Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.08.2012, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 17.08.2012, Blaðsíða 22
É g sé ekki eina mínútu eftir því að eyða ævi minni í að stuðla að því að fundin verði lækn- ing við mænuskaða. Ég ætla að gera það sem þarf að gera og það sem ég get gert. Mér finnst eins og ég hafi komið hingað til jarðarinnar til þess að gera þetta,“ segir Auður Guð- jónsdóttir sem hefur barist síðustu áratugi fyrir heilsu dóttur sinnar, Hrafnhildar Thoroddsen, sem lamaðist í alvarlegu bílslysi árið 1989. „Mænuskaðastofnun Íslands er eldhúsborðið mitt. Ég er konan við eldhúsborðið,“ segir þessi fyrrum skurð- hjúkrunarfræðingur sem vinnur ötullega að því að ráð- gátan um mænuskaðann verði leyst. „Ég hætti að vinna fyrir þremur árum þegar ég komst á 95 ára regluna uppi á spítala, til þess að geta hrint því í framkvæmd að þekkingu á mænuskaða verði safnað á einn stað og farið verði í gegnum hana – lækningin fundin. Mér finnst þetta skipta svo miklu máli.“ Og baráttan hefur borið þann árangur að Norður- landaráð samþykkti í fyrra að Norðurlönd taki forystu í leit að lækningu við mænuskaða. Stefnt er á að skipa hóp sérfræðinga sem á að finna það sem getur í fram- tíðinni leyst gátuna um mænuna. Samþykkið fékkst eftir að 8.500 íslenskar konur, með Siv Friðleifsdóttur í broddi fylkingar, hvöttu Norðurlandaráðsþing áfram. Nú er Auður smeyk. Hún óttast, eftir að málinu var frestað í sumar, að það takist ekki að koma sérfræð- inganefndinni á laggirnar fyrir kosningabaráttuna til Alþingis sem fram undan er. Óttast framtaksleysi „Ég er ekki fædd í gær. Ég veit að nú fara menn að vinna fyrir kosningarnar og hver veit hver tekur við og hverjir sitja á þingi eftir þær? Svo getur orðið pólitísk upplausn hérna að loknum kosningum og það er því mikilvægt að klára þetta mál í haust. Ísland verður að koma málinu í farveg svo það dagi ekki uppi hjá Norðurlandaráði,“ Leggur lífið undir í leit að lækningu „Ég er konan sem berst við alheiminn frá eldhúsborðinu,“ segir Auður Guðjónsdóttir stofnandi Mænuskaðastofnunar Íslands. Þjóðin hefur fylgst með baráttu hennar í gegnum árin. Hún er kona sem ákvað að leggja líf sitt undir í leitinni að lækningu við mænuskaða. Fyrst leitaði hún sjálf að lækningu fyrir Hrafnhildi dóttir sína, nú leitar hún að fólki sem getur fundið lækningu fyrir aðra. Auður segir að þótt þær mæðgur hafi unnið orustur sé stríðið sem þær háðu fyrir lækningu Hrafnhildar tapað. segir hún og vill að íslenskir stjórnmála- menn þrýsti málinu í gegn. „Það eru svo margir búnir að leggja sitt að mörkum og hafa mikið fyrir þessu. Nú vantar aðeins herslumuninn.“ Brekkurnar í baráttu þeirra Auðar og Hrafnhildar dóttur hennar hafa verið misháar. Vonbrigðin mismikil en vonin aldrei slokknað. Hrafnhildur er ekki stigin úr hjólastólnum, sem hún hefur verið í frá sextán ára aldri. Lækningin er ekki fundin en fjölskyldan stendur samt á krossgötum. Hrafnhildur er að flytja í eigin íbúð og þar með frá foreldrum sínum í fyrsta sinn; ári fyrir fertugt. Það er áfangi í lífi þeirra sem næst rétt fyrir einn af þeim stóru sem glittir í, í baráttu Auðar fyrir bættu lífi þeirra sem hljóta mænuskaða – að sérfræðingahópur- inn verði skipaður. „Ég ætla ekki að vera á lömunardeild- inni í næsta lífi. Það er of erfitt. Ég ætla að klára það í þessu,“ segir Auður spurð um þrautseigjuna sem hún hefur sýnt í leit að lækningu við lömun dóttur sinnar. Leitinni sem hún lofaði dóttur sinni sem vildi ekki lifa eftir slysið. „Ég lofaði henni því til þess að halda henni gangandi að ég skyldi leita að endamörkum heims til að finna lækn- ingu,“ segir Auður. Lömunin hlutverk mæðgnanna „Ég sagði við dóttur mína að þetta væri það hlutverk sem við hefðum tekið að okkur í þessu lífi. Hún veldur þessu hlutverki vel. Hún er yndisleg; ljúf og þægileg. Margir hefðu ekki ráðið eins vel við að lamast,“ segir Auður um dóttur sína sem vinnur hjá Össuri þrátt fyrir skerta heyrn og lömun fyrir neðan mitti. „Við Hrafnhildur höfum unnið margar or- ustur en við töpuðum stríðinu. Við vissum allan tímann að við myndum ekki vinna stríðið; að hún myndi ekki læknast. Við vildum bara sjá hve langt við kæmust. Við komumst svolítið áleiðis, en þá tók bein- þynningin við. Hún fótbrotnaði fimm sinn á tveimur árum og þá var leiknum lokið.“ Auður viðurkennir að leiðin hafi verið torfarnari en hún reiknaði með. „Fjölskyld- an stóð saman fyrstu árin eftir slysið og þess vegna gekk þetta. Dagarnir voru oft al- veg hryllilegt svartnætti. Ég þurfti að sigta út tíu mínútur á sólarhring til að komast í sturtu. Þetta var þrældómur. Það er ekki öðruvísi,“ segir hún. „En það er bara þannig: Þegar eitthvað kemur fyrir hjá fólki, þótt það sé alltaf verið að tala um og dásama heilbrigðis- og vel- ferðarkerfið, þá veltur allt á því sjálfu. Ef þú gerir ekki það sem þarf gerir það enginn fyrir þig,“ lýsir hún. Þjóðin hefur fylgst með þeim mæðgum og baráttu Auðar í gegnum árin. Meðal annars þar sem hún fékk í gegn að hingað kæmi kínverskur læknir í tvígang 1995 og 1996 og gerði aðgerðir á dóttur hennar. Auður fer yfir stöðuna þar sem við sitjum í stofunni í húsinu á Nesinu sem þau hjónin byggðu fyrir nærri aldarfjórðungi, á sjö mánuðum, eftir að ljóst var að miðdótt- irin stæði ekki upp úr hjólastólnum. Engir þröskuldar, rúmt um og húsið hannað með hana í fyrirrúmi. Fjölskyldan stóð saman Einu og hálfu ári eftir að Hrafnhildur lamaðist fór Auður aftur að vinna og sú elsta tók við heima. Hún sá um systur sínar á meðan móðir þeirra vann á skurðstofum Landspítalans og maður hennar, Bjarni Halldórsson, var til sjós. Auður segir það hafa hjálpað fjölskyldunni mikið hvað hún Ég hef oft verið við það að gefast upp. Ég hef verið svo hryllilega reið. Ég hef öskrað á guð: Þú hjálpar mér aldrei. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Auður Guðjónsdóttir hefur í nærri aldarfjórðung barist fyrir því að lækning finnist við mænuskaða. Hún trúir því að þekkingin sem leiði til lækningar sé þegar til staðar, enda séu tvö þúsund greinar skrifaðar um mænuna árlega. Mynd/Hari Framhald á næstu opnu 20 viðtal Helgin 17.-19. ágúst 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.