Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.08.2012, Page 30

Fréttatíminn - 17.08.2012, Page 30
H ilmir Snær hefur reynsluna af að taka upp sýningu aftur löngu síðar; sama átti við um Listaverkið frá síðasta leikári þar sem hann endurtók leikinn ásamt þeim Ingvari E. Sigurðssyni og Baltasar Kormáki – sýning sem hlaut afar góðar viðtökur mörgum árum síðar: „Ég ætla ekki að segja að ég sé kominn í endurvinnsluna, kominn hringinn og ætli að taka öll leikrit upp. Þetta verður líklega það síðasta. En þetta var gert meðal ann- ars vegna þess að Stefán Karl er á landinu. Hann hafði kannski ekki tíma til að æfa nýtt leikrit alveg frá grunni. Við reiknum með að fólk langi til að sjá hann og þá kom þessi hugmynd upp. Þetta verður takmark- aður sýningafjöldi. En, vissulega, ein- kennilegt að taka þetta svona upp aftur en það er ótrúlegt hvað maður man af þessu.“ Sama leikritið en leikararnir aðrir Stefán Karl segir þetta vissulega sama leikritið, sama leikmynd og nánast sömu búningarnir. „En þú getur aldrei komið eins að verkinu. Í þeim skilningi erum við alls ekki að endurvinna það sem við höfum áður gert. Við erum að draga út aðra þræði sem við drógum ekki út þá. Það er verið að stilla mixerinn aftur. Þeir sem sáu þetta þá munu ekki sjá sömu sýninguna.“ Hilmir tekur við: „Þeir munu örugglega njóta þess betur. Við erum að njóta þess betur að gera þetta núna. Við erum eldri. Við höfum breyst. Erum hnitmiðaðari. Grínkaflarnir eru eins en alvarlegri þættir verksins hafa meiri slagkraft. Vega þyngra.“ Þeir draga ekki úr því að leikstjórinn Ian McElhinney sé eðalkappi sem gaman er að hitta aftur. „Við höfum ekki séð hann nema í bíómyndum og sjónvarpi síðan þá. Í Game of Thrones meðal annars. Þetta er náttúrlega alvöru gæi og heiður að vinna með honum,“ segir Hilmir og Stefán Karl bætir því við að hann sé frá Írlandi þannig að stutt sé á milli menningarlega: „Hann er mjög agaður, veit nákvæmlega hvað hann vill. En við fáum að leggja til okkar inn í þann ramma. En við hlaupum ekki með verkið út um allt. Við höfum tillögu- rétt.“ Leikstjórar allstaðar eins Báðir hafa þeir Stefán og Hilmir mikla reynslu af því að vinna með erlendum leik- stjórum. Þeir eru sammála um ekki sé svo mikill munur að vinna með þeim og íslenskum. „Þetta er náttúrlega allt sami hluturinn, leikhúsvinna. Fer bara eftir því hvaða persónuleiki á í hlut hverju sinni,“ segir Hilmir. „Hann hefur ótrúlega góða tilfinningu fyrir íslenskunni, stoppar okkur oft af og spyr útí hvað þetta orð þýði nákvæmlega. Mikill tími fari í að fara vel í grunninn á þessu.“ Stefán Karl segir ekkert látið vaða í gegn: „Hann er mjög nákvæmur. Maður finnur engan mun á því. Leikhúsvinna er samskipti leikara og leik- stjóra og snýst um þessar persónur sem verið er að skapa. Eftir hverju verið er að fiska? Vissulega geta hefðir og verklag í leikhúsum verið frábrugðið milli landa? Stundum er um miklu stærra apparat að ræða en á sviðinu með leikstjóra er þetta nákvæmlega sami hluturinn. Eins og við séum öll úr sama sæðisbankanum.“ Þeir félagar benda á að nú hafi þeir styttri tíma en þegar verkið var sett upp á sínum tíma. Ian er umsetinn listamaður og þeir hafa nú átta daga til að æfa verkið upp á nýjan leik. Þá fer Ian utan til að ganga frá annarri sýningu en kemur til baka á nýjan leik til að fínpússa fyrir frumsýninguna sem er ráðgerð 15. september. Á meðan halda þeir áfram að æfa og tekur þá Selma Björnsdóttir, sem er aðstoðarleikstjóri, við leikstjórnartaumunum. -jbg Öll úr sama sæðisbankanum Hilmir Snær og Stefán Karl leika verkið Með fulla vasa af grjóti sem sló eftirminnilega í gegn á sínum tíma eða fyrir tíu árum: 180 sýningar, 40 þúsund manns komu til að sjá og þeir félagar fóru í leikferðalag um landið og sýndu 20 sýningar fyrir troðfullu húsi. Þeir segja það vissulega sérkennilegt að taka upp þráðinn að nýju. Jakob Bjarnar greip þá glóðvolga, baksviðs í Kassanum, sveitta eftir æfingar dagsins. Hilmir Snær og Stefán Karl tíu árum eldri en þegar þeir léku Með fulla vasa af grjóti. Þeir segja ekki hægt að koma eins að verkinu, þeir eru breyttir og ýmsir þættir verksins fá aukinn slagkraft – sama leikritið en ekki sama sýningin. Ljósmynd Hari. Við erum eldri. Við höfum breyst. IT DOESN’T GET BIGGER THAN THIS! AKUREYRI: Glerártorg, sími 461 4500 ★ GRAFARVOGUR: Blikastaðavegur, sími 585 0600 ★ KÓPAVOGUR: Smáratorg, sími 550 0800 T ilb o ð in g ild a ti l o g m eð 1 9. 08 .2 01 2. V SK e r in ni fa lin n í v er ð i. Fy ri rv ar ar e ru g er ð ir v eg na m ö g ul eg ra p re nt vi lln a. 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓLATÖSKUM 28 viðtal Helgin 17.-19. ágúst 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.