Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.08.2012, Side 24

Fréttatíminn - 17.08.2012, Side 24
þekkti vel til innan heilbrigðis­ kerfisins. „Ég get aldrei fullþakkað starfs­ fólkinu á Landspítalanum og yfir­ stjórnendum þar. Það komu allir svo vel fram við mig [eftir slysið]. Enn þann dag í dag get ég hringt upp á spítala og starfsfólkið stendur á bak við mig hvenær sem ég þarf á að halda. Ég er svo heppin að þekkja þetta góða fólk.“ Í gegnum árin hefur kúrsinn í baráttu Auðar breyst. Fyrst fór hún að skrifa bréf, leita að lækningunni. Svo að sækja þing brautryðjenda. „Ég lærði hvernig þetta virkar. Ég fór á þing þar sem einhver bar eitt­ hvað lofandi fram. Allir klöppuðu. Svo gerðist ekki meir. Ég hugsaði: Þetta er ekki hægt. Það verður að taka völdin af þessum mönnum ef takast á að samnýta þekkinguna og móta lækningastefnu fyrir mænuskaðaða. Ég hugsaði með mér að ég ætlaði að berjast fyrir sjúklingana. Og það gerði ég,“ segir hún og vill fá hlutlausa sérfræðinga til að skoða þekkinguna sem til er. Íslendingum verður þakkað Auður trúir því nú að besta leiðin að lækningu sé þessi pólitíska leið sem virðist vera að nást í gegnum Norðurlandaráð. „Mænuskaði er flokkaður sem skaði sem hinn frjálsi markaður hagnast ekki á að lækning finnist við. Hver á þá að finna lækninguna? Hvar eru mann­ réttindi þessa fólks? Það hlýtur að vera alþjóðasamfélagið sem á að taka á svona málum. Það er sú leið sem ég er að reyna að fara.“ Auk góðra starfa Íslandsdeildar Norðurlandaráðsins í fyrra hafi ís­ lensk yfirvöld ákveðið að tala máli mænuskaðaðra samhliða áratuga átaki Sameinuðu þjóðanna gegn umferðarslysum. „Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, er búin að tilkynna það formlega á þingi Sameinuðu þjóðanna, sem finnst þetta merkilegt, því allir vilja láta verkefni sín bera ávöxt.“ Auður vill nú sjá ráðuneytin taka höndum saman og ákveða hvernig tala eigi máli mænuskaðans þessi tíu ár. „Þess vegna þarf að afgreiða þetta verkefni frá ráðherranefnd­ inni í haust. Það er mikilvægt svo hægt sé að fara að virkja alla þá sem eru tilbúnir að koma að mál­ inu,“ segir hún. Margir séu í start­ holunum, meðal annars hafi for­ setinn komið á sambandi við FIA, formúlu 1 deildina, sem vilji skoða málið og Félag íslenskra bifreiða­ eigenda sé búið að fá stuðning fé­ laga bifreiðaeigenda á Norðurlönd­ unum með því. Ástæðan sé sú að um helmingur allra mænuskaðaðra hafi slasast í umferðarslysum. „Ég er alveg sannfærð um það að í tímans rás mun frumkvæði Ís­ lendinga í þessu verkefni færa þeim mikinn heiður. Gjörðir okkar geta haft áhrif á tugi milljóna mænu­ skaðaðra manna. Það er til fullt af þekkingu. Hún er bara tvístruð út um allan heim. Einhvers staðar liggur litla þúfan sem veltir þungu hlassi,“ segir hún. Þannig hafi það einmitt verið með tilkomu pensilíns á sínum tíma. Vill lækningu ekki endurhæfingu „Á þriðja áratugnum skrifaði Alexander Flemming grein sína um mygluna. Enginn tók eftir því. Öllum var alveg sama og karl­ inn gafst upp. Hann réði sig sem læknir hjá skosku hirðinni. Í seinni heimstyrjöldinni dóu hermenn úr lungnabólgu svo bandamenn settu á laggirnar sérfræðingahóp sem skoðaði bakteríufræðin. Þeir rekast á grein Alexanders Flemming,“ segir hún. „Pensilínið er undirstaða nútíma­ læknisfræði og ein mesta uppgötv­ un innan læknisfræðinnar á 20. öld­ inni. Þekkingin hafði legið óhreyfð í áraraðir. Hugsið ykkur hvað hefði verið hægt að bjarga mörgum mannslífum á þeim árum,“ bendir hún á. „Gefnar eru út 2000 greinar árlega um mænuna. Ég er sann­ færð um að þekkingin sem þarf til að móta frumlækningarstefnu um mænuskaða er til.“ Auður bendir einnig á að í kjölfar seinni heimstyrkjaldarinnar hafi komið fram sú krafa frá lömuðum hermönnum að þeir endurheimtu góða heilsu sína á ný. „Þá upphófst sú endurhæfingarstefna sem nú er við lýði. Hún er góð. En hún er ekki lækning. Hugsaðu þér, þessi endur­ hæfingarstefna er vel ríflega sextíu ára og engin lækningastefna hefur komið fram.“ Oft við það að gefast upp Auður lýsir því þegar hún, fyrir fjörutíu árum, fór að vinna á Land­ spítalanum og krabbameins­ lækningar í þeirri mynd sem við þekkjum nú voru að ryðja sér til rúms. Mjög skiptar skoðanir hafi verið á lyflækningunum meðal lækna. „Það var hryllingur að horfa upp á fólkið sem fór í meðferð. Það ældi og spjó, ældi og spjó. Rúmin voru svitastorkin. Og svo dóu allir. Fólk átti svo bágt að maður grét. En það var ekki gefist upp. Númer eitt var að allir hefðu dáið ef ekkert hefði verið gert og númer tvö þá hagnaðist einhver á því að fram­ leiða lyfin, því þau eru mjög dýr. En það er enginn hvati til að lækna mænuskaðaða,“ segir hún. „Svona er þetta bara.“ Nú þegar leiðin að markmiðinu Ung kona frá Vestamannaeyjum hringdi í Auði og hvatti hana til að skrá Mænuskaðastofnunina í Maraþon Reykjavíkur. Það gerði hún nú í fyrsta sinn. „Allt í einu eru fimmtán farnir að hlaupa fyrir Mænuskaðastofnun Íslands,“ segir Auður Guðjónsdóttir stofnandi samtakanna. „Ég hef ekki beðið neinn um það en ég er svo þakklát, því ég finn að starf mitt skiptir máli. Þetta er viðurkenning fyrir það.“ Konan unga er Bjarný Þorvarðardóttir sem hleypur hálft maraþon vegna baráttu pabba hennar við mænuskaða. Hún hefur safnað áheitum fyrir nærri sjö hundruð þúsund krónum og er í þriðja sæti sem stendur. - gag Fimmtán hlaupa fyrir Mænuskaðastofnun Auður Guðjónsdóttir „Við Hrafnhildur höfum unnið margar orustur en við töp- uðum stríðinu. Við vissum allan tímann að við myndum ekki vinna stríðið; að hún myndi ekki læknast.“ Mynd/Hari 22 viðtal Helgin 17.-19. ágúst 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.