel við höggi. Það er bara svo yndislegt hvernig svona atburðarás virkar. Það er eitt- hvað hipstera-klimax í gangi hjá kynslóðum í kringum mann, hverjirvoruhvar reynir að skrásetja það og gera grín í leiðinni, hipster- ar í spíttskóm birtast í blöðum og reyna að þvo hendur sínar af því að hafa verið nokk- urntímann hipsterar. Þetta er frábært, þetta er raunveruleikhús. Þetta er hinn áþreifan- legi tíðarandi.“ Skræpóttar buxur og loð-derhúfur Dóri segir að síða sín sé einfaldlega í því að elta það sem er í gangi, gleðja þá sem standa á bakvið síðuna og vonandi aðra í leiðinni. „Bara til að búa til eitthvað haldbært úr ein- hverju huglægu. Síðan deyr ekkert þó fólk hætti að ganga í converse-skóm eða köfl- óttum skyrtum. Fólk mun áfram vera ein- hverstaðar að gera eitthvað – og þá er hægt að segja frá því á hverjirvoruhvar. Ég er bara gamall reportari úr blaðamannaskóla Jón- asar Kristjánssonar, það eina sem ég kann er að segja frá.“ Eins og ljóst má vera er Dóri með puttann á púlsinum þegar tískufyrirbæri eru annars vegar, hvers má vænta? Hvurskonar týpur má búast við að sjá á götum Reykjavíkur næstu vikurnar og mánuðina? Ekki stendur á svörum: „Það verður eitthvað alveg fárán- legt eins og venjulega. Skræpóttar buxur með höri á hliðunum, skósíðir leðurfrakkar og loð-derhúfur. Og að sjálfsögðu mun ég taka þátt í því, vegna þess að það er gaman. Maður á ekki að vera í stöðugu stríði við tím- ana sem maður lifir á. Eða stanslaust þykjast vita betur en aðrir og hefja sig yfir hvers- konar múgæsing. Stundum er bara skemmti- legra að taka þátt og hafa gaman, í alvöru.“ Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is Haraldur Ari er á leið í leiklistarnám í London en ætlar samt að spila áfram með Retro Stefson.  götutíska í reykjavík Dóri Dna Hipsterinn lifir góðu lífi Sölvi í Sakamálin Þáttaröðin Sönn íslensk sakamál verður endurvakin á Skjá einum næsta vetur. Það er framleiðslu- fyrirtækið Purkur sem hyggst gera átta þætti og er rannsóknarvinna fyrir þá þegar hafin. Meðal þeirra sakamála sem verða til umfjöllunar eru Lík- fundarmálið, Landsímamálið, mál Atla Helga- sonar og Catalínumálið en handritsgerð, viðtöl og undirbúningvinnu er þau mál varðar hefur Sölvi Tryggvason sjónvarpsmaður með höndum. Stiller á leið til landsins Stórleikarinn Ben Stiller mun vera væntanlegur til landsins um helgina. Eins og kunnugt er verður kvikmynd hans, The Secret Life of Walter Mitty, að hluta til tekin upp á Íslandi. Tökurnar fara fram í haust en Stiller leggur nú lokahönd á undir- búning áður en tökur hefjast; meðal annars ákveða endanlega hvar tökurnar fara fram. Það er framleiðslufyrir- tækið Truenorth sem sér um að þjónusta tökuliðið, rétt eins og tökulið Oblivion með Tom Cruise og Noah sem Darren Aronofsky stýrir. boðið í þær. Verðhug- myndir Túnisbúa hljóðuðu upp á fjöldann allan af kameldýrum og tíu Ferrari- bíla. Pálma Gestssyni, eiginmanni Dillýar, kemur þessi áhugi ekki á óvart og segir aðspurður að hann myndi aldrei tíma að selja. Dóri DNA segir að það sem koma skal í tísku verði alveg jafn fáránlegt og venjulega. Ljósmynd Teitur 1000 kr. afsláttur ef þú kemur með gömlu bókina (einungis hægt að skipta í bókabúðum, ekki bensínstöðvum) Í Vegahandbókina er komin ný, ýtarleg 24 síðna kortabók, á bls. 574-599. Hér færð þú skýra yfirsýn yfir landsvæði Íslands - í mælikvarðanum 1:500 000. Auðvelt er að fletta á milli bókarinnar og kortabókarinnar til að fá yfirsýn yfir það svæði sem ferðast er um. Tilvísanir leiða þig á rétta blaðsíðu. Ef þú ert t.d. að aka til Búðardals og ert á bls. 281 í bókinni og vilt fá meiri yfirsýn yfir svæðið er tilvísun á síðunni sem vísar þér á kort nr. 3 á bls. 578 í kortabókinni. Vegahandbókin • Sundaborg 9 • Sími 562 2600 1. Sæti Eymundsson metsölulisti 27.06.12 - 04.07.12. vegahandbokin.is 54 dægurmál Helgin 13.-15. júlí 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.