Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.08.2012, Page 14

Fréttatíminn - 17.08.2012, Page 14
Shinji Kagawa – M. United 3 stig „Hann er maðurinn á bak við tvo titla Dortmund í þýsku deildinni og hann er þegar byrjaður að raða inn mörkum á undirbúningstímabilinu. Hann verður nafnið sem talað verður um á kaffistofunum í vetur.“ „Svipar til Andrésar Iniesta, leik- manns Barcelona, og mun verða allt í öllu í sóknarleik Manchester í vetur.“ Gylfa spáð góðu gengi Íslenskir knattspyrnu- áhugamenn vænta mikils af Gylfa Sigurðs- syni sem nýlega gekk til liðs við Tottenham Hotspur. Gylfi var oftast nefndur þegar álitsgjafar Frétta- tímans voru beðnir að nefna þá sem munu skara framúr í vetur. U m leið og álits-gjafar Frétta- tímans sögðu skoðun sína á því hvaða lið muni sigra í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili voru þeir beðnir að nefna þann leik- mann sem þeir telji að skara muni fram úr. Atkvæði dreifðust skiljan- lega nokkuð hjá álitsgjöfunum 30 en fimm leikmenn sköruðu þó framúr. Þessir voru líka nefndir Gylfi Þór Sigurðsson – Tottenham Hotspur 7 stig „Hann virðist vera með getu sem jafnast á við það allra besta og svo virðist hann höndla álagið mjög vel. Ég á von á því að hann geri góða hluti í vetur.“ „Gylfi Sigurðsson mun slá í gegn með sínu nýja liði og mun vekja mikla athygli strax á fyrsta degi tímabilsins.“ „Ég held hins vegar að samvinna þeirra Gylfa Þórs Sigurðs- sonar og Gareth’s Bale, og annarra frábærra leikmanna Totten- ham, muni gera það að verkum að Spurs narti fast í hælana á stórliðunum og skáki þeim jafnvel.“ „Okkar maður á eftir að slá í gegn með Spurs.“ „Að sjálfsögðu skarar okkar maður Gylfi Sigurðsson fram úr á þessu tímabili! Alls engin pressa frá íslensku þjóðinni.“ „Svo hef ég trú á að Gylfi Sigurðsson muni standa sig gríðarlega vel og koma mörgum á óvart, þótt hann skáki kannski ekki þeim allra bestu þetta tímabilið.“ „Það verður bara að hafa það þótt hann hafi valið Tottenham, það verður ekki á allt kosið í þessum heimi. Það er þó skárra en Liverpool!“ „Drengurinn er að koma svo sterkur inn á undirbúningstíma- bilinu að ef hann fær að spila hlýtur hann að skara fram úr, að minnsta kosti í augum Ís- lendinga.“ Fernando Torres – Chelsea 5 stig „Finnur markið aftur þó það muni ekki duga Chelsea.“ „Hann minnir fólk á hversu góður hann er og hvers vegna hann var keyptur á allan þennan pening.“ „Torres mun endurfæðast.“ Nemanja Vidic Yaya Touré Chicharito Carlos Tevez Gareth Bale Wayne Rooney Raheem Sterling David De Gea Robin van Persie Lukas Podolski Luis Suarez Sergio Aguero M. City 3 stig „Frábær leikmaður sem á mikið inni. Þetta gæti orðið veturinn hans.“ Santi Cazorla – Arsenal 2 stig „Arsenal nældi í hann á gjafverði frá Malaga, þetta er leikmaður sem getur gert gæfumuninn fyrir Lundúna- liðið á tímabilinu.“ „Minnst þekkti spænski miðjumaðurinn (skiljanlega) en mun hleypa miklu lífi í Arsenal í ár.“ ÓDÝRASTI ÍSINN Í BÓNUS Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ EURO SHOPPER VÖRUTEGUNDIR Í BOÐI 398 kr. 12 stk. 498 kr. 8 stk. 298 kr. 3 stk. 12 fótbolti Helgin 17.-19. ágúst 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.