Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.08.2012, Side 26

Fréttatíminn - 17.08.2012, Side 26
Þ egar blaðamaður mætti í Kassa Þjóðleikhússins stóðu yfir æfingar á Með fulla vasa af grjóti, Hilmir Snær og Stefán Karl á sviðinu og úti í sal sátu Ian McElhin- ney og Selma Björnsdóttir aðstoðar- leikstjóri. Þetta er ströng en snörp æfingalota því McElhinney, sem að íslenskum sið verður hér eftir kallaður Ian, er aðeins hér í átta daga til að taka upp þráðinn en leikararnir búa að því að hafa leikið verkið 180 sinnum, reyndar fyrir tíu árum. Allir furða þeir þrír sig á því hversu ferskt í minning- unni verkið er. En það þarf að hreinsa upp; þeir koma nú að því reynslunni ríkari og tíu árum eldri. Við setjumst niður baksviðs og Írinn er spurður hreint út: How do you like Iceland? Ian, sem fæddur er 1948 í Belfast, Norður -Írlandi, lyftir brúnum. Átti ekki alveg von á þessari spurningu í musteri hinnar íslensku tungu en var hins vegar fljótur á kveikja á tækifærinu; að strjúka ís- lenskum lesendum rétt: „Ég nýt dvalarinnar til hins ítrasta. Eina vandamálið er, vegna hins knappa tíma sem ég hef, að ég fer varla úr Reykjavík. Ég nýt þess að vera í Reykjavík, en ég á enn eftir að upplifa og uppgötva landið. Þegar ég var hér síðast fór ég gullna hringinn; Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Og hef ákveðið, algjörlega burtséð frá því hvort ég muni starfa hér aftur eða ekki, að koma aftur og fara um landið. Ég keypti bók um daginn, með mynd- um af landinu og það er stórkostlega fallegt; algjörlega ótrúlegt út frá jarð- fræðilegu sjónarhorni. Einn daginn ætla ég að láta það eftir sjálfum mér að fara hér um.“ Stórkostlegir leikarar þeir Hilmir og Stefán Ian tekur fram að hann sé jafnframt leikari en hann hefur starfað jafn- framt sem leikstjóri í um tuttugu og fimm ár – með hléum. Hann er eftir- sóttur sem slíkur. „Ég er nú að setja upp tvær sýning- ar. Þegar ég fer héðan, á mánudag, tek ég upp þráðinn á Írlandi, eins manns sýningu sem frumsýnd verður áður en Með fulla vasa af grjóti verður frum- sýnd. Þá kem ég aftur til að ganga frá þessari. Þannig að vonandi verða þessar sýningar, sem ég leikstýri, báðar í gangi á sama tíma.“ Írinn er glettinn og greindarlegur í senn og þegar blaðamaður upplýsir hann um að Með fulla vasa af grjóti hafi farið fram hjá honum á sínum tíma fullvissar Ian hann umsvifalaust að hann eigi frábæra leikhúsupplifun í vændum. Sem og reyndar allir þeir sem sáu sýninguna. „Þetta er sérstak- lega ánægjulegt og athyglisvert fram- tak innan íslensks leikhúss. Leikritið er einstaklega vel skrifað og magnað að sjá í meðförum þessara frábæru leikara. Alger galdur hvernig þeim tekst að blása lífi í tuttugu persónur. Ian McElhinney er írskur leikari og leikstjóri, á að baki farsælan feril sem slíkur og var hér nýverið á landi til að vinna að uppsetningu leikritsins Með fulla vasa af grjóti sem hann setti upp hér fyrir um tíu árum; sýning sem sló eftirminnilega í gegn. Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson léku verkið fyrir um fjörutíu þúsund manns. Þeir hafa nú tekið upp þráðinn, ætla að setja sama verk upp á nýjan leik. Ian McElhinney er eftirsóttur listamaður og eftir mánuð hefjast tökur á 3. seríu Game of Thrones þar sem hann leikur Barristan Selmy. Blaðamaður hitti þennan geðþekka Íra í Kassa Þjóðleikhússins eftir æfingu; og fékk hann meðal annars til að ausa þá Stefán Karl og Hilmi Snæ lofi. Enduruppgötvar leikrit konu sinnar í Þjóð leikhúsinu Þeir eru báðir mjög hæfileikaríkir; eru tæknilega mjög góðir, ótrúlega fljótir að átta sig, hafa til að bera góða einbeitingu og hafa til að bera meðfædda hæfileika fyrir tímasetningum sem er lykilatriði í kómík á sviði. Leikritið hefur til að bera húmorískar eigindir. Ég naut þess mjög að vinna með þeim á sínum tíma. Og það er einstaklega ánægjulegt að „endurupp- götva“ leikritið með þeim.“ Sigurganga „Stones“ um heim allan Ian leikstýrði verkinu upphaflega þegar það var sett á svið á Írlandi árið 1999, þar sem það var sýnt og fyrir lá að það færi á leiklistarhátíð í Edinborg. Þegar sýningum þar lauk lá fyrir að áhugi fólks á verkinu var sannarlega til staðar. En engan óraði fyrir þeirri sigurgöngu sem í uppsiglingu var: Það var sett upp í framhaldinu í litlu leikhúsi í London, og þaðan fór það á West End. „Verkið er tiltölulega einfalt hvað alla umgjörð varðar, tiltölulega einföld leik- mynd, nánast autt svið þannig að okkur datt ekki í hug að það myndi ganga á West End. Þar sló það hins vegar í gegn og fór á Broadway þar sem það var sýnt í sex mán- uði og var áfram á West End með nýjum leikurum. Gekk þar árum saman.“ Velgengni verksins var þannig orðin alþjóðleg. Ian var beðinn um að setja leik- ritið upp í Svíþjóð. Þar sá Stefán Baldurs- Í fimm ár var ég nánast í þessu einungis; að setja upp „Stones“. Ég var orðinn þreyttur á verkinu og verkið á mér. Framhald á næstu opnu Norður-írski leikstjórinn Ian McElhinney stýrir Hilmi Snæ Guðnasyni og Stefáni Karls- syni í leikritinu Með fulla vasa af grjóti. Hann er eftirsóttur listamaður og eftir mánuð hefjast tökur á 3. seríu Game of Thrones þar sem hann leikur Barristan Selmy. Ljósmynd Hari tvær nýjar bragðtegundir! E N N E M M / S ÍA / N M 51 72 7 Ný bragðteguNd- bÉarNaise Ný bragðteguNd- sítróNa og Karrí 24 viðtal Helgin 17.-19. ágúst 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.