Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.08.2012, Qupperneq 4

Fréttatíminn - 17.08.2012, Qupperneq 4
Pundin öll til baka Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Þ etta er fallegt verkefni þannig að maður skammast sín ekkert fyrir að biðja ein- hvern að gera sér greiða varðandi þetta,“ segir Róbert. Og ekki stóð á viðbrögðum Dorritar, sem er alltaf til í að bregða á leik. „Hún tók náttúrlega bara stórvel í þetta, eins og sést kannski á myndinni, og vatt sér í treyjuna.“ Forsetahjónin tóku á móti íslensku ólympíuförunum á Bessastöðum á miðvikudaginn. Íþróttafólkið, þjálfarar og aðrir starfsmenn hittu þá þau Ólaf Ragn- ar Grímsson og Dorrit og Róbert sá sér leik á borði. „Ég ákvað bara að nýta tækifærið og athuga hvort hún vildi ekki vera með okkur í þessu.“ Og það var auðsótt enda „er þetta fyrir gott málefni og ég held nú að það væru margir til í að skella sér í treyjuna fyrir Sól í Tógó.“ Róbert gaf Dorrit handgerða tösku sem krakkarnir á barna- heimilinu í Tógó saumuðu. „Og svo bað ég hana að skella sér í treyjuna. Bara til að fá skemmti- legan lit í þetta.“ Róbert er vongóður um að lands- liðstreyjan skili Sól í Tógó góðri summu en söluverðið rennur óskipt beint til barnanna í Tógó enda þvælast engir milliliðir eða auglýsingakostnaður fyrir Sól í Tógó. „Þetta er ekta ólympíu- leikatreyja með öllum merkingum og allir leikmennirnir skrifuðu á hana,“ segir Róbert og bætir við að treyjan sé virkilega eigulegur gripur. „Heldur betur. Þetta er til dæmis eitthvað sem hvaða stórfyr- irtæki sem er gæti til dæmis bætt ímynd sína með því að eignast.“ Dorrit er, eins og alþjóð veit, ákafur stuðningsmaður handbolta- landsliðsins og tók liðinu vitaskuld fagnandi á miðvikudaginn. „Þau hafa náttúrlega komið á nokkra leiki og hafa fylgst með okkur. Það er auðvitað alltaf gaman að fólk mæti og sýni okkur áhuga og þá gildir einu hvort þar er á ferð forsetinn eða Jói nágranni. Og auðvitað er enn betra að góðu mál- efni eins og Sól í Tógó sé sýndur áhugi.“ Uppboðið á landsliðstreyjunni fer fram á Facebook-síðu Sólar í Tógó www.facebook.com/solitogo.  Glæpastarfsemi saksóknari seGir Glæpamann hafa mátt horfa á skýrslutökur vitna oG fórnarlamba Telja mistök ekki setja vitni og fórnarlömb í lífshættu Saksóknari í máli þekktra ofbeldis- manna telur vitni og fórnarlömb ekki í hættu þótt „mannleg mistök“ hafi orðið til þess að verjandi eins þeirra, Barkar Birgissonar, hafi fengið afhent afrit af skýslutökum þeirra auk hinna tólf sem ákærðir eru með honum. „Nei, enda lá allt fyrir í málinu; hvaða fólk þetta er og hvað það sagði í skýrslutökum, þar sem rit- aðar eru upp samantektir,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, aðstoðarrík- issaksóknari. Verjandinn fékk ríflega þrjátíu mynddiska afhenta, samkvæmt fréttum RÚV. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Verjendur hinna mannanna fóru þá einnig fram á að fá afrit af upptök- unum. Karl segir að hann viti ekki hvern- ig þessi mistök urðu. Hins vegar sé „mjög eðlilegt og í samræmi við lög“ að Börkur hafi fengið aðstöðu á Litla-Hrauni, þar sem hann afplánar dóm, til að horfa á upptökurnar. Karl segir að þar til í síðustu viku hafi enginn verjenda hinna mann- anna, þar á meðal verjandi Ann- þórs Kristjáns Karlssonar, beðið um að fara yfir þessi gögn. En í svona stórum málum sé vaninn að þeir sækist eftir því. Mennirnir eru ákærðir vegna grófra líkamsárása og brota sem tengjast skipulagðri glæpastarf- semi. Þeir Börkur og Annþór hafa einnig verið ákærðir fyrir manndráp innan veggja Litla-Hrauns og fékk maður að vitna nafnlaust gegn þeim af öryggisástæðum. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Þekktu ofbeldismennirnir Börkur Birgisson og Annþór Kristján Karlsson eru meðal þeirra þrettán sem ákærðir eru fyrir grófa líkamsárás. Mynd: Hari  róbert Gunnarsson línumaður leGGur sól í tóGó lið Dorrit snaraði sér í áritaða landsliðstreyju Róbert Gunnarsson, hinn vaski línumaður í landsliði Íslands í handbolta, hefur fært hjálparfélag- inu Sól í Tógó landsliðstreyju með eiginhandaráritun allra landsliðsmannanna. Treyjan verður seld hæstbjóðanda á uppboði og andvirði hennar rennur óskipt í byggingarsjóð Sólar í Tógó. Róbert sætti færis í heimsókn á Bessastöðum í vikunni og fékk forsetafrúna, Dorrit Moussaieff, til þess að skella sér í treyjuna og vekja þannig athygli á verkefninu. Hjálparfélagið Sól í Tógó Sól í Tógó styrkir heimili fyrir varnarlaus börn og ungmenni í Aneho í Tógó með því að safna heimilisvinum og styrktarforeldrum á Íslandi. Með framlagi Íslendinga búa samtökin börnun- um skjól og öruggt umhverfi. Annað verkefni Sólar í Tógó er að efla og mennta starfsfólkið á barnaheimilinu í Aneho og auka þannig getu heimilisins til þess að búa börnin vel út í lífið. Börn sem alast upp án eigin fjölskyldu fara á mis við tilfinningalegt öryggi. Sól í Tógó vill leggja sitt að mörkum til þess að bæta þeim það upp og einnig að byggja upp far- sælt umhverfi fyrir börn og starfsfólk. Róbert Gunnarsson og Dorrit í treyjunni góðu. Forsetafrúin beið ekki boðanna og snaraði sér í landsliðsbúninginn vafningalaust. Allt það fé sem Sól í Tógó safnar á Íslandi rennur beint og óskipt til barnanna í Tógó. Skuldir Íslands greiddar. Svo hljóðar fyrirsögn á enska staðarmiðlinum Teesdale Mercury. Þar segir að bæjarráð Durham-sýslu hafi fengið bróðurpart þeirra sjö milljóna punda(sem er 1.313.320.825 króna að núvirði) til baka sem það fjárfesti í íslensku bönkunum Kaupþingi Singer og Friedlander, Landsbankanum og Glitni fyrir fall þeirra. Bæjarráðið býst við því að fá 95 prósent fjár síns greitt til baka. 75 prósent milljón pundanna sem fjárfest hafi verið í Kaupþingi séu endurheimt, og búist við ríflega tíu prósentum til viðbótar í janúar 2014. Þrjátíu prósent tveggja millj- óna punda sem lögð voru í Landsbankann séu endurheimt og búist við afganginum í desember 2018. Fjórar milljónir punda sem fóru inn í Glitni séu allar í hendi. Sagt er frá því að hluti fjárins sé á íslenskum reikningum og safni vöxtum. Fimmtíu bresk bæjarráð, styrktarsjóðir og háskólar fái á endanum sitt. Glitnir hafi verið fyrstur ís- lensku bankanna til að greiða allt sitt í mars á þessu ári. - gag Gott gengi hjá Icelandair Hagnaður Icelandair á öðrum ársfjórðungi eftir skatta nam 14,3 milljónum Bandaríkjadollara, eða sem svarar 1,7 milljörðum króna, samanborið við 3,3 milljóna dollara hagnað á sama fjórðungi fyrra árs. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 28,8 milljónir dollara á tímabilinu og jókst um 11,8 milljónir dollara miðað við sama tímabil 2011. Heildartekjur á öðrum ársfjórðungi námu 234,4 milljónum dollara, jafn- gildi 28 milljarða króna sem er aukning um 30,2 millj- ónir dollara eða 15 prósent frá sama fjórðungi fyrra árs. Tekjur vegna farþegaflutninga jukust um 24 prósent á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama tímabil fyrra árs. Leigutekjur héldu áfram að dragast saman sem endurspeglar fækkun um eina fraktvél á milli ára. Aðrar tekjur jukust um 27%. Farþegar í millilandaflugi á öðrum ársfjórðungi voru 584 þúsund á tímabilinu og fjölgaði um 18 prósent en starfsemi Icelandair hefur aldrei fyrr verið jafn umfangsmikil og nú, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Kostnaður á tímabilinu jókst um 18,4 milljónir dollara eða um 10% frá sama fjórðungi fyrra árs. - jh Leigusamning- um fækkar Alls var 775 leigusamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst hér á landi í júlí sem er aukn- ing um 79 samning frá fyrri mánuði, eða sem nemur um 11,5%. Mikil árstíðarsveifla er í tölum um fjölda leigusamn- inga, og fjölgar þeim yfirleitt á þessum árstíma og fram eftir hausti, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Borið saman við júlí á síðasta ári, þegar 790 leigusamningar voru gerðir, hefur leigusamn- ingum hins vegar fækkað um 2 prósent. Fyrstu sjö mánuði ársins hefur alls 4.807 leigu- samningum verið þinglýst og hefur þeim fækkað um 7% frá sama tímabili fyrra árs. Þegar miðað er við sama tímabil árið 2010 er fækkunin hins vegar meiri, eða 12%. - jh 2 fréttir Helgin 17.-19. ágúst 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.